Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 12
39. Tónlistarskólanum í Reykjavík.
40. Ungmennafélagi Islands.
41. Verzlunarráði Islands.
42. Vinnuveitendasambandi Islands.
43. Æskulýðsráði ríkisins.
44. Æskulýðssambandi íslands.
Þá hélt menntamálaráðherra fund með
fréttamönnum þriðjudaginn 9. janúar og
var þar greint frá efni frumvarpanna í meg-
inatriðum.
Ráðgert hafði verið, að nefndarmenn
kynntu frumvörpin á fundum víðsvegar um
land, þegar ríkisstjórnin hefði kynnt sér
þau, og áður en þau yrðu lögð fyrir Al-
þingi, þar sem hér væri í undirbúningi lög-
gjöf, sem varðaði þjóðina í heild og hvern
einstakling afar miklu og hefði áhrif á
grundvallarmenntun þjóðarinnar um mörg
ókomin ár, en þar sem nefndin gat ekki
lokið endurskoðuninni eins snemma og hún
hafði ætlað sér, þá gat ekki orðið af kynn-
ingarfundum fyrr en eftir áramót.
En 11. janúar hófust þessi fundir og hinn
síðasti var haldinn 11. marz. Þeir voru aug-
lýstir í útvarpi og dagblöðum, og öllum að
sjálfsögðu heimilt að sækja þá og taka þátt
í umræðum. Tilhögun fundanna var sú, að
nefndarmenn skiptu nokkuð með sér verk-
um bæði um að sækja fundina og um að
skýra efni frumvarpanna. Síðan ræddu
fundarmenn frumvörpin og báru fram fyr-
irspurnir, sem nefndarmenn leituðust við
að veita sem gleggst svör við. Flestir fund-
anna voru mjög vel sóttir, miklar umræður
og mikill áhugi ríkjandi um efni frumvarp-
anna.
Því miður hafði ekki allsstaðar tekizt að
dreifa frumvörpunum nægilega snemma til
manna fyrir fundina, en þeir sem ekki
4 — HEIMILI OG SKÓLI
höfðu séð þau áður, gátu fengið þau á fund-
unum, og leituðust framsögumenn við að
rekja efni frumvarpanna allítarlega.
Rétt er að geta þess hér til fróðleiks hvar
og hvenær fundirnir voru haldnir:
1. Höfn í Hornafirði fimmtud. 11. jan.
1973,
2. Neskaupstað föstudaginn 12. s. m.,
3. Egilsstöðum laugardaginn 13. s. m.,
4. Kópaskeri sunnudaginn 14. s. m.,
5. Patreksfirði þriðjudaginn 16. s. m.,
6. Isafirði miðvikudaginn 17. s. m.,
7. Húsavík föstudaginn 12. janúar,
8. Akureyri laugardaginn 13. s. m.,
9. Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn
14. s. m.,
10. Reykjaskóla í Hrútafirði mánudaginn
15. s. m.,
11. Stykkishólmi þriðjudaginn 16. s. m.,
12. Akranesi þriðjudaginn 16. s. m.,
13. Selfossi fimmtudaginn 8. febrúar,
14. Reykjavík fimmtudaginn 15. s. m.,
15. Hafnarfirði föstudaginn 16. s. m.,
16. Keflavík mánudaginn 19. s. m.,
17. Selfossi mánudaginn 26. s. m.,
18. Vík í Mýrdal sunnudaginn 11. marz.
Eins og menn sjá, voru haldnir tveir
fundir á Selfossi, og krefst það skýringa.
Fyrri fundurinn þar var boðaður og hald-
inn á fimmtudegi klukkan 14.30. Áður en
fundur hófst, kvaddi heimamaður sér hljóðs
og ávítaði fundarboðendur fyrir að velja
þennan fundartíma, þar sem vitað væri, að
foreldrar og aðrir væru bundnir við ýmis
störf og ættu erfitt eða ómögulegt að sækja
fund á þessum tíma. Bæri mönnum því að
neita að taka þátt í þessu fundarhaldi og
krefjast fundar á öðrum og hæfilegri tíma,
annaðhvort á sunnudegi eða að kvöldlagi.