Læknaneminn - 01.10.1971, Side 35
LÆKNANEMINN
31
1.
Mynd 1.
Ig-lesias resectoscope (rafskurðsjá).
legar. Hægt er að nota eimað vatn,
en hætta er á, að nokkuð af því
resorberist og valdi hemolýsu. Því
eru nú oftar notaðar ísótónískar
upplausnir af glycini og mannitoli.
Þær valda ekki hemolýsu, þótt þær
resorberist.
Margar aðferðir hafa verið
reyndar við prostataectomiur.
Prostata er þannig staðsett, að
erfitt er að komast að henni, og
því eru ýmsar leiðir farnar, og er
engin leið einhlít. Því má skjóta
hér inn í, að við allar venjulegar
prostataectomiur er prostata ekki
tekin helduraðeins ofvöxturinn eða
adenomið. Algengustu aðgerðirnar
eru transvesical, retropubiskar,
perineal og transurethral. Hver að-
gerð hefur sína kosti og galla, og er
raunar engin þeirra bezt. Hvaða
aðferð er notuð, fer eftir aðstæð-
um hverju sinni, svo sem stærð
prostata, líkamsbyggingu sjúkl-
ingsins og hvort um er að ræða
diverticulum í blöðru o.s.frv. Sá,
sem gerir prostataectomiur, verður
því að geta gert allar þessar að-
gerðir og valið þá, sem hentar bezt
hverjum einstökum sjúklingi. Al-
gengasta ástæðan fyrir transure-
thral skurði er hyperplasia prosta-
tae benignum, þegar prostata er
ekki verulega stækkuð. Ef prostata
er mjög stór, er hætta á eftirköst-
um við transurethral skurð all-
miklu meiri, þannig að kostir að-
gerðarinnar tapast. Vanalega er
álitið, að kirtlar, sem vega 40-50
g, séu hæfir til transurethral
skurðar, en þeir, sem eru þar yfir,
betur hæfir til opinnar aðgerðar.
Aðrar ástæður eru t.d. lobus
medius, sem skagar upp í blöðru,
þrengsli á blöðruhálsi, cystur í
prostata og endurvöxtur á pro-
stata eftir fyrri aðgerðir. Ef langt
gengið carcinoma í prostata veld-
ur lokun, er transurethral skurður
einnig mun betri, þar sem erfitt er
að komast í nokkurt plan til að ná
lokuninni í burtu. Aðrar ástæður,
sem geta valdið því, að transure-
thral skurður er valinn hjá eldri
sjúklingum, er almennt lélegt
heilsufar þeirra, þeir virðast þola
þessa aðgerð betur heldur en opn-
ar aðgerðir. Það, sem mælir fyrst
og fremst á móti transurethral að-
gerðum, er, eins og áður er sagt,
mikið stækkaður kirtill. Vegna
þess að aðgerðin tekur lengri tíma,
koma fram ýmsir fylgikvillar, svo
sem aukið blóðtap, aukin upptaka
(resorption) á skolvökva og meiri
hætta á því að capsulan rifni,
þannig að opin aðgerð hefur minni
hættu í för með sér.
Ef sjúklingur er með sjúkdóm
í blöðru, t.d. diverticulum eða
blöðrustein, sem þarf að f jarlægja,
þá er rétt að gera opna aðgerð.
Þrengsli í þvagrás (urethra) geta
gert aðgerðina ómögulega, einnig