Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Page 45

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 45
LÆKNANEMINN 39 mjólkursýrumagnið, og hafa þær rannsóknir, sem ekki er enn lokið, sýnt pH allt niður í 5,9. (12) (13). Tilraunir hafa einnig verið gerð- ar með að sprauta inn í nucleus pulposus proteolytisku enzymi, papain, sem virðist verka á muco- polysacchariðkomplexinn (14) (15) . Ekkert af framangreindu gefur þó fullgóða skýringu. Að bakverkurinn geti átt upp- runa sinn að rekja til sérstakra anatomiskra kringumstæðna virð- ist ekki ólíklegt, því vitað er, að nucleus pulposus hefur aðeins sársaukaskyn í aftasta hluta sín- um. Það er erfitt að skýra upp- haf nema einstakra verkja þaðan. (16) . Sársaukaskyn er hins veg- ar í ligamentum longitudinale. (18). Intervertebralliðirnir (proc. articulares), sem ásamt hryggþóf- unum mynda hreyfingareiningu, gætu einnig hæglega verið orsök bakverkja, því þessir liðir eru vel útbúnir með sársaukaskyni eins og liðbönd þeirra. (20). Þar getur verkurinn hæglega átt upptök sín, þó ekki sjáist breytingar á röntg- enmyndinni. Margir aðhyllast þessa skýringu sem sennilega og þó einkum þeir hópar, sem fást við sérstaka tegund sjúkraþjálf- unar eða svokallaða ,,manuell medicin". (21). Hvaða áhrif það hefur á hrygg- inn, að maðurinn, gagnstætt dýr- unum, gengur uppréttur, veit mað- ur enn ekki með vissu. Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hvaða áhrif áreynsla hefur á hina ýmsu hluti hryggjarins í ýmsum stelling- um, og hafa niðurstöður þeirra vakið umræður um gildandi með- ferðir, svo sem sjúkraþjálfun og lífstykkjameðferð, (22). Meðferð Hér skal einungis rædd meðferð þeirra sjúklinga með bakverki, þar sem sjúkdómsgreiningin hefur stöðvazt við einkennaheitið, en eins og að framan greinir, er orsök þannig verkja ekki þekkt. Niður- stöður rannsókna í þá átt eru enn á tilraunastigi hjá vísindamönn- um, og er ekki hægt að nýta nið- urstöður þeirra enn til gagns þess- um sjúklingum. Til er aragrúi af tegundum meðferðar, sem reyndar hafa verið um heim allan um aldir, en þó má segja, að almennur læknir í dag hafi aðeins yfir að ráða einfaldri og fábreytilegri meðferð, og því eru þessir sjúkl. oft sá hluti sjúklinga hins almenna læknis, sem ekki teljast til þeirra ,,þakklátari“. Það er ekki hægt að gefa neina algilda reglu um með- höndlun sjúklinga með bakverki, því hver og einn þarf á sinni sér- stöku meðhöndlun að halda, til þess að hver einstakur sjúkl- ingur fái einmitt þá meðferð, sem hentar, hvað snertir hrygginn sem heild, og með tilliti til mjaðma- grindar, útlima og síðan innbyrð- is ástands hinna einstöku hryggj- arliða, og byggist sú meðhöndlun á því, hvaða einkenni finnast við skoðun. Niðurstaða þeirrar skoð- unar ákveður síðan, hvaða tegund eða tegundir meðferðar eru vald- ar, auðvitað með röntgenmyndina sem bakgrunn. Þær tegundir meðferðar, sem úr er að velja, eru í stórum drátt- um: 1) Sjúkraþjálfun, 2) hvíld, 3) lyf, 4) röntgengeislar. 1) Sjúkraþjálfun felur í sér margar og oft óskyldar tegundir meðferðar. Þessi grein meðferðar hefur síðari ár þróast mikið og er orðin þýðingarmikil og hefur þró- ast í sérgrein innan læknisfræð- innar. Þegar talað er um hrygg- inn og meðferð hans í þessu sam- bandi, er skipting meðferðarinnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.