Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 25
nægilegt fé til þess að koma áfram skóla-
byggingum og skapa aðstöðu til þess, að
fræðsluskylda gæti komið að notum. Það
hefur ekki tekizt að koma upp nægum skóla-
mannvirkjum í heimabyggðum nemenda,
svo að þeir gætu með góðu móti sótt skóla
og aflað sér fræðslu eins og hugur þeirra
hefur staðið til. Ef þessum þætti hefði ver-
ið hrundið í framkvæmd, ef ríkisvaldið
hefði haft úr nægum fjármunum að spila og
getað komið upp skólamannvirkjum úti um
land, svo að þeirra væri hvergi skortur, þá
hygg ég, að þessi mikli munur, sem kemur
fram í aths. með frv. um skólasókn nem-
enda úr strjálbýli og þættbýli, væri ekki
fyrir hendi.
FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON,
alþingismaður:
Það er hverjum manni hollt og lífs-
nauðsynlegt að hafa náin kynni af
atvinnulífi þjóðar sinnar
frá bemsku.
Einn af vinum mínum, sem ég sendi þetta
frv. til skoðunar og athugunar, endursendi
mér það með svofelldri áritun á forsíðu:
„Þetta frv. þarf að skoða sérstaklega með
þarfir og getu dreifbýlisins í huga.“ Og
þetta er hverju orði sannara. Það verður
eitt af því erfiðasta að jafna aðstöðu nem-
enda til náms, hvar sem þeir eiga heima í
landinu, svo sjálfsagt og óhjákvæmilegt sem
það er.
Það er rætt um lengingu skólaskyldunn-
ar upp í 9 ár. Eg verð að játa, að ég hef
ekki enn öðlast sannfæringu fyrir því, að
þar sé rétt spor stigið. Það er e. t. v. með-
fram vegna þess, að ég þekkti og þekki svo
svo margt sannmenntað og gagnmenntað
fólk með litla eða nær enga skólagöngu að
baki, sem hefur valdið þeim verkefnum,
sem lífið hefur fært því í hendur, svo vel,
að betur verður ekki gert, og tileinkað sér
mikinn fróðleik og ómælda þekkingu á
mörgum sviðum. En þá segja aðrir: Félags-
leg þróun í nútímaþjóðfélagi er ör. Sú þró-
un kallar á sérmenntað fólk á æ fleiri svið-
um. — Þessu er líklega ekki þægilegt að
andmæla.
Þá er stefnt að því að lengja skólatímann
árlega upp í 9 mánuði. Hér finnst mér einn-
ig, að þurfi að athuga málið vel. Bæði um
þetta atriði og hið fyrra vitna höfundar
frv. mjög til hinna Norðurlandanna. Það
fer að sjálfsögðu vel á því að skyggnast um
borð og bekki há frændþjóðum okkar og
nágrönnum að þessu leyti. Þó er bezt að
hafa slíka athugun til hliðsjónar, en ekki
eftiröpunar eða fordæmis nema þá að mjög
vel athuguðu máli. Enn sem fyrr sýnist mér,
að íslenzka þjóðin þurfi víðar að vinna en
á skólabekkjum. Og það eru margir ungl-
ingar, sem vilja miklu heldur komast sem
fyrst út í atvinnulífið, ef þeir hafa alla
burði til, en sitja í skóla, sem þeir hafa
engan áhuga á. Ég er nær viss um, að mörg-
um knáum strák fer eitthvað á þá leið, þeg-
ar hann ber saman skólann og hin fengsælu
fiskimið, t. d. á Breiðafirði, að honum finn-
ist skólinn vera sem svartur hamar miðað
við glampandi sjóinn. Hann kynni þá að
hugsa eitthvað svipað og Jónas forðum á
ferð sinni fyrir Ólafsvíkurenni:
„Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svartan inn,
ellegar út betur — til þín,
Eggert, kunningi minn?“
HEIMILI OG SKÓLI — 17