Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 30

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 30
og nú háttar fyrir þá, sem stunda landbún- að. Heimildarákvæði þyrftu að vera rýmri, ná til eldri árganga. ÁSKELL EINARSSON, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Akureyri: 1. Jöfnun menntunaraðstöðu í landinu er tvímælalaust megin kosturinn. 2. Lenging skólaskyldu og skólaársins eru vafasamar ráðstafanir. Sú valddreif- ing, sem er í frumvarpinu, er meiri á yfir- borði en verður í framkvæmd. Hér er um augljósa sýndarmennsku að ræða, þar sem öllum atriðum, sem skipta nokkru máli, þarf að skjóta til úrskurðar ráðuneytisins. Augljóst er, að frumvarpið þarfnast gagngerðrar skoðunar, áður en það verður afgreitt á Alþingi. HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, húifreyja, Silfrastöðum, Skagafirði: Meginkost grunnskólafrumvarpsins tel ég þann, að verði það að lögum og þau framkvæmd, lagt til nægjanlegt kennsluhús- næði, góðir kennarar og starfslið við skól- ana, þá þarf ekkert barn né unglingur á ís- landi að fara á mis við nauðsynlega upp- fræðslu vegna skorts á ytri aðbúnaði. Margt er til stórra bóta frá eldri li’gum um skyldu- nám, t. d. verður um nokkm t vaiírelsi að ræða í efstu bekkjunum, þá mega nemend- ur ráða, innan vissra marka, hvað þeir leggja mest stund á að læra. Röskir og námfúsir unglingar eiga að gela lokið skyldunámi á skemmri tíma en 9 árum, og 22 — HEIMILI OG SKÓLI virðist, að eigi að auðvelda þeim það með einhverju móti. Þetta getur komið sumum nemendum að góðu gagni. Sú sálfræðilega hjálp, sem nú á að koma til um allt land, getur áreiðanlega stundum orðið gulli dýr- mætari. — Fyrir landsbyggðina ætti það að verða til bóta að fá fræðslustjórn í kjördæm- in. Mér virðist, að grunnskólalögin muni verða mjög þung í vöfum í framkvæmd, og það leggst í mig, að ef vel á að fara, verði æði oft að leyfa frávik frá þeim, máske ekki sízt í sveitum, en viðhorf mitt til frum- varpsins ber þess eflaust ljósan vott, að ég bý í sveit. Þó að sveitaheimilin séu fámenn, eru samt til þar foreldrar, sem vilja kenna börnum sínum heima a. m. k. 1—2 fyrstu árin, en láta þau fara í próf í skólunum. Eftir frumvarpinu virðist þetta vera útilok- að. Grunnskólinn á að standa 9 mánuði ár hvert. Þó er mögulegt í vissum tilfellum að fá undanþágu frá þessum langa skólatíma, allt ofan í 7 mánaða skóla fyrir yngstu nemendur, og 8^/2 fyrir þá elztu. Þessi langi skólatími, 9 mánuðir, er mjög óheppi- legur fyrir sveitirnar. Tímabilið frá maí- byrjun til septemberloka er mikill annatími í sveitum, og þá eru þau störf unnin, sem þroskavænlegast er fyrir börn og unglinga að vera þátttakendur í. Kaupstaðarbörnun- um er vorkennt, að fá ekki tækifæri til þess að starfa með fullorðnu fólki, það sem neinu nemur. En þar er nú hægra um að tala en úr að bæta, og tæplega um neina vinnu að ræða, sem börn geta verið við með fullorðnum nema heimilisstörfin. En ég er andvíg því að sveitabörn og unglingar missi af sauðburði, smalamennsku og öðrum vor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.