Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 21
fræðslumálanna til landshlutasamtaka, skólastjóra og kennara. Eg nefni líka til- raunirnar til að jafna möguleika allra landsmanna eða landsbarna til skólanáms án tillits til búsetu. Eg tek undir þær tilraun- ir af mjög heilum hug og get verið í því sambandi mjög sammála síðasta ræðu- manni. Eg nefni samræmingu barna- og gagnfræðastigsins og það, að skólakerfið sé gert samfellt. Eg nefni þá reglu, að loka- próf hvers áfanga grunnskólans sé jafn- framt inntökuheimild næsta skólastigs, og ég fagna þeirri hugmynd, að námsárangur skuli nú metinn eftir leiðum námsmats, en ekki einstrengingslegum og oft gölluðum prófum, eins og við höfum þekkt þau, og þá sérstaklega, ef námsmatið, eins og ég skil það, á að taka mið af framförum eða frammistöðu hvers nemanda frá einum tíma til annars, frekar en að stilla honum upp í óeðlilegri keppni við alla hina. Þroski nem- enda er mismunandi, hæfileikar þeirra liggja á ýmsum sviðum, og ég tel, að með þessu sé meira tillit tekið til einstaklings, hvers einstaks nemanda, og yfirleitt sé stefnt að þvf í þessu frv. að sinna meir hverjum einstökum heldur en hópnum eða bekknum. Það kemur fram í minni bekkj- ardeildum, meira tilliti til einstaklings- bundinna vandamála, eflingu sálfræðiþjón- ustu og auknum skólarannsóknum. Eg nefni þau ákvæði, sem snerta einkaskólana, sem athyglisverð, þótt þau þurfi að skoða betur, og mörg nýmæli varðandi stöðu kennara og starfsliðs skólanna. Þessi ákvæði og reynd- ar mörg fleiri eru tvímælalaust sport í rétta átt. Hins vegar nefni ég ekki á þessu stigi málsins þau tvö atriði, sem skipta kannske hvað mestu máli, þ. e. a. s. lengingu skóla- skyldunnar og lengingu skólaársins. Mér er ljóst, að þar eru stigin stærstu sporin til breytinga, en um leið er þar um að ræða þau ákvæði, sem mestum deilum kunna að valda. INGYAR GÍSLASON, alþingismaður: Grunnskólafrumvarpið lýsir óneit- anlega miklum metnaði þeirra, sem að því standa. Eins og frv. er nú úr garði gert, ætti að vera kleift að.haga framkvæmd skólaskyldu og öðru skólastarfi í eðlilegu samræmi við óskir þær og skoðanir, sem fram hafa kom- ið hjá mörgu sveitafólki og talsmönnum bændastéttarinnar. Að vísu er mér ljóst, að enn munu heyrast raddir um það, að heim- ild til styttingar árlegs starfstíma grunn- skólans sé ekki nægilega rúm. Sjálfsagt munu ýmsir verða til þess að krefjast enn meiri styttingar en frv. gerir ráð fyrir. Ef slíkar kröfur koma fram, er aldrei nema eðlilegt, að alþm. íhugi þær nánar, eins og nauðsynlegt er að gera um allar ábending- ar, sem berast kunna, eftir að málið er nú lagt fram í nýjum búningi. Þó að ég við- urkenni, að grunnskólanefndin hafi unnið ágætt starf í sambandi við endurskoðun frv., þá leysir það ekki alþm. undan þeirri skyldu að gaumgæfa hverja gr. þess, áður en það verður að lögum. Frv. um grunnskóla lýsir óneitanlega miklum metnaði þeirra, sem að því standa. Með frv. er stefnt að því, að íslendingar komi upp bama- og unglingaskólum, sem jafnast á við það, sem gerist meðal skyldra menningarþjóða. Eg fellst á þessa stefnu og lýsi því sem minni skoðun, að með því sé HEIMILI OG SKÓLI — 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.