Læknaneminn - 01.10.1971, Page 76

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 76
62 LÆKNANEMINN tio) er ávallt nauðsynleg við svæf- ingar ungbarna. Öndunarvöðvar þeirra eru svo lítt þroskaðir, að ekki verður komizt hjá því að að- stoða öndunina og jafnvel sjá um hana að öllu leyti, og slíkt er ó- kleift nema með túbu. Við inn- túbun er notuð barkakýlissjá (laryngoscope) með beinu blaði, sem fært er niður yfir barkakýlis- lokið (epiglottis). Þannig fæst oftast góð yfirsýn yfir barkann. Fyrstu 2-3 vikurnar eftir fæðingu barnsins er nokkuð auðvelt að inn- túba það vakandi, einkum fyrir æfða svæfingarlækna, og halda margir fast við það, enda hefur það ótvíræða kosti. Aðrir síður æfðir kjósa að inntúba eftir svæfingu með maska. Beztu mask- ar fyrir ungbörn eru gagnsæir. I gegnum þá er auðvelt að fylgjast með önduninni vegna móðunnar, sem sést innan á þeim, eins sést strax, ef barnið ælir. Maskarnir eiga að vera eins litlir og hægt er að komast af með og falla þó þétt að andlitinu. Mynd A. 1. H.R. ventill. 2. To-and-fro g'erðin. 3. Foregger ventill. 4. Ayre-T gerðin. Barkatúbur eru gerðar úr gúmmíi, plasti eða öðru gerviefni. Þær eiga að vera þunnveggjaðar og fremur harðar, þannig að þær leggjist ekki saman eða brotni. Sumar eru búnar málmgormi í veggnum (gormtúbur, spiraltúb- ur) til þess að hindra að þær falli saman. Kostir inntúbunar eru: ör- Mynd B. 1. Gagnsæir plastmaskar fyrir korna- börn. 2. Barkasjá með beinu blaði. 3. Barkatúbur fyrir börn. 4. i'MBU poki fyrir börn. 5. Barkatúba af spir- algerð. uggur og opinn öndunarvegur, minnkað :dead space“, og öndunar- aðstoð er möguleg, og unnt er að sjúga upp slím frá lungum og barka. Við túbuna er skeytt ventli, sem veitir loftstraumihum frá svæfingarvélinni niður í lungu barnsins og frá þeim aftur út í frítt andrúmsloftið. Til eru ýms- ar gerðir ventla, en mest eru not- aðir ventlar kenndir við Foregger og Stephan Slater. Fyrir stærri börn er notaður ventill nefndur eftir Henning Ruben. Einfaldara er þó að nota svokallaðan Ayres T, sem hefur minnst „dead space“ og minnsta mótstöðu, enda lang- oftast notað við minnstu börnin. Má þá þenja (expandera) lungun með því að loka fyrir fjarlægari endann á útöndunarleiðslunni eða setja á hann öndunarpoka. Svokölluð to-and-fro aðferð náði um tíma vinsældum í barnasvæf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.