Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 58

Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 58
I 50 LÆKNANEMINN fylgir mikil fyrirgreiðsla. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin útvegaði eins og áður er sagt skólavist og sá um öll sam- skipti gagnvart stjórnvöldum í landinu og háskólanum, og British Council var umboðsmaður alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar á staðnum við útgreiðslu styrksins. Styrkurinn var 90£ á mánuði fyrstu 6 mánuði en hækkaði síðan vegna verð- lagsbreytinga í Evrópu um 20£ á mán- uði. Auk þess greiddi alþjóðaheilbrigð- isstofnunin nokkurn styrk til bókakaupa og ferðastyrki. Bristol Borgin Bristol I Englandi liggur úr al- faraleið fyrir þá, sem fara til Englands, og því er það, að fáir Islendingar þekkja þar til. Borgin er staðsett á Suðvestur- Englandi og er stærsta borg og aðal- borg þar. Hún stendur við Bristol-flóa og nokkuð frá árósum árinnar Avon, en hún er þverá, sem rennur í ána Severn, sem rennur í botn Bristolflóa. Bristol er mjög gömul borg, 'og hennar er getið í sögum fyrir byggð Islands. Hún hét áður Bridgetow (The place of the bridge) og var þekkt siglingaborg mjög snemma á öldum. Sem siglingaborg var hún þó fyrst og fremst fræg á 14. og 15. öld, og þaðan sigldi John Cabot 1497 og varð fyrstur manna til þess að stíga fæti á meginland Norður-Ameríku á eftir Leifi Eiríkssyni, sem Islendingar þekkja betur. Síðar varð borgin fræg sem miðstöð þrælasölu og þrælaflutninga frá Afríku til Ameriku. Borgin var umskipunarhöfn og geymslustaður svartra þræla, sem fluttir voru frá Afríku, og á þeim ár- um auðgaðist borgin mjög, og þar bjuggu auðugustu og voldugustu kaup- menn þeirra tíma. 1 dag er Bristol fyrst og fremst iðn- aðarborg, en verzlun og siglingar eru einnig stór þáttur í atvinnulífi borgar- innar. Áður fyrr var höfnin inni í miðri borginni, því eins og áður segir, stend- ur borgin við ána Avon, sem er skip- geng. En Bristolbúar hafa verið for- sjálir, og nú hefur höfnin verið flutt úr borginni í sérstaka hafnarborg, Avon- mouth, þar sem mætast árnar Avon og Sevem. Þar í kring hefur hið nýja iðn- aðarsvæði Bristol risið upp um það bil 10 km frá miðbörginni. Því er borgin ekki á að líta í dag eins og margar iðnaðarborgir Bretlands, þar er engin loftmengun að talizt geti og hreinlæti i góðu lagi. Af sérstökum iðnaði þá er flugvéla- iðnaðurinn í Bristol frægastur. Á stríðs- árunum fluttu Englendingar flugvéla- verksmiðjur sínar til Bristol, og þar er nú verið að smíða hinar frægu Concord- þotur, og þar eru tilraunastöðvar brezks flugvélaiðnaðar og brezka flughersins. Af öðrum iðnaði má nefna geysi- vaxandi efnaiðnað, stál- og zink- bræðslu, tóbaks- og súkkulaðiiðnað og fleira. Háskólinn í Bristol (University of Bristol) Háskólinn í Bristol er ekki gamall, tæplega 100 ára, en hefur eflst sérstak- lega síðustu tvo til þrjá áratugi. 1 stríðslokin síðustu voru nemendur há- skólans um 1000, en eru nú 7000. Læknaskóli hefur verið þar frá byrjun háskólans, en sérstakt nám i heilbrigð- isfræði hófst 1891. Þess má geta, að fyrsta D. P. H. skírteinið var gefið út í Englandi frá háskóla 1870. Department of Public Iíealth er sér- stök deild við háskólann innan lækna- háskólans. Þessi deild annast annars vegar kennslu læknastúdenta í þessum fræðum hins vegar kennslu til D.P.H. prófs. Læknastúdentar fá tvö námskeið á námstímabilinu, annars vegar stutt kynningarnámskeið snemma á náms- tíma hins vegar lengra námskeið nokkru fyrir lok námstíma. Aðalhlutverk deildarinnar er fram- haldsnám lækna til D. P. H. prófs, og verður um það nám sérstaklega rætt hér. Þess má geta, að í tengslum við stofnunina er skóli fyrir hjúkrunarkon- ur, sem eru að læra heilbrigðisfræði (Health Visitors), og auk þess er þar hluti af skýrsluvélabúnaði háskólans, því að faraldsfræðilegar rannsóknir eru fyrst og fremst unnar í eða í tengslum við deildina. 1 Bretlandi er nám til D.P.H. gráðu sérnám þeirra lækna, sem ætla sér að starfa sem embættislæknar (Medical Officer of Health), þ.e. þeirra lækna, sem ætla sér að vera við opinbera stjómsýslu og embættislæknisstörf. Samkvæmt brezkum lögum má ekki ráða lækna til ábyrgðarstarfa á þessu sviði, nema þeir hafi lokið þessu námi. Nám í heilbrigðisfræðum og' félagslegri læknisfræði Til þess að mega ganga undir próf i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.