Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 7
LÆKNANEMINN
7
NIKULÁS Þ. SIGFÚSSON, læknir:
Smitsjúkdómar með úthrotum
nokkur atriði um greiningu þeirra
Inngangur
Á undanförnum áratugum hafa
orðið miklar framfarir í baráttunni
við smitsjúkdóma. Þar hefur fram-
lag læknisfræðinnar einkum verið
hinar margvíslegu tegundir fúka-
lyfja og ýmsar nýjar ónæmisað-
gerðir.
Batnandi lífsskilyrði eiga þó
vafalaust ekki minni þátt í sífellt
lækkandi dánartíðni af völdum
þessara sjúkdóma.
Ennþá hefur þó ekki tekizt að
útrýma neinum smitsjúkdómi til
fulls.
Þess ber einnig að geta, að heild-
armynd smitsjúkdómanna hefur
verulega breytzt á síðustu áratug-
um. Liggja til þess ýmsar ástæður.
Vegna bættra heilbrigðishátta og
aukins hreinlætis hefur smithætta
í mörgum tilvikum minnkað, en
það leiðir aftur til þess, að margt
fullorðið fólk hefur ekki öðlazt ó-
næmi gegn ýmsum smitsjúkdóm-
um. I þannig tilvikum verður sjúk-
dómurinn oft þyngri en á barns-
aldri. Gildir þetta t.d. um polio og
sennilega einnig um ECHO- og
Coxackie-veirusjúkdóma.
Aukning ónæmisaðgerða hefur
í öðrum tilvikum valdið því, að
sjúkdómstilfellin verða vægari og
því erfiðara að greina þau.
Notkun fúkalyfja hefur leitt til
breytinga á næmi fyrir ýmsum
sjúkdómum, t.d. skarlatsótt, reci-
div eru nú mun tíðar við þennan
sjúkdóm en áður var.
Mörg hinna nýju fúkalyfja geta
í sjálfu sér valdið bæði hita, út-
brotum og öðrum aukaverkunum.
Allt þetta getur valdið læknum
talsverðum erfiðleikum við sjúk-
dómsgreiningu.
Hér á landi er ekki starfandi
nein eiginleg farsóttadeild, og eru
því möguleikar læknanema á að
kynnast þessum sjúkdómum af
eigin raun áður en námi lýkur
nokkuð takmarkaðir.
Er ég starfaði sem héraðslækn-
ir um skeið að loknu námi, var mín
reynsla sú, að ég átti oft í erfið-
leikum við greiningu útbrotasjúk-
dóma. Sama þóttist ég verða var
við hjá öðrum læknum, er ég starf-
aði um nokkurra ára skeið við
farsóttadeild erlendis.
Ég tel því ástæðu til að benda
á nokkur atriði, einkum í sambandi
við greiningu þessara sjúkdóma.
Það er ekki hugmynd mín að betr-
umbæta kennslubækur, heldur að
vekja athygli á nokkrum þeim ein-
kennum og aðferðum, sem hagnýt-
ust eru við sjúkdómsgreiningu.
Greiningaraðferðir
Klinisk skoðun: Helztu atriðum
varðandi kliniska skoðun mun lýst
í sambandi við einstaka sjúkdóma.
Mikrobiologiskar aðferðir: Ýms-
ar mikrobiologiskar aðferðir eru