Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 30

Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 30
og nú háttar fyrir þá, sem stunda landbún- að. Heimildarákvæði þyrftu að vera rýmri, ná til eldri árganga. ÁSKELL EINARSSON, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Akureyri: 1. Jöfnun menntunaraðstöðu í landinu er tvímælalaust megin kosturinn. 2. Lenging skólaskyldu og skólaársins eru vafasamar ráðstafanir. Sú valddreif- ing, sem er í frumvarpinu, er meiri á yfir- borði en verður í framkvæmd. Hér er um augljósa sýndarmennsku að ræða, þar sem öllum atriðum, sem skipta nokkru máli, þarf að skjóta til úrskurðar ráðuneytisins. Augljóst er, að frumvarpið þarfnast gagngerðrar skoðunar, áður en það verður afgreitt á Alþingi. HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, húifreyja, Silfrastöðum, Skagafirði: Meginkost grunnskólafrumvarpsins tel ég þann, að verði það að lögum og þau framkvæmd, lagt til nægjanlegt kennsluhús- næði, góðir kennarar og starfslið við skól- ana, þá þarf ekkert barn né unglingur á ís- landi að fara á mis við nauðsynlega upp- fræðslu vegna skorts á ytri aðbúnaði. Margt er til stórra bóta frá eldri li’gum um skyldu- nám, t. d. verður um nokkm t vaiírelsi að ræða í efstu bekkjunum, þá mega nemend- ur ráða, innan vissra marka, hvað þeir leggja mest stund á að læra. Röskir og námfúsir unglingar eiga að gela lokið skyldunámi á skemmri tíma en 9 árum, og 22 — HEIMILI OG SKÓLI virðist, að eigi að auðvelda þeim það með einhverju móti. Þetta getur komið sumum nemendum að góðu gagni. Sú sálfræðilega hjálp, sem nú á að koma til um allt land, getur áreiðanlega stundum orðið gulli dýr- mætari. — Fyrir landsbyggðina ætti það að verða til bóta að fá fræðslustjórn í kjördæm- in. Mér virðist, að grunnskólalögin muni verða mjög þung í vöfum í framkvæmd, og það leggst í mig, að ef vel á að fara, verði æði oft að leyfa frávik frá þeim, máske ekki sízt í sveitum, en viðhorf mitt til frum- varpsins ber þess eflaust ljósan vott, að ég bý í sveit. Þó að sveitaheimilin séu fámenn, eru samt til þar foreldrar, sem vilja kenna börnum sínum heima a. m. k. 1—2 fyrstu árin, en láta þau fara í próf í skólunum. Eftir frumvarpinu virðist þetta vera útilok- að. Grunnskólinn á að standa 9 mánuði ár hvert. Þó er mögulegt í vissum tilfellum að fá undanþágu frá þessum langa skólatíma, allt ofan í 7 mánaða skóla fyrir yngstu nemendur, og 8^/2 fyrir þá elztu. Þessi langi skólatími, 9 mánuðir, er mjög óheppi- legur fyrir sveitirnar. Tímabilið frá maí- byrjun til septemberloka er mikill annatími í sveitum, og þá eru þau störf unnin, sem þroskavænlegast er fyrir börn og unglinga að vera þátttakendur í. Kaupstaðarbörnun- um er vorkennt, að fá ekki tækifæri til þess að starfa með fullorðnu fólki, það sem neinu nemur. En þar er nú hægra um að tala en úr að bæta, og tæplega um neina vinnu að ræða, sem börn geta verið við með fullorðnum nema heimilisstörfin. En ég er andvíg því að sveitabörn og unglingar missi af sauðburði, smalamennsku og öðrum vor-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.