Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 42
BALDUR RAGNARSSON,
starfsmaður skólarannsókna:
IVIálið og skólinn
Matið og kennarinn
Allt skólastarf er háð máli. Nemendur
verða að nota kunnáttu sína í málinu til að
reyna að ná valdi á margs konar námsefni
auk þess sem ætlazt er til, að námið auki
málhæfni þeirra. Ollum kennurum, hvaða
námsgrein sem þeir kenna, verður að vera
ljóst, að málið er óaðskiljanlegur hluti alls
náms, sem fram fer í skólanum. Nútíma
rannsóknir á tengslum máls og hugsunar og
kenningar um eðli málsins og nám þess
gera auðveldara og tímabærara en áður að
öðlast skilning á sambandi starfs og máls.
Við verðum að átta okkur á því, að málið
á ekki að vera viðfangsefni sérfræðinga
einna, heldur kemur það okkur öllum meira
við en flest annað. Tími er kominn til að
íhuga, hvað beri að bæta í starfi skólanna,
svo að málið þjóni sem bezt í þágu alls
náms, en sé ekki lengur hindrun eða háski
í vegi nemenda.
34 — HEIMILI OG SKÓLI
Nauðsynlegt er að efna til meiri umræðu
um hagnýtar aðgerðir, sem horfi til raun-
verulegra framfara í þessum efnum. Sér-
kennarar hinna ýmsu námsgreina þurfa að
ræðast við um málið, málfar nemendanna
og eigið málfar og bera saman viðhorf sín.
Samband þarf að komast á milli móður-
málskennara og kennara í öðrum greinum,
með þeim þarf að takast samstarf um könn-
un á mállegu atferli, bæði eigin atferli og
nemenda, við ýmsar aðstæður. í sameiningu
mætti hugleiða og ræða um mismun munn-
legrar og skriflegrar málnotkunar og gildi
þess fyrir nemendur að orða sjálfir athug-
anir sínar, niðurstöður og viðhorf. Kenn-
arar í hinum ýmsu greinum ættu að veita
nána eftirtekt, hvaða áhrif fylgja því að
veita nemendum aðstöðu til að láta í ljós
frjálst og óþvingað persónulegar skoðanir
sínar og viðhorf til nýrra viðfangsefna í
námi. Kennarar ættu sameiginlega að fjalla