Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 19
starfsmenntun, þurfa að verja vaxandi tíma
til fræðslu um sérgreinar sínar og gera því
harðnandi kröfur til almennrar undirbún-
ingsmenntunar nýnema. Af þessu hlýzt, að
8 ára skyldunámið, sem upp var tekið í
kjölfar fræðslul. frá 1946, veitir eitt sér
dvínandi möguleika, þverrandi aðgang að
framhaldsnámi. Bitnar þetta harðast á þeim
byggðarlögum, sem vegna strjálbýlis eiga
erfiðast með að sjá uppvaxandi kynslóð
fyrir fræðslu, sem brúar bilið milli skyldu-
náms og þeirra námsáfanga, sem veita rétt-
indi til inngöngu í sérskóla.
Þjóðfélagið er komið á það stig tækni og
verkaskiptingar, að sérmenntunar af ein-
hverju tagi er krafizt til flestra starfa og
allra þeirra, sem eftirsóknarverðust þykja.
Skyldunámið eitt veitir ekki aðgang að
framhaldsskólamenntun. Þetta verður óhjá-
kvæmilega til að ýta undir flutning fólks
frá byggðarlögum, sem geta ekki boðið
skólagöngu fram yfir skyldunám, til staða,
þar sem aðgangur að frekara námi er greið-
ur. Mest rekur þetta misræmi á eftir þeim
fjölskyldum að færa sig um set úr strjál-
býli í þéttbýli, sem ríkasta áherzlu leggja
á að tryggja börnum sínum fyllsta aðgang
að framhaldsmenntun.
Eg held, að það sé óþarfi, að ég útmáli
frekar fyrir hv. d., hvað hér er að gerast.
Upp er komið í landinu alvarlegt misrétti.
Aðgangi að skólagöngu eftir að skyldunámi
lýkur, er svo misskipt, að þetta atriði eitt
út af fyrir sig veldur mælanlegri röskun á
búsetu strjálbýlinu í óhag. Sé ekkert gert,
hlýtur þessi röskun að ágerast, því að fyr-
irsjáanlegt er, að kröfur til sérmenntunar
eiga enn eftir að aukast.
Ráðið við þessum vanda er aðeins eitt:
að rétta hlut strjálbýlisins, að leitast við að
tryggja, að enginn þurfi vegna búsetu þar
að fara á mis við að afla sér réttinda til að
leggja stund á framhaldsnám. Til þess að
svo megi verða, þarf að stíga til fulls skref-
ið, sem stigið var til hálfs með fræðslul. frá
1946, gera skólakerfið samfellt, svo að þar
taki hvert þrepið við af öðru, enginn þurfi
að komast þar í þrot, vegna þess að heima-
byggð hans hafi ekki aðgang að skóla, sem
veiti honum réttindi til frekara náms. Meg-
inmarkmið frv. um skólakerfi og um grunn-
skóla er að koma því til leiðar, að öll upp-
vaxandi kynslóð í landinu, án tillits til bú-
setu, komi úr almennu undirbúningsnámi
með jöfn réttindi til framhaldsnáms. Að
sjálfsögðu er vandi að ná þessu marki við
íslenzka staðhætíi, en sá vandi er ekki ó-
leysanlegur, ef vilji er fyrir hendi.
Ráðið til að brúa bilið, sem nú ríkir víða
um land milli undirstöðumenntunar, sem
kostur er á í heimahögum, og framhalds-
menntunar, er að auka við skyldunámið að
því marki, sem þorri hvers aldursflokks
verður nú þegar aðnjótandi á þeim stöðum,
þar sem aðgangur er greiðastur að skólum.
Með því að fækka námsstigum á jafnframt
að vera unnt að gera námið markvissara og
samfelldara. Asamt nokkurri lengingu
skólaársins á þetta að hrökkva til, að 9 ára
nám skili nemendum með hliðstæðan undir-
búning undir frekari skólagöngu og nú fæst
með 10 ára námi. Þetta þýðir, að eftir
skyldunám í grunnskóla á nemandi að vera
fær um að hefja nám í menntaskóla eða
sérskólum, sem gera svipaðar undirbúnings-
kröfur. Með þessu móti styttist námsferill
þeirra, sem framhaldsnám stunda eftir
grunnskóla, um eitt ár, miðað við það, sem
verið hefur.
HEIMILI OG SKÓLI — 11