Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 38
SJf LÆKNANEMINN Jakob V. Jónasson, læknir: Sjúklingurinn er 36 ára, gift sjó- mannskona, fjögurra barna móðir, sem lögð er inn á spítala vegna kvartana um þunglyndi, aðgerðar- leysi og kvíða. Undanfarna daga hafa þessi einkenni verið svo þung- bær, að sjúklingurinn hefur legið undir feldi og trauðla hafzt nokk- uð að. Sjúklingur er elzt 8 systkina. Faðir kvað hafa verið slæmur á taugum, en móðir dó, þegar sjúkl- ingur var 14 ára gömul. Sjúkling- urinn gekk í unglingaskóla í einn vetur, en varð síðan að hætta námi, þar sem hún þurfti að sjá um yngri systkini sín á heimilinu. Sjúklingurinn giftist 19 ára gömul og var þá barnshafandi. Hún bjó fyrstu árin með manni sínum á heimili tengdaforeldra við mjög þröngan húsakost, en þau hjónin hafa nú byggt stórt og mikið hús, sem sjúklingi finnst of rúmmikið. Eiginmaður sjúkl- ingsins er burtu á sjónum, en kem- ur heim á ca. 3ja vikna fresti og dvelst þá heima í ca. 3 daga. Þeg- ar elzta dóttir sjúklings var 15 ára, eignaðist hún barn, og hefur sjúkl- ingurinn þurft að mestu leyti að hugsa um það. Núverandi einkenni sjúklingsins byrjuðu fyrir ca. 11 árum, og hafa þau haldizt nokkurn veginn ó- breytt síðan. Sjúklingurinn hefur gengið á milli lækna, fengið hjá þeim pillur af ýmsum tegundum og ennfremur legið um stundar- sakir á sjúkrahúsum. Hún hefur allan þennan tíma átt erfitt með að sinna húsverkunum sökum þreytu, ergelsis, uppkasta og þunglyndis. Hefur hún af þessum sökum fyllzt talsverðri sektar- kennd gagnvart börnum sínum og finnst sem hún hafi ekki sinnt heimilinu sem skyldi. Hún hefur mikla tilhneigingu til þess að vilja hafa allt í röð og reglu og kann illa við hvers konar óreiðu. Vegna atvinnu mannsins hefur hún hins vegar þurft að sjá að mestu sjálf um heimilið og fjárhaginn og finnst, að maður hennar hafi reynzt henni lítil stoð í þessum efnum. Hún er þannig haldin tals- verðri gremju út í eiginmanninn. Sjúklingurinn er myndarleg kona, prúð og hreinleg og í meðal- lagi vel gefin. Hún er samvinnu- góð í prófum og viðtölum og virð- ist gera sér góða grein fyrir á- standi sínu og vandamálum. Helztu óþægindi hennar eins og stendur eru eftirfarandi: 1. Sífelld hræðsla við að verða ófrísk. 2. Áhyggjur varðandi elztu dótt- urina, sem hún telur vera eins og stjórnunarlaust rekald og áhyggjur vegna barns þessar- ar stúlku. 3. Óhentugt húsnæði. 4. Fjarvera mannsins frá heimil- inu. Framh. á bls. 86.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.