Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 17
menntamálaráðuneytið starfsáætlun, hús- næði og annan aðbúnað skólans. Kennarar skulu ráðnir og launaðir eftir sömu reglum og kennarar við 1.—6. bekk grunnskóla. 32) Akvæðum um fjármál skólanna er breytt í veigamiklum atriðum. Aðalatriðið er, að miðað er við, að skólarnir fái nægi- legt fé til þess að geta framkvæmt ákvæði námsskrár í öllum hinum mismunandi stærðum og gerðum skóla, ef þeir eru rekn- ir í samræmi við gildandi skólaskipan, en áður bar við, að ekki var samræmi milli þeirra fjárframlaga, sem skólinn átti rétt á, og þeirra, sem hann þurfti til þess að geta framfylgt námsskrá, nema með því móti að fá undanþágur. 33) Nú greiða sveitarfélög rekstrarkostn- að skóla, annan en föst laun, en ríkissjóður endurgreiðir þeim sinn hluta eftir árið. Samkvæmt frumvarpinu greiða báðir aðil- ar kostnaðinn jafnóðum mánaðarlega, sam- kvæmt fyrirframgerðri og samþykktri áætl- un. 34) Meðalfjöldi nemenda í bekkjardeild skal eftir frv. vera 24—25, minnst 20, mest 30 nemendur. Tilhneiging hefur verið til þess að undanförnu að hafa færri í deild- um en þetta, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og órannsakað hér á landi að betri kennslu- árangur náist á þann hátt. 35) Ákvæði lagafrumvarpanna eiga að vera komin að fullu til framkvæmda innan 10 ára frá gildistöku. 36) Árleg aukning í'ekstrarkostnaðar af frumvörpunum, ef að lögum verða, er áætl- uð 289 milljónir króna, þar af er hluti rík- issjóðs 229 millj. króna, en hluti sveitar- félaga 60 millj. kr. Kostnaðaraukinn kemur hins vegar ekki allur fram strax. Á fyrstu 6 árunum er hann talinn verða 44.5—27.5 millj. króna á ári hverju, en 2—4 millj. á ári næstu 4 ár. 37) Til fróðleiks má geta þess, að nem- endur 1972—-73 í barna- og gagnfræða- skólum eru alls 46.558, þar af 17.222 í Reykjavík, 14.561 í öðrum kaupstöðum og 14.775 utan kaupstaða. 38) Nefndin, sem frumvörpin samdi, tel- ur, að sjá þurfi sveitarfélögum fyrir tekjum til þess að standa að sínum hluta straum af kostnaðaraukanum við framkvæmd frum- varpanna. Þess má geta, að samkvæmt fjárlögum 1973 eru ætlaðir 3.6 milljarðar króna til skólamála eða um 16.8% af útgjöldum samkvæmt fjárlögum, og þar að auki eru svo framlög sveitarfélaga. En svo vikið sé aftur að fundahöldunum og vinnubrögðum við samningu frumvarp- anna, þá er þess að geta, að þegar eftir fundina á Norðurlandi voru gerðar veiga- miklar hreytingar á frumvörpunum, svo sem að tvær fræðsluskrifstofur skyldu vera nyrðra, þar sem ein hafði verið ráðgerð áður, og heimild tekin í frv. til þess að nemendur hverfi um sinn frá grunnskóla- námi á síðasta skyldunámsári til þátttöku í atvinnulífinu. Síðan hefur nefndin unnið úr því, sem fram kom á öðrum fundum, og mun fyrir sitt leyti leggja til ýmsar breyt- ingar á grunnskólafrumvarpinu í samræmi við það, sem hún hefur sannfærzt um á fundum, ráðstefnum og af öðrum athugun- um og umræðum um málið. Yera má, að þau nýstárlegu vinnubrögð, sem höfð hafa verið við endurskoðun og kynningu frumvarpanna, gætu orðið heppi- legt fordæmi um gerð sérstaklega mikil- vægra lagafrumvarpa í framtíðinni. HEIMILI OG SKÓLI — 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.