Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 41
óvinnandi verk að kenna stórum 05; sundur-
leitum hópi barna. Sú skoðun er líka al-
geng, að námið eigi og geti dregið úr og
jafnað þennan mun, sem er á nemendum.
Sennilega er ekkert fjær sannleikanum og
ber þar margt til.
Þroskaferill og framfarir barna eru mjög
breytilegar og háðar ýmsum ytri aðstæð-
um, og eftir að skólagangan hefst, er lík-
legt, að hún auki heldur þennan mun en að
hún minnki hann. Fyrir nokkru sá ég
skýrslu, sem sýndi fræðilega dreifingu á
þroskaaldri 100 barna hóps á ákveðnum
lífaldri.
Yið 4 ára lífaldur má búast við því, að
þroskaaldur geti verið frá 2 ár og upp í 6
ár eða 4 ára mismunur. Við 7 ára lífaldur,
þegar skólaskylda hefst hér á landi, dreif-
ist þroskaaldurinn á bilið 4—10 ár eða 6
ára munur, og við 12 ára lífaldur er bilið
orðið 10 ár, eða frá 7 og upp í 17 ára
þroskaaldur.
Vandamálið er því ekki raunverulega
það, að þessi einstaklingsmunur er og verð-
ur ávallt til staðar, heldur hvernig á að
haga skipulagningu og starfsætlun skólanna
til þess að geta mætt þessum mun, þannig
að hver einstakur nemandi fái notið sín.
Námsskrá getur því aldrei orðið eitthvað
ritað plagg, sem segi nákvæmlega til um
það, hvað skuli kenna og hvað ekki, börn-
um á skólaskyldualdri, — hún er sífellt að
breytast og á sífellt að vera í endurskoðun.
V. H.
Minnisblað frá barnaskólunum:
Námsleiðbeiningar. —■ Hvernig vinnur þú?
Ertu athugull og áhugasamur?
Lærir þú heima á vissum tíma?
Hefur þú góðan vinnufrið?
Skipuleggur þú vinnuna?
Athygli og áhugi
Ef þú ert athugull og áhugasamur, getur
þú munað mikið.
Reyndu alltaf að skilja námsefnið.
Skyldurækni
Þú hefur ekki jafn mikinn áhuga fyrir
öllu.
Því verður þú að vilja og vera skyldu-
rækinn.
Ákveðinn vinnutími
Þú skalt venja þig á að læra á ákveðnum
tíma dag hvern.
Þú ert þreyttur, þegar þú kemur heim úr
skólanum. Hvíldu þig. Leiktu þér úti í
fersku lofti. Byrjaðu síðan að læra. Vertu
ekki úti eftir kl. 8 á kvöldin.
V innufriður
Ef þú hefur ekki eigið herbergi, þá skaltu
finna þér ákveðinn „krók“ í íbúðinni og
læra þar.
Semdu við vini þína um að koma ekki á
meðan þú ert að læra.
Ef þú átt systkini, sem eru í skóla, þá
skuluð þið reyna að læra á sama tíma.
Mundu svo eftir útvarpinu. Láttu það
ekki trufla þig, meðan þú ert að lesa.
Að skipuleggja
Þú skalt læra, þegar þú ætlar að læra, og
leika þér, þegar þú ætlar að leika þér.
1. Hafðu hugann við efnið.
2. Reyndu að læra án hjálpar annarra.
3. Taktu þér 5 mínútna hvíld eftir hvert
fag.
4. Notaðu blýantinn.
5. Hlýddu þér sjálfum yfir. Endurtaktu.
6. Lærðu jafnóðum. Geymdu ekkert þar
til síðar. Tr. Þ.
HEIMILI OG SKÓLI — 33