Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 10
BIRGIR THORLACIUS:
Skólafrum-
vörpin nýju
Skólafrumvörpin hafa mikið verið
á dagskrá að undanförnu, enda er hér
um mál að ræða, sem varðar alla
þjóðina.
Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri
og formaður grunnskólanefndar, hef-
ur sýnt blaðinu þá velvild að skrifa
ágæta og skilmerkilega grein um
frumvörpin.
Frumvörp til laga um grunnskóla og
skólakerfi voru lögð fyrir Alþingi í byrjun
febrúarmánaðar. Þau eiga sér þá forsögu,
að fyrrverandi menntamálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason, skipaði nefnd í júlí 1969
til þess að endurskoða fræðslulöggjöfina.
2 — HEIMILI OG SKÓLI
Skilaði nefndin lagafrumvörpum síðla árs
1970, sem lögð voru fram á Alþingi sem
stjórnarfrumvörp í janúarmánuði 1971.
Ráðherrann lét þess getið, að frumvörpin
væru þá lögð fram fyrst og fremst til þess
að kynna þau, en að hann ætlaðist í raun-
inni ekki til þess, að þau yrðu afgreidd á
því þingi. Frumvörpunum var yfirleitt vel
tekið við fyrstu umræðu í þinginu og vís-
að, eins og venja er til um slík mál, ti3
menntamálanefndar deildarinnar. Nefndin
skilaði ekki áliti og frumvörpin komu aldr-
ei til 2. umræðu.
I kjölfar alþingiskosninga sumarið 1971
urðu stjórnarskipti. Hinn nýi menntamála-
ráðherra, Magnús Torfi Olafsson, skipaði