Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 36
32
LÆKNANEMINN
aðstæður eins og arthrosur í
mjöðm, sem koma í veg fyrir, að
hægt sé að leggja sjúkling á rétt-
an hátt á skurðborðið. Allt þetta
getur komið í veg fyrir, að hægt
sé að gera transurethral skurð.
Aðgerðin er oftast gerð í mænu-
Mynd 2.
Transurethral skurður á prostata.
deyfingu eða epiduraldeyfingu, en
sjaldnar í svæfingu. í byrjun að-
gerðar er þvagrásin víkkuð þann-
ig, að hvergi þrengi að rafskurð-
sjánni. Oft er meatus þröngur, og
þarf þá í byrjun að gera meato-
tomiu til þess að verkfærið leiki
liðlega um þvagrásina. Byrjað er
á því að athuga allar aðstæður
gaumgæfilega og athuga vel blöðr-
una, ennfremurstærðina á prostata
og öll merki, sem eru til að átta
sig á við skurðinn. Síðan er byrj-
að að skera prostata, og er hún
skorin burtu í litlum bitum eða
spænum. Það er gert með því að
hleypa rafstrauminum á og færa
síðan lykkjuna í gegnum prosta-
tavefinn. Byrjað er venjulega
vinstra megin að framanverðu og
síðan farið hringinn og niður að
apex prostatae og því næst skorið
í burtu á sama hátt hinum megin.
Ef einhver blæðing er að ráði, er
stoppað öðru hvoru og brennt fyr-
ir æðar, sem sjást oftast mjög
auðveldlega. Þannig er haldið
áfram að skera, þar til komið er
niður að kapsúlunni, sem er tiltölu-
lega auðþekkjanleg. I lok aðgerð-
arinnar er allur prostatabeðurinn
skoðaður vandlega og brennt fyrir
þær æðar, sem enn eru blæðandi,
og reynt að ná eins góðum hæmo-
stasa og hægt er. Sjaldan blæðir
það mikið við aðgerðina að gefa
þurfi blóð. Þá eru allar spænirnar,
sem hafa skolast inn í blöðruna
meðan á aðgerðinni stóð, skolaðar
út í gegnum skurðsjána, og loks
er settur upp Foley-þvagleggur.
Venjulega er aðgerðin takmörkuð
við 1-1 y2 klukkutíma. Það hefur
sýnt sig, að fylgikvillar aukast
mjög, ef haldið er áfram að skera
lengur. Það er þá betra að hætta
og taka sjúklinginn seinna, ef þörf
gerist.
Mynd 3.
Transurethral skurður á blöðruæxli.
Þar eð aðgerðin er gerð í mænu-
deyfingu eða epiduraldeyfingu, þá
getur sjúklingurinn mjög fljótlega
farið að neyta fæðu og þarf
sjaldnast vökvagjöf nema stuttan
tíma. I flestum tilfellum er eftir-
blæðing tiltölulega lítil og þvagið
oft orðið hreint á öðrum eða þriðja
degi, og er þá þvagleggur fjar-
lægður. 1 flestum tilfellum er hægt