Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 61

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 61
möguleikar í námi, sem miðist við að veita þeim undirbúning undir það framhalds- nám, sem hugur þeirra stendur til og hent- ar þeim. Þar af leiðir, að nám þetta getur aðeins farið fram í skólum, sem eru nokk- uð stórir og geta boðið upp á fjölbreytta kennslu og sérhæfða kennara. Ljóst má vera af framansögðu, að þess- ir tveir hlutar hins almenna náms, upphaf og lok þess, gera mjög frábrugðnar kröfur til skólaskipunar í strjálbýli og er hér á eftir reynt að taka það til greina, sem auðið er. Þess ber að gæta, að þær hugmyndir, sem hér eru fram settar, ber að skoða sem til- lögur til umræðu. A þessu stigi málsins hafa þær þann tilgang einan að kynna ný viðhorf og nýja möguleika og kanna hug manna til þeirra. Almennar forsendur 1. Miðað verður við níu ára skólagöngu, þ. e. einu ári lengri tíma en núverandi fræðsluskylda er. Er það gert annars vegar með tilliti til væntanlegrar breytingar á skólaskyldu í það horf, og hins vegar með tilliti til þess, að nú er svo komið, að ungl- ingapróf er vart lengur nægjanlegt til nokk- urs framhaldsnáms. Því verður að gera ráð fyrir, að nemendum sé búin leið a. m. k. að miðskólaprófi, samhliða uppbyggingu nú- verandi skyldunáms. 2. Litið er á þessi 9 skólaár sem sam- fellda heild en ekki skipt í barna- og ungl- ingaskóla við vissan aldur nemenda, eins og verið hefur undanfarið. Skipting nemenda á ákveðnar stofnanir verður gerð með til- liti til kennslu, staðhátta og hagkvæmni. 3. Gerðar verða vissar kröfur með tilliti til bekkjarskiptingar og kennslu. Verið er að vinna að endurskoðun námsskrár og munu að líkindum verða nokkuð miklar breytingar á námsefni, einkum í barnaskól- um. M. a. mun ætlað að hefja kennslu í raungreinum (stærðfræði, eðlis- og efna- fræði og líffræði) og í erlendum tungumál- um miklum mun fyrr en nú er gert, eða á 4.-5. námsári. Þessi kennsla er þess eðlis, að hún krefst sérhæfðrar kennslu, kennslu- tækja og aðstöðu, sem vart getur verið fyr- ir hendi í smáum skólum og nýtist þar illa. Auk þess verður gert ráð fyrir, að nemend- um gefist kostur á nokkru valfrelsi á námi undir lok þessara níu skólaára. Þær lág- markskröfur, sem hér er miðað við, eru í stuttu máli: a) Tvær námslínur á 8. og 9. námsári. b) Aldursskipt kennsla á 5., 6. og 7. náms- ári. c) Skólar með kennslu fyrir 6.—9. náms- ár eða hluta þeirra, hafi minnst 4—5 kennurum á að skipa. 4. Akstur verði nýttur sem auðið er eða aðrir þeir möguleikar, sem gert er ráð fyrir í reglugerð nr. 26/1971 um rekstrarkostn- að skóla. Fyrir nemendur af þeim svæðum, sem ekki standa í daglegu aksturssam- bandi við skóla, verður að gera ráð fyrir heimavistardvöl eða öðru fyrirkomulagi, sbr. framangreinda reglugerð, þó þannig, að þeim sé ekið beim um hverja helgi. For- eldrar yngstu barna, þ. e. á aldrinum 7—8 ára, munu þó ógjarnan vilja hafa börn sín í heimavist. Kennslu þeirra má þó ekki van- rækja, þar sem hún er eitt mikilvægasta veganesti komandi skólagöngu. Bæði er, að hún mótar mjög tjáningarþroska barnsins og eins ber hins að gæta, að á 4.—5. náms- ári mun framvegis hefjast kennsla í erlend- um tungumálum og raungreinum og krefst HEIMILI OG SKÓLI — 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.