Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 56
miðaður við stærri skóla. Leiddi það til
þess, að greiðsluhlutfall sveitarfélaganna í
heild varð mjög óhagstætt, hlutur þeirra
mörgum milljónum hærri en reiknað hafði
verið með. Vegna margvíslegra ráðstafana,
sem þegar höfðu verið gerðar til undirbún-
ings framkvæmda á þessu sumri, töldum
við varla hægt að fresta framkvæmdum enn
um óákveðinn tíma. Gerðum við oddvitum
hinna aðildarhreppanna grein fyrir þeim
stórauknu framlögum sveitarfélaganna, sem
búast mætti við, og vont þeir á sama máli.
Ef við létum teikna og byggja 2ja vetra
unglingaskóla nákvæmlega eftir normi,
hefði hlutur sveitarfél. orðið miklu minni,
en þá töldum við litlar líkur til, að sá skóli
fengist stækkaður í fyrirsjáanlegri framtíð,
þar sem þá yrði aftur að byggja frá grunni
álta aðstöðu vegna þeirra deilda,- sem við
yrði bætt. Hins vegar vildum við ógjarna
binda sveitarfélögunum þessa þungu bagga,
nema fá staðfestingu ráðuneytisins á því,
að samþykkt yrði af þess hálfu áframhald-
andi uppbygging skólaseturs á Hrafnagili.
Ut úr því fengum við skriflega yfirlýsingu
ráðherra um, að ráðuneytið samþykki fyr-
ir sitt leyti, að á Hrafnagili verði barna- og
miðskóli, þ. e. þriggja vetra skóli eftir
barnapróf. Með tilliti til endurskoðunar
fræðslukerfisins vildi hann ekki að svo
stöddu taka ákvörðun um 4. bekk gagn-
fræðastigsins. Þetta töldum við þó allmikið
skref í áttina, þar sem það mundi, eins og
nú er fram komið, opna leið beint úr
Hrafnagilsskóla í menntaskóla og sérskóla,
sem gera miðskólapróf að inntökuskilyrði.
Og í trausti þess, að við fengjum að njóta
þess, sem síðar kynni að ávinnast í samn-
ingum sveitarfélaganna og sambands þeirra
við ráðuneytið, var samningsuppkastið
48 — HEIMILI OG SKÓLI
undirritað sem bráðabirgðasamkomulag, og
var framkvæmdaleyfi þar með fengið.
Framkvæmdir hafnar
Voru nú framkvæmdir hafnar af fullum
krafti, og hefur verið unnið stanzlaust síð-
an. Nokkrum töfum olli, að grunnur reynd-
ist ekki eins góður og búist hafði verið við.
Tókst þó á þessu ári, 1969, að steypa upp
norðurálmu heimavistar, mötuneytið að
miklu leyti og undisstöður vesturálmu.
Jafnframt var unnið að undirbúningi
endanlegra samninga við ríkið, í samvinnu
við byggingarnefndir annarra skóla í kjör-
dæminu og Samband ísl. sveitarfélaga. Full-
trúar þess í samstarfsnefnd um framkvæmd
skólakostnaðarlaga unnu að hagsmunum
sveitarfélaganna af mikilli þrautseigju, og
ráðuneytið hliðraði sérstaklega til við þá
skóla, sem undirbúnir' voru áður en norm-
in komu til sögunnar.
í byrjun marz 1970 var aftur lagt af stað
í samningaferð, ásamt fulltrúum Stóru-
tjarnarskóla og Hafralækjarskóla. Og eftir
nokkra daga fundahöld var undirritaður
nýr samningur, allmikið hagstæðari en
bráðabirgðasamkomulagið. Greiðsluhlut-
fall hreppanna var nú ákveðið 25% af
heildarkostnaði, og verður þannig aldrei ó-
hagstæðara en eftir gömlu lögunum. Rými,
sem ekki var viðurkennt, að félli undir
norm, var nú komið ofan í 387 fermetra og
tekið fram, að ef eitthvað af því félli undir
norm síðar vegna stækkunar skólans, þá
greiddi ríkið sinn hluta í því. Kennsluhús-
næðið var nú tekið með í 1. áfanga, en
honum skipt í 4 smærri hluta, og greiðslur
úr ríkissjóði áætlaðar eftir því, sem hverj-
um hluta fyrir sig miðaði áfram. Var áætl-
að, að norðurálma heimavistar og mötuneyt-