Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 13
LÆKNANEMINN
1S
Klinisk sjúkdómsgreining ein-
göngu er ekki sérlega örugg við
greiningu, en við rannsóknir
Banatvala o.fl. voru meira en
helmingur þeirra rangar.
Mislingar (morbilli)
Mislingar eru mjög smitandi
barnasjúkdómur. Hann gengur yf-
ir í stórum faröldrum, oftast með
2-4 ára millibili.
Kemur þetta vel fram á mynd
5, er sýnir fjölda skráðra tilfella
á 30 ára tímabili hér á landi, þ.e.
árin 1938-67.
Sjúkdómurinn byrjar með kvef-
stigi, sem stendur í 3-4 daga og
einkennist af nefrennsli, pharyng-
itis og tracheitis með hósta, con-
junctivitis og ljósfælni. Á 2.-3.
degi koma bláhvítir blettir á stærð
við títuprjónshaus á slímhúð á
cavum oris, oftast kringum opið á
ductus paroticus. Þessir blettir
líkjast saltkornum (Koplik’s blett-
ir). Blettirnir geta einnig komið á
slímhúð í nefi. Koplik’s blettir
koma fyrir í 80-90% tilfella.
Á 3.-4. degi koma útbrotin. Þau
byrja bak við eyru og á hálsi og
breiðast síðan niður eftir bol og
útlimum. Útbrotin eru ljósrauðir,
kringlóttir eða ílangir blettir, sem
smám saman stækka, verða óreglu-
legir í lögun og renna saman í
stærri eða minni svæði. Liturinn
smádökknar og verður loks dumb-
rauður.
Eftir 5-7 daga lækkar hiti, en
útbrotin hverfa nokkru seinna, og
fíngerð húðflögnun (líkt og sígar-
ettuaska) á sér stað.
Viss afbrigði geta orðið á gangi
sjúkdómsins. Morbilli bullosi ein-
kennist af blöðrumyndun á útbrot-
unum. Morbilli hemorrhagica ein-
kennist af stærri og minni blæðing-
um, sjúkl. verða mjög meðteknir.
Helztu fylgikvillar eru: virus-
pneumonitis, bronchitis og bron-
chopneumonia, otitis, gastro-
enteritis, appendicitis.
Einna alvarlegast er meningo-
encephalitis, sem þó er sjaldgæfur
(ca. 1:1000). Dánartala við men-
ingoencephalitis er 10%.
S júkdómsgreining:
Oftast eru mislingar greindir
eingöngu eftir kliniskum einkenn-
um, og einna mikilvægasta ein-
kennið eru Koplik’s blettir.
Mikrobiologiskar aðferðir:
Hægt er nú að gera bæði
hemagglutinations-inhibitionspróf
og komplementbindipróf í vafatil-
fellum. Tvö blóðsýni þarf, hið
fyrra tekið eins fljótt og hægt er,
hið síðara 2-3 vikum síðar.
Hlaupabóla (varicellae)
Hlaupabóla er mjög næmur
sjúkdómur, og á þéttbyggðum
svæðum er hann endemiskur. Af
mynd 5 má lesa fjölda skráðra til-
fella af þessum sjúkdómi hér á
landi 1938-’67.
Byrjunareinkenni sjúkdómsins
eru væg, dálítil hitahækkun,
þreyta, höfuðverkur, beinverkir.
Eftir sólarhring byrja útbrotin,
fyrst á bol, síðar einnig í andliti,
hársverði og á útlimum. Útbrotin
eru þéttust á bol, dreifðari á út-
limum. Þau byrja með rauðum
flekkjum, er síðar breytast í bólur
og blöðrur. Innihald þeirra er tært,
jafnvel þó blöðrurnar líti út fyrir
að innihalda gröft. Gröftur mynd-
ast aðeins, ef sýklar komast í út-
brotin. Einkennandi fyrir hlaupa-
bólu er, að útbrot sjást á mismun-
andi stigum samtímis.
Blöðrur geta myndast í munni,
sjást einkum vel á gómbogum. Við
krufningu hafa fundist útbrot í
lungnapípum, maga og þörmum.
Afbrigðilegar tegundir hlaupa-