Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Page 46

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 46
LÆKNANEMINN J,0 í stórum dráttum sú, að skýr grein- armunur er gerður á, hvort til meðferðar eru teknir sjálfir lið- irnir eða ,,umhverfi“ þeirra, vöðv- arnir. Meðferð vöðvanna er fólgin í nuddi, hita og ýmsum tegundum af bylgjum. Segja má, að sú með- ferð nái tæplega ,,dýpra“, þótt ein- kenni margra sjúklinga verði minni, a.m.k. um stundarsakir, af þessari meðferð einni saman. Af rannsóknum síðari ára að dæma má telja mjög vafasamt, að bylgju- meðferð hafi nokkuð fram yfir venjulega hitameðferð, eins og heit böð eða í öðru formi, við auma og harða (spastiska) vöðva. (23). Sjálf þjálfun vöðvanna er efalaust þýðingarmikil, þar sem fram hefur komið, að vöðvi eða vöðvar eru slappir. Þessi þjálfun verður í flestum tilfellum að takmarkast við þá vöðva í hryggnum eða kviðnum, sem sannast hefur hjá hverjum einstaklingi, að séu þurf- andi fyrir aukinn styrkleika. Um meðferð liðanna sjálfra má segja, að hún takmarkist við að þjálfa þá svo, að stirðleiki fari úr þeim, þegar um hreyfingarhindrun er að ræða. Ósjaldan hefur fólk einnig óþægindi frá hryggjarlið- um, sem hafa stærri hreyfingar- vinkil en normalt, svokallaða hyp- ermobila liði, sem hafa þá með- höndlast með sérstakri þjálfun vöðvanna í umhverfinu. Af þessu er augljóst, að skoðun hryggjar- ins áður en meðferð er ákveðin og hafin, verður að vera nákvæm. Komi sjúklingur með langa sjúkrasögu, má venjulega reikna með, að meðferð taki langan tíma. Komi sjúklingur aftur á móti með verki, sem staðið hafa skamman tíma, frá dögum upp í vikur, verð- ur þó ekki þar með sagt, að með- ferðin taki stuttan tíma, þó venju- lega sé svo. Það fer eftir því, hvaða möguleikar eru fyrir hendi til með- ferðar. 2) Hvíld er gömul og enn gild- andi meðferð, einkum þó við verki, sem vara stutt og koma skyndi- lega. Lífstykki sem stuðningur og þar með hvíld fyrir mjóhrygginn gera oft mikið gagn og þá einkum, ef verkirnir eru langvarandi. (23) (24) (25). Hálskragi fyrir háls- inn hefur þar sömu þýðingu. 3) Lyf þau, sem mest eru not- uð, bjóða ekki upp á mikla fjöl- breytni, því einkum eru það verkjalyf og krampaleysandi lyf (spasmolytica), sem notuð eru. Svokölluð bólgueyðandi lyf, í þeim flokki lyfja eru Indocid, Tanderil, Butasolidin, eru mikið notuð, en á- hrifin misjöfn og oft vafasöm. Mik- ið eru notuð stungulyf, og þá eink- um staðdeyfilyf, í þá hryggvöðva, sem staðsettir eru á bakhlið hryggjarins, en þau gefa oftast stuttan bata í þeim tilfellum, sem vöðvarnir eru mjög harðir og aum- ir, en nægir þó stundum til að hjálpa fólki með slæma verki yfir versta hjallann. 4) Meðferð með röntgengeislum má segja að sé minna og minna notuð, einkum á brjóst og mjó- hrygg, enda hafa rannsóknir sýnt, að þessir geislar hafa vafasöm bataáhrif. (26). Meðferð þessara bakverkja er því oftast einhver blanda af þess- um tegundum meðferðar, einkum hjá þeim, er hafa langa verkja- sögu frá hinum ólíku svæðum hryggjarins. Hjá þeim, er stutta sjúkrasögu hafa, má stytta sjúk- dómstímann og það oft verulega með sérstakri meðhöndlun. Með- ferð sú nefnist á Norðurlöndum „manuell medicin" eða „manipula- tion“. Þessi meðferð felur í sér og byggist á því að vinna bug á stirðleika í hryggjarliðum og gef-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.