Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 50

Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 50
94 HEIMILI OG SKÓLI Alið börn yðar upp með styrkri en réttlátri hendi. Látið aldrei reiði yðar koma yður úr jafnvægi. Ef barnið finnur, að þér sýnið réttlæti, missið þér hvorki virðingu þess né kærleika. Munið að hvert barn þarf að eiga tvo foreldra. Takið aldrei afstöðu með barninu gegn maka yðar. Það getur orðið til þess að barnið (og þér sjálfur) verðið haldin lamandi sektartilfinn- ingu. Látið ekki litla eftirlætið yðar fá allt, sem það óskar. Kennið því að meta hversu það er eftirsóknarvert, að vinna sjálfur eitthvað til þess að fá þetta eða hitt. Látið það reyna gleðina, sem því er samfara, að verðskulda laun. Notið ekki tilviljanakennd loforð eða hótanir, því að böm taka orð for- eldra sinna hátíðlega, og ef þeir hafa á annað borð glatað trausti barna sinna, eiga þau erfitt með að treysta öðrum. Reynið ekki að verja barn yðar fyrir hvers konar árekstrum eða vonbrigð- um. Mótblástur styrkir skapgerðina og eykur skilning á öðrum, sem hafa sitt- hvað við að stríða. Ekkert færir menn- ina eins saman og sameiginlegir erfið- leikar og mótgangur. Gerið barni yðar það ljóst, að ströng vinna felur í sér verðmæti, hvort sem hún er unnin af börkuðum höndum, sem halda urn rekuskaptið eða af fín- gerðum höndum skurðlæknisins. Kenn þeim að starfsamt líf er ham- ingjusamt líf. En líf, sem er í eilífum eltingaleik við skemmtanir og lysti- semdir — Líf, sem er á flótta undan öllum skyldum — endar í bitrum tóm- leika. Þýtt. H. J. M. Bækur og rit Blik, ásrrit Gagnfrœðaskólans i Vestmannaeyjum. Heimili og skóla hefur verið sent þetta myndarlega rit, og er það hvorki meira né minna en 238 blaðsíður með miklum fjölda greina og mynda. Blaðsíðutalið segir þó ekki mikið, þegar um gildi bóka er að ræða, hitt er meira um vert, að ritið flytur fjölda fróðlegra greina, svo sem persónusögur, marga þætti um menn- ingarlíf í Vestmannaeyjum, bæði fyrr og síðar, þróun atvinnumála og margt fleira, og þegar þess er gætt, að þetta er 22. árgangur ritsins, má nærri geta, að hvergi mun vera að finna annan eins fróðleik um sögu Vestmannaeyja og hér, og mun ekki nokkurt byggðarlag á ís- landi eiga slíkar heimildir um sögu sína síð- astliðna hálfa öld og jafnvel lengur. Þegar á þetta er litið, hygg eg að ókomnar kynslóðir standi í mikilli þakkarskuld við Þorstein skólastjóra Víglundsson, sem hefur alltaf verið ritstjóri Bliks. Hann hefur með þessari útgáfu haldið mörgu til haga úr sögu Eyja, sem annars hefði glatazt. Þetta rit hefst á hugvekju eftir ritstjórann, sem hann flutti við skólasetningu haustið 1960. Það er fyrir margra hluta sakir langat- hyglisverðasta greinin, og ég trúi ekki öðru en að hún róti við hugum manna, einkum í Vestmannaeyjum, og það hlýtur að vera ósk allra, einnig utan Eyja, að hinum harðdug- legu Eyjabúum takist að ráða bót á því vanda- máli, sem þar er rætt. Blik er Gagnfræðaskólanum í Vestmanna- eyjum til sóma. Umferðabókin. Svo nefnist lítil bók, sem Ríkisútgáfa náms- bóka hefur gefið út og flytur, eins og nafnið bendir til, leiðbeiningar um umferðamál. Þetta er hin þarfasta og girnilegasta bók og ætti að geta orðið mikil hjálp við kennslu í umferðareglum. I bókinni er fjöldi litmynda til skýringar lesefninu, og hér er umferðaregl- unum gerð rækilegri skil og betri en áður hefur sézt á prenti. Bókin er í smáköflum, og

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.