Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 57

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 57
ið yrðu fullbyggð í byrjun ársins 1971, vesturálman í lok þess árs, en kennsluhús- næði fyrir árslok 1972. Þi'átt fyrir ýmsa erfiðleika hefur tekist að fylgja þessari á- ætlun í aðaldráttum. Kennsla hafin Hafin var kennsla í 2 bekkjum haustið 1971. Var hluti af heimavistarrými notað- ur fyrir kennslustofur til bráðabirgða. I haust var svo bætt við miðskóla- og lands- prófsdeild. Era nemendur nú 92 og má segja, að hver smuga sé notuð. Sem kennslu- stofa er notað það pláss, sem í framtíðinni er hugsað sem bókasafn og lesstofa. Einnig hluti af því rými, sem ætlað er kennurum til afnota, þegar skólinn stækkar. Ibúðir vantar alveg fyrir helming kentiaranna. Einnig aðstöðu fyrir verklegt nám og fönd- ur, íþróttahús, sundlaug, gagnfræða- eða framhaldsdeild. Það er því mikið verkefni framundan, þótt 1. áfanga sé náð. Og ég vil heita á alla þá áhrifamenn, sem hér eru mættir, að veita okkur öflugan stuðning við áframhaldandi uppbyggingu þessa mennta- seturs. Byggingarnefndinni er það að sjálfsögðu ljóst, að eftir á má benda á ýmislegt, sem hagkvæmara hefði verið að haga á annan hátt. Svo vill oftast verða. En hún og aðrir, sem að hafa unnið, hafa m. a. það sér til afsökunar, að á þeim fáu árum síðan und- irbúningur hófst, hefur viðhorf skólamanna tekið miklum breytingum. Til dæmis var þá talað um sem æskilegan hlut, að ungl- ingarnir gætu litið á heimavistina sem heimili sitt þann tíma, sem skólinn stend- ur, sameiginlegt heimili með kennurum og starfsfólki, en ekki aðeins sem vinnustað. Þá var ekki farið að tala um, að ungling- Heimavistarherbergi. arnir dveldu heima 3 nætur í hverri viku, og fengju þar öll þjónustubrögð. Haldi við- horfin áfram að breytast með sama hraða, þyrfti helzt að vera hægt að byggia skóla- hús eins og leikfangahús, sem hægt er að laka sundur og setja saman á marga vegu. Eg veit ekki, hvernig arkitektum mundi lít- ast á það. Mörgum ber að þakka Byggingarnefndin hefur við þetta tæki- færi mörgum þakkir að flytja. Eg mun láta nægja að flytja öllum sameiginlega, sem að byggingunum hafa unnið, þakkir nefndar- innar fyrir mikið og gott starf. Einnig kon- um þeim, sem hafa séð um fæði fyrir þenn- an stóra hóp. Og þá sérstaklega Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, sem lengst gegndi því starfi við miklar vinsældir. Við þökkum fyrrv. menntamrh., Gylfa Þ. Gíslasyni, og fræðslumálastjóra, Helga Elíassyni, þeirra þátt í undirbúningsstarf- inu. Einnig Valgarði Haraldssyni, námsstj., fyrir hans forgöngu. Þá viljum við þakka öllum hv. alþm. þessa kjördæmis þeirra stuðning við okkar málstað. Af eðlilegum HEIMILI OG SKÓLI — 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.