Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 76
62
LÆKNANEMINN
tio) er ávallt nauðsynleg við svæf-
ingar ungbarna. Öndunarvöðvar
þeirra eru svo lítt þroskaðir, að
ekki verður komizt hjá því að að-
stoða öndunina og jafnvel sjá um
hana að öllu leyti, og slíkt er ó-
kleift nema með túbu. Við inn-
túbun er notuð barkakýlissjá
(laryngoscope) með beinu blaði,
sem fært er niður yfir barkakýlis-
lokið (epiglottis). Þannig fæst
oftast góð yfirsýn yfir barkann.
Fyrstu 2-3 vikurnar eftir fæðingu
barnsins er nokkuð auðvelt að inn-
túba það vakandi, einkum fyrir
æfða svæfingarlækna, og halda
margir fast við það, enda hefur
það ótvíræða kosti. Aðrir síður
æfðir kjósa að inntúba eftir
svæfingu með maska. Beztu mask-
ar fyrir ungbörn eru gagnsæir. I
gegnum þá er auðvelt að fylgjast
með önduninni vegna móðunnar,
sem sést innan á þeim, eins sést
strax, ef barnið ælir. Maskarnir
eiga að vera eins litlir og hægt er
að komast af með og falla þó þétt
að andlitinu.
Mynd A.
1. H.R. ventill. 2. To-and-fro g'erðin.
3. Foregger ventill. 4. Ayre-T gerðin.
Barkatúbur eru gerðar úr
gúmmíi, plasti eða öðru gerviefni.
Þær eiga að vera þunnveggjaðar
og fremur harðar, þannig að þær
leggjist ekki saman eða brotni.
Sumar eru búnar málmgormi í
veggnum (gormtúbur, spiraltúb-
ur) til þess að hindra að þær falli
saman. Kostir inntúbunar eru: ör-
Mynd B.
1. Gagnsæir plastmaskar fyrir korna-
börn. 2. Barkasjá með beinu blaði.
3. Barkatúbur fyrir börn. 4. i'MBU
poki fyrir börn. 5. Barkatúba af spir-
algerð.
uggur og opinn öndunarvegur,
minnkað :dead space“, og öndunar-
aðstoð er möguleg, og unnt er að
sjúga upp slím frá lungum og
barka. Við túbuna er skeytt ventli,
sem veitir loftstraumihum frá
svæfingarvélinni niður í lungu
barnsins og frá þeim aftur út í
frítt andrúmsloftið. Til eru ýms-
ar gerðir ventla, en mest eru not-
aðir ventlar kenndir við Foregger
og Stephan Slater. Fyrir stærri
börn er notaður ventill nefndur
eftir Henning Ruben. Einfaldara
er þó að nota svokallaðan Ayres
T, sem hefur minnst „dead space“
og minnsta mótstöðu, enda lang-
oftast notað við minnstu börnin.
Má þá þenja (expandera) lungun
með því að loka fyrir fjarlægari
endann á útöndunarleiðslunni eða
setja á hann öndunarpoka.
Svokölluð to-and-fro aðferð náði
um tíma vinsældum í barnasvæf-