Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 35

Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 35
LÆKNANEMINN 31 1. Mynd 1. Ig-lesias resectoscope (rafskurðsjá). legar. Hægt er að nota eimað vatn, en hætta er á, að nokkuð af því resorberist og valdi hemolýsu. Því eru nú oftar notaðar ísótónískar upplausnir af glycini og mannitoli. Þær valda ekki hemolýsu, þótt þær resorberist. Margar aðferðir hafa verið reyndar við prostataectomiur. Prostata er þannig staðsett, að erfitt er að komast að henni, og því eru ýmsar leiðir farnar, og er engin leið einhlít. Því má skjóta hér inn í, að við allar venjulegar prostataectomiur er prostata ekki tekin helduraðeins ofvöxturinn eða adenomið. Algengustu aðgerðirnar eru transvesical, retropubiskar, perineal og transurethral. Hver að- gerð hefur sína kosti og galla, og er raunar engin þeirra bezt. Hvaða aðferð er notuð, fer eftir aðstæð- um hverju sinni, svo sem stærð prostata, líkamsbyggingu sjúkl- ingsins og hvort um er að ræða diverticulum í blöðru o.s.frv. Sá, sem gerir prostataectomiur, verður því að geta gert allar þessar að- gerðir og valið þá, sem hentar bezt hverjum einstökum sjúklingi. Al- gengasta ástæðan fyrir transure- thral skurði er hyperplasia prosta- tae benignum, þegar prostata er ekki verulega stækkuð. Ef prostata er mjög stór, er hætta á eftirköst- um við transurethral skurð all- miklu meiri, þannig að kostir að- gerðarinnar tapast. Vanalega er álitið, að kirtlar, sem vega 40-50 g, séu hæfir til transurethral skurðar, en þeir, sem eru þar yfir, betur hæfir til opinnar aðgerðar. Aðrar ástæður eru t.d. lobus medius, sem skagar upp í blöðru, þrengsli á blöðruhálsi, cystur í prostata og endurvöxtur á pro- stata eftir fyrri aðgerðir. Ef langt gengið carcinoma í prostata veld- ur lokun, er transurethral skurður einnig mun betri, þar sem erfitt er að komast í nokkurt plan til að ná lokuninni í burtu. Aðrar ástæður, sem geta valdið því, að transure- thral skurður er valinn hjá eldri sjúklingum, er almennt lélegt heilsufar þeirra, þeir virðast þola þessa aðgerð betur heldur en opn- ar aðgerðir. Það, sem mælir fyrst og fremst á móti transurethral að- gerðum, er, eins og áður er sagt, mikið stækkaður kirtill. Vegna þess að aðgerðin tekur lengri tíma, koma fram ýmsir fylgikvillar, svo sem aukið blóðtap, aukin upptaka (resorption) á skolvökva og meiri hætta á því að capsulan rifni, þannig að opin aðgerð hefur minni hættu í för með sér. Ef sjúklingur er með sjúkdóm í blöðru, t.d. diverticulum eða blöðrustein, sem þarf að f jarlægja, þá er rétt að gera opna aðgerð. Þrengsli í þvagrás (urethra) geta gert aðgerðina ómögulega, einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.