Læknaneminn - 01.10.1971, Page 44
38
LÆKN ANEMINN
minna máli en hitt, að reynt sé
að halda sig við færri heiti en
fleiri. Um verki í eða frá brjóst-
baki eru notuð jöfnum höndum
rhizopathia thoracalis og radiculi-
tis thoracalis og í eða frá mjóbaki
lumbago eða lumbalgia og lumb-
ago-ischias og radiculitis lumb-
alis.
Finnist orsök fyrir einkenninu,
leiðir það af sér nýja sjúkdóms-
greiningu og ný nöfn, eins og t.d.
discus prolaps, berklar, æxli eða
osteoporosis.
Oft er þó hrein rtg.-greining lát-
in nægja svo sem spondylolysis,
spondylolisthesis, Mb. Scheuer-
mann, vertebra plana eða hemi-
vertebra.
Sem dæmi um blandaða sjúk-
dómsgreiningu mætti nefna scoli-
osis og kyphosis.
Hópur þess fólks, þar sem sjúk-
dómsgreiningin stöðvast við ein-
kennaheitið, er lang stærstur og
einmitt höfuðverkur vísindamanna
um heim allan. Þetta er vegna
þess, að hryggurinn er enn eins
konar ,,no mans land“ eins og
stendur í kennslubókum, þar sem
orsök þessara algcngustu verkja í
eða frá hryggnum er ekki fundin
ennþá.
Orsök bakverkja
Þótt oft finnist orsök bakverkja,
eins og t.d. discus prolaps, æxli,
berklar o.s.frv., má segja, að hjá
flestum sjúkl. með bakverki stöðv-
ist sjúkdómsgreiningin við ein-
kennið. Þetta fólk fær venjulega
þá skýringu hjá lækni sínum, að
um brjóskeyðingu, kölkun, gigt
eða tognun sé að ræða. Fæst af
framangreindu getur þó talizt
haldgóð skýring eða orsök verkj-
anna.
Rannsóknir vísindamanna um
heim allan hafa mikið beinzt að
hryggþófunum (disci interverte-
brales), morfologiskt og biokem-
iskt, og síðan intervertebralliðun-
um (proc. artic. sup. et inferiores).
Þetta er eðlilegt, þar sem það er
einmitt í hryggþófunum, sem ein-
hverjar breytingar hafa verið
þekktar. Um umhverfi þeirra
hefur þekkingin verið mjög af
skornum skammti. Pathologiskur
og anatomiskur grundvöllur og
það, sem skeður pathofysiologiskt,
er verkir byrja í hryggnum, hefur
því framkallað mörg spurningar-
merki og gerir enn.
Vitað er, að í discus interverte-
bralis verður hægfara breytinga-
process, og gildir það jafnt um
nucleus pulposus (þófakjarnann)
og annulus fibrosus (trefjabaug-
inn). Nucleus pulposus „þornar
upp“, þ.e.a.s. kjarninn, sem upp-
byggður er af kollagenum struktur
ásamt ríkulegum mucopolysacc-
hariðum, tapar vatnsmagni og
missir sinn gelatinösa eiginleika.
Efnafræðirannsóknir á nucleus
sýna, að vatnsmagnið minnkar um
20% frá fæðingu til 70-80 ára ald-
urs og að samtímis því sem muco-
polysacchariðmagnið minnkar,
eykst kollagenmagnið. (6) (7) (8)
(9) (10) (11).
Svipaðar breytingar eru þekkt-
ar í annulus. I hyalinbrjóskinu
verða structurbreytingar, sem
minna á pathologiu, sem þekkt er
við arthrosis deformans, þ.e.a.s.
smá hol-rúm með æðaríkum band-
vef safnast við brjóskbeinmörkin
og beinnabbar, svokallaðir osteo-
phytar myndast. (19). Að slíkar
breytingar eigi sér stað í stórum
eða litlum hluta hryggjarins, án
þess að gefa einkenni, er ótrúlegt,
en þó staðreynd.
pH mælingar á heilbrigðum pul-
posus sýna pH 6,7-7,3, en við de-
generativar breytingar hækkar