Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 22
viðhaldið stefnumörkun, sem í rauninni var
grundvölluð þegar með setningu fræðslu-
laga árið 1907.
Frv. það, sem hér liggur fyrir, boðar
vissulega enga byltingu í skólamálum.
Menn þurfa ekki að óttast það þess vegna.
Það er miklu minni breyting en margir vilja
vera láta, þótt lögfest sé 9 ára skólaskylda
og árlegur skólatími lengdur að auki. Hér
er miklu fremur um stigsmun að ræða en
eðlisbreytingu. Það getur ekki talizt til
byltingar, þótt stefnt sé að því á 10 árum
að jafna sem verða má skólagöngu allra
barna og unglinga í landinu og færa starfs-
aðstöðu skólanna til nútímahorfs. Eg held,
að það væri í miklu ósamræmi við metnað
Islendinga á öðrum sviðum þjóðlífsins, ef
við settum okkur lágt markmið í skólamál-
um og þá sérstaklega hvað varðar skyldu-
námið. Hitt er svo annað mál, að við verð-
um án efa að halda vel á spöðunum, ef okk-
ur á að auðnast að gera stefnumið grunn-
skólafrv. að veruleika í ýmsum greinum.
Það kostar ekki einasta mikið fjármagn,
heldur krefst það fyrst og fremst nægilegs
úrvals og framboðs starfskrafta. Frv. um
grunnskóla gerir ráð fyrir mjög víðtækri
sérfræðiþjónustu í sambandi við kennslu
og uppeldisstörf. Hvað það snertir, setur
frv. markið býsna hátt miðað við þá starfs-
getu og sérmenntun, sem nú er fyrir hendi
í landinu. Ef þessu marki á að verða náð,
er augljóst, að þegar í stað verður að hefj-
ast handa um skipulega menntun nauðsyn-
legra sérfræðinga, enda hefur það ekki far-
ið milli mála, að allt þetta kerfi stendur og
fellur með hæfu starfsfólki. Hér er mikill
vandi á höndum, og ég held, að yfirstjórn
fræðslumála verði öðru fremur að beita sér
á þessu sviði nú á næstu árum.
14 — HEIMILI OG SKÓLI
SVAYA JAKOBSDÓTTIR,
alþingismaður:
Stefna verður að því, að allir skól-
ar verði einsetnir.
Ég hefði viljað, að ákveðnari afstaða
hefði verið tekin gegn tví- og þrísetningu
skóla. Þegar sú krafa hefur verið borin
fram af almenningi, að allir skólar verði
einsetnir, hefur því verið borið við, að
skólahúsnæði leyfði ekki slíkt. Mér kemur
því nokkuð spánskt fyrir sjónir, að þegar
samþykkja á ný grunnskólalög, að ekki
virðist gert ráð fyrir, að breyta eigi til á
þessu sviði. Að vísu er ákvæði í 25. gr. um
aðstöðu nemenda í skólanum — mjög mik-
ilvægt ákvæði og stórt skref í átt til félags-
legs réttlætis. En í reynd er hlutverk þess
svipað og hlutverk skóladagheimila. Sízt
vil ég draga úr inikilvægi þess, að skólar
verði jafnframt heimili í því skyni, að menn
hafi þar aðstöðu til þess að læra til næsta
dags. En einmitt þetta orðalag, að menn
skuli „búa sig undir kennslustundir næsta
dags,“ gefur í skyn, að hér sé ekki hugsað
til breytinga á kennsluháttum á þann veg,
að allt námið skuli fara fram í kennslu-
stund. Það orðalag hefði ég frekar viljað
taka upp, og það væri fróðlegt að heyra álit
hæstv. ráðh. á, hvað muni hafa valdið, að
ekki skuli vera ætlunin að breyta til í þessu
efni. En hvort sem sú breyting yrði fram-
kvæmanleg eða ekki, hefði ég talið rétt að
kveða skýlaust á um það í þessari grein, að
við gerð nýs kennsluhúsnæðis skuli vera
aðstaða til framreiðslu matar fyrir nem-
endur. Að öðrum kosti kemur þetta ekkí
nema að hálfu gagni.
Lengingu skólaskyldu og árlegs nám»-
tíma er ég hlynnt. Að vísu hefur nefndin