Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 28

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 28
eins mikill akkur fyrir strjálar byggðir og margir vilja vera láta. Eg vil undirstrika það, og taka skýrt fram, að mér finnst hug- sjón þeirra ákaflega góðra gjalda verð og tek undir hana heils hugar. Við eigum auð- vitað að reyna að gera þetta frv. þannig úr garði, að sem allra mestur jöfnuður verði til náms í landinu, bæði eftir efnum og ástæðum fólks og eftir búsetu. Hitt er svo annað mál, að við þurfum að gaumgæfa það, hvort við erum í raun og veru að vinna að þessu marki, sem við erum að setja. Þegar það er fyrst og fremst talið, að forsenda fyrir þessu ákvæði um lengingu skólaskyldunnar og lengingu árlegs skóla- árs, sé jafnréttisatriði fyrir strjálbýlið, finnst mér, að við eigum að staldra við og spyrja: Hvernig gætum við náð þessu marki á annan hátt, ef við vildum ná því að jafna aðstöðu þeirra, sem í strjálbýlinu búa? ÓLAFUR G. EINARSSON, alþingismaður: Mér sýnist sú stefna vera rétt, að miða fræðsluumdœmin við kjör- dæmin. Ég hef látið í ljós þá skoðun áður, að í sambandi við skólamál, eins og reyndar margt fleira, mætti mjög einfalda samskipti ríkisins og sveitarfélaganna. Og ég læt í ljós vonbrigði yfir því, að það skuli ekki hafa verið höggvið þarna betur á hnútana en mér sýnist gert með þessu frv. Enn þá eru samskipti ríkisins og sveitarfélaganna varðandi skólamál allt of flókin, og þar má sérstaklega nefna hin fjárhagslegu sam- skipti. Þar hefur verið um miklar flækjur 20 — HEIMILI OG SKÓLI að ræða á undanförnum árum, og ég hefði talið, að nú hefði gefizt gott tækifæri til að greiða úr, en það finnst mér ekki gert, og bendi ég t. d. á 80. gr. Varðandi skiptingu landsins í fræðslu- umdæmi, þá sýnist mér sú stefna vera rétt að miða fræðsluumdæmin við kjördæmin. Umdæmaskipting landsins er þegar allt of flókin, og þess vegna styð ég það, að farið sé eftir þessari skiptingu. Hins vegar læt ég í ljós ýmsar efasemdir um, að þetta dugi. Þar sem ég þekki bezt til, í Reykjaneskjör- dæmi, efast ég um, að það gagni að hafa eina fræðsluskrifstofu fyrir allt kjördæm- ið. Eg teldi eðlilegra að hafa þær þrjár. Það eru tvær starfandi nú þegar, í Kópa- vogi og í Hafnarfirði. Eg held, að það sé erfitt að leggja þessar skrifstofur niður, og ef þær ættu að starfa áfram, væri eðlilegt, að sú þriðja kæmi á Suðurnesjum, t. d. í Keflavík. Það er gert ráð fyrir því í þessu frv., að fræðslustjóri sé skipaður af ráðherra. Ég er ekki sammála þessu, tel heppilegra, að fræðslustjórinn væri ráðinn af landshluta- samtökunum. Mér er ljóst, að ýmislegt mæl- ir með þeirri aðferð, sem gert er ráð fyrir í frv., en ef eitthvað býr á bak við það, að þarna eigi raunverulega að dreifa valdinu, sýnist mér hitt heppilegra. Landshlutasam- tökin eiga að reka fræðsluskrifstofurnar, og mér sýnist það rökrétt þess vegna, að fræðslustjórinn sé ráðinn af heimamönnum. Eg held sem sagt, að þama hafi gefizt betra tækifæri en notað er til að veita sveitarfélög- unum meira vald en þau nú hafa. Um þá stefnu virðast allir vera sammála, en það verður aftur minna úr framkvæmdum og tækifærin em látin ganga sér úr greipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.