Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 19
starfsmenntun, þurfa að verja vaxandi tíma til fræðslu um sérgreinar sínar og gera því harðnandi kröfur til almennrar undirbún- ingsmenntunar nýnema. Af þessu hlýzt, að 8 ára skyldunámið, sem upp var tekið í kjölfar fræðslul. frá 1946, veitir eitt sér dvínandi möguleika, þverrandi aðgang að framhaldsnámi. Bitnar þetta harðast á þeim byggðarlögum, sem vegna strjálbýlis eiga erfiðast með að sjá uppvaxandi kynslóð fyrir fræðslu, sem brúar bilið milli skyldu- náms og þeirra námsáfanga, sem veita rétt- indi til inngöngu í sérskóla. Þjóðfélagið er komið á það stig tækni og verkaskiptingar, að sérmenntunar af ein- hverju tagi er krafizt til flestra starfa og allra þeirra, sem eftirsóknarverðust þykja. Skyldunámið eitt veitir ekki aðgang að framhaldsskólamenntun. Þetta verður óhjá- kvæmilega til að ýta undir flutning fólks frá byggðarlögum, sem geta ekki boðið skólagöngu fram yfir skyldunám, til staða, þar sem aðgangur að frekara námi er greið- ur. Mest rekur þetta misræmi á eftir þeim fjölskyldum að færa sig um set úr strjál- býli í þéttbýli, sem ríkasta áherzlu leggja á að tryggja börnum sínum fyllsta aðgang að framhaldsmenntun. Eg held, að það sé óþarfi, að ég útmáli frekar fyrir hv. d., hvað hér er að gerast. Upp er komið í landinu alvarlegt misrétti. Aðgangi að skólagöngu eftir að skyldunámi lýkur, er svo misskipt, að þetta atriði eitt út af fyrir sig veldur mælanlegri röskun á búsetu strjálbýlinu í óhag. Sé ekkert gert, hlýtur þessi röskun að ágerast, því að fyr- irsjáanlegt er, að kröfur til sérmenntunar eiga enn eftir að aukast. Ráðið við þessum vanda er aðeins eitt: að rétta hlut strjálbýlisins, að leitast við að tryggja, að enginn þurfi vegna búsetu þar að fara á mis við að afla sér réttinda til að leggja stund á framhaldsnám. Til þess að svo megi verða, þarf að stíga til fulls skref- ið, sem stigið var til hálfs með fræðslul. frá 1946, gera skólakerfið samfellt, svo að þar taki hvert þrepið við af öðru, enginn þurfi að komast þar í þrot, vegna þess að heima- byggð hans hafi ekki aðgang að skóla, sem veiti honum réttindi til frekara náms. Meg- inmarkmið frv. um skólakerfi og um grunn- skóla er að koma því til leiðar, að öll upp- vaxandi kynslóð í landinu, án tillits til bú- setu, komi úr almennu undirbúningsnámi með jöfn réttindi til framhaldsnáms. Að sjálfsögðu er vandi að ná þessu marki við íslenzka staðhætíi, en sá vandi er ekki ó- leysanlegur, ef vilji er fyrir hendi. Ráðið til að brúa bilið, sem nú ríkir víða um land milli undirstöðumenntunar, sem kostur er á í heimahögum, og framhalds- menntunar, er að auka við skyldunámið að því marki, sem þorri hvers aldursflokks verður nú þegar aðnjótandi á þeim stöðum, þar sem aðgangur er greiðastur að skólum. Með því að fækka námsstigum á jafnframt að vera unnt að gera námið markvissara og samfelldara. Asamt nokkurri lengingu skólaársins á þetta að hrökkva til, að 9 ára nám skili nemendum með hliðstæðan undir- búning undir frekari skólagöngu og nú fæst með 10 ára námi. Þetta þýðir, að eftir skyldunám í grunnskóla á nemandi að vera fær um að hefja nám í menntaskóla eða sérskólum, sem gera svipaðar undirbúnings- kröfur. Með þessu móti styttist námsferill þeirra, sem framhaldsnám stunda eftir grunnskóla, um eitt ár, miðað við það, sem verið hefur. HEIMILI OG SKÓLI — 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.