Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 29
IMorðlendingar
segja sitt álit á
grunnskóla-
frumvarpinu
Ritnefnd blaðsins leitaði til nokk-
urra manna norðanlands með svör við
eftirfarandi spurningum:
1. Hverja teljið þér meginkosti svo-
nefnds grunnskólafrumvarps?
2. Hverjir eru að yðar dómi helzlu
annmarkar þess?
Blaðinu bárust ítarleg og greinar-
góð svör og kann ritnefndin þessu
fólki beztu þakkir fyrir ágœtar und-
irtektir.
Hér á eftir birtast svörin óstytt.
HALLDÓR SIGURÐSSON,
bóndi, Valþjófsstöðum, Norður-Þing.:
Vegna fyrirspurnar frá tímaritinu
„Heimili og skóli,“ vil ég benda á eftirfar-
andi atriði:
1. Helztu kostir grunnskólafrumvarps-
ins eru, að það stuðlar að sem jafnastri að-
stöðu barna og unglinga til náms. Það ger-
ir ráð fyrir, að ríkið jafni að nokkru fjár-
hagsaðstöðu einstaklinga til að kosta nám-
ið og jafni einnig bilið milli einstakra
sveitarfélaga, með því að kosta akstur að
verulegu leyti og byggingu heimavista. Þó
þyrfti að ganga þar lengra með því að rík-
ið sæi um rekstur heimavista að mestu
leyti. Þá má nefna betri kennsluhætti og
fjölbreyttara nám.
2. Megingalli frumvarpsins er sá, að
gert skuli vera ráð fyrir að grunnskóli
starfi 7 til 9 mánuði ár hvert, 6 til 8 mán.
ætti að vera hámark, til að forðast andlega
þrælkun á börnum og unglingum. Að
minnsta kosti þyrftu að fara fram ítarlegar
rannsóknir á því, hvað sé heppilegasta á-
lagið á nemendur, áður en lengra væri
haldið. Atvinnuhættir hér á landi eru líka
þannig, að börnum og foreldrum er nauð-
syn að vinna saman að framleiðslustörfum
og fjáröflun bæði haust og vor. Auk þess
sem börnin þurfa að fá sín frí til eigin ráð-
stöfunar. Þetta gildir um allt land, nema þá
helzt í stærstu kaupstöðunum, en þar þyrftu
bæjarfélögin að sjá nemendum fyrir verk-
legri þjálfun við arðbær störf.
GÍSLI PÁLSSON,
oddviti og bóndi, Hofi í Vatnsdal,
A ustur-Húnavatnssýs lu:
1. Lenging skólaskyldu um eitt ár. Jafn-
ari aðstaða nemenda, hvort sem þeir búa í
strjálbýli eða þéttbýli, eru ríkir eða fátæk-
ir.
2. Fjölgun skóladaga vor og haust mun
hafa verulega annmarka í för með sér, eins
HEIMILI OG SKÓLI — 21