Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 32
OLGEIR LÚTERSSON,
bóndi, Vatnsleysu í Fnjóskadal, S.-Þing.:
Því miður hef ég ekki haft tækifæri til
að kynna mér frumvarpið sjálft, en hef ögn
reynt að mynda mér skoðun á því út frá
málflutningi fjölmiðla og einstaklinga.
Eg tel það höfuðkost frumvarpsins, að
það stuðlar að því að bæta menntunarað-
stöðu barna og unglinga í sveitum landsins
til móts við það, sem er í þéttbýli.
Þá tel ég það til meginkosta frumvarps-
ins, að lengja skólaskylduna í 9 ár, því
þannig ná unglingarnir því mikilsverða
námsstigi í sama áfanga, að eiga beinan
aðgang að framhaldsskóla. Börn með trega
eða seinþroska námsgáfu líða mest fyrstu
námsárin í skóla, en myndu trúlega hafa
mest not af níunda skyldunámsárinu.
Akvæði laganna um námsgreinaval og
styttingu skyldunámstímans með tilliti til
námshraða nemandans, tel ég lil góðra
kosta.
Eg tel það annmarka á frumvarpinu, að
það gerir ráð fyrir lengri árlegum skóla-
tíma en 7 mánuðum í sveitunum. Bændur
eru yfirleitt einyrkjar og geta ekki án hjálp-
ar barna sinna verið á annatímum, eins og
yfir göngurnar á haustin og um sauðburð-
inn á vorin, og börnin njóta þess að vera
með í þessum störfum.
Vikuleg kennsla má ekki vera nema 5
daga í sveitum vegna lengri ferða barnanna
frá og að skólanum um helgar.
Eg álít það óheppilegt, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, að úrskurðarvald um skóla
og fræðslumál sé í höndum menntamálaráð-
herra, sem er hápólitískur aðili. Skiptast
tíðum á um þetta valdasæti menn með and-
stæðar skoðanir á þessum málum sem öðr-
24 — HEIMILI OG SKÓLI
um. Getur slíkt verið til tjóns fyrir farsæla
mótun þessara mála. Urskurðarvaldið ætti
að vera í höndum sérstaks ráðs lærðs fólks
um skólamál og andlegt líf barna og ungl-
inga, og starfi það í tengslum við mennta-
málaráðuneytið.
Frumvarpið veitir heimild til stofnunar
foreldrafélaga, er starfi í tengslum við
skólana, en um þetta hefði þurft að vera
beint lagaákvæði. Það er börnunum mikil
örvun og styrkur, að foreldrarnir fylgist
með skólastarfinu og sýni námi barna sinna
áhuga, sem má þó ekki stafa af metnaðar-
girni, er hvetji til óheilbrigðs samkeppnis-
anda meðal barnanna um hæstu prófeink-
unn. Mun þá hættara við námsleiða hjá
þeim börnum, sem seinfærari eru í nám-
inu, og finna sig þess ekki fær að vinna
nokkra námssigra í þeim anda. Maðurinn
er samfélagsvera og í þeim anda eiga for-
eldrar og skóli að þroska börnin.
JÓN ÍSBERG,
sýslumaður, Blönduósi, Austur-Hún.:
Höfuðkosti frumvarpsins tel ég vera þá
stefnu eða anda, sem sagður er vera frum-
varpsins, að ljúka öllu daglegu námi í skól-
anum og að börnum og unglingum verði
skipað í bekki eða annir eftir getu og ár-
angri, en ekki fæðingardögum.
Vinnutíminn styttist hjá fullorðna fólk-
inu, en börnin okkar verða stundum að lesa
fram á kvöld, ef þau eiga að geta fvlgzt með
og annað heimaverkefnunum. Nám er vinna
og á að ljúka á vinnustað. Það sem „unnið“
er heima, á að vera þannig, að litið sé á
það sem dægradvöl, þ. e. lestur bóka og
skoðun fræðandi mynda o. s. frv. Þeim sem