Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 41

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 41
óvinnandi verk að kenna stórum 05; sundur- leitum hópi barna. Sú skoðun er líka al- geng, að námið eigi og geti dregið úr og jafnað þennan mun, sem er á nemendum. Sennilega er ekkert fjær sannleikanum og ber þar margt til. Þroskaferill og framfarir barna eru mjög breytilegar og háðar ýmsum ytri aðstæð- um, og eftir að skólagangan hefst, er lík- legt, að hún auki heldur þennan mun en að hún minnki hann. Fyrir nokkru sá ég skýrslu, sem sýndi fræðilega dreifingu á þroskaaldri 100 barna hóps á ákveðnum lífaldri. Yið 4 ára lífaldur má búast við því, að þroskaaldur geti verið frá 2 ár og upp í 6 ár eða 4 ára mismunur. Við 7 ára lífaldur, þegar skólaskylda hefst hér á landi, dreif- ist þroskaaldurinn á bilið 4—10 ár eða 6 ára munur, og við 12 ára lífaldur er bilið orðið 10 ár, eða frá 7 og upp í 17 ára þroskaaldur. Vandamálið er því ekki raunverulega það, að þessi einstaklingsmunur er og verð- ur ávallt til staðar, heldur hvernig á að haga skipulagningu og starfsætlun skólanna til þess að geta mætt þessum mun, þannig að hver einstakur nemandi fái notið sín. Námsskrá getur því aldrei orðið eitthvað ritað plagg, sem segi nákvæmlega til um það, hvað skuli kenna og hvað ekki, börn- um á skólaskyldualdri, — hún er sífellt að breytast og á sífellt að vera í endurskoðun. V. H. Minnisblað frá barnaskólunum: Námsleiðbeiningar. —■ Hvernig vinnur þú? Ertu athugull og áhugasamur? Lærir þú heima á vissum tíma? Hefur þú góðan vinnufrið? Skipuleggur þú vinnuna? Athygli og áhugi Ef þú ert athugull og áhugasamur, getur þú munað mikið. Reyndu alltaf að skilja námsefnið. Skyldurækni Þú hefur ekki jafn mikinn áhuga fyrir öllu. Því verður þú að vilja og vera skyldu- rækinn. Ákveðinn vinnutími Þú skalt venja þig á að læra á ákveðnum tíma dag hvern. Þú ert þreyttur, þegar þú kemur heim úr skólanum. Hvíldu þig. Leiktu þér úti í fersku lofti. Byrjaðu síðan að læra. Vertu ekki úti eftir kl. 8 á kvöldin. V innufriður Ef þú hefur ekki eigið herbergi, þá skaltu finna þér ákveðinn „krók“ í íbúðinni og læra þar. Semdu við vini þína um að koma ekki á meðan þú ert að læra. Ef þú átt systkini, sem eru í skóla, þá skuluð þið reyna að læra á sama tíma. Mundu svo eftir útvarpinu. Láttu það ekki trufla þig, meðan þú ert að lesa. Að skipuleggja Þú skalt læra, þegar þú ætlar að læra, og leika þér, þegar þú ætlar að leika þér. 1. Hafðu hugann við efnið. 2. Reyndu að læra án hjálpar annarra. 3. Taktu þér 5 mínútna hvíld eftir hvert fag. 4. Notaðu blýantinn. 5. Hlýddu þér sjálfum yfir. Endurtaktu. 6. Lærðu jafnóðum. Geymdu ekkert þar til síðar. Tr. Þ. HEIMILI OG SKÓLI — 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.