Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Side 84

Læknaneminn - 01.10.1971, Side 84
68 LÆKNANEMINN Aðalsjúktlómagreiniiig var þannig: Miðtaugakerfi ............ 29 Hjarta- og æðakerfi...... 7 Meltingarfæri ............. 1 Þvagfæri .................. 3 Kynfæri.................... 0 Bein og liðir ............ 11 Blóð ...................... 0 Annað ..................... 4 Ótilgreint ................ 5 NIÐURSTAÐA Óvandaður undirbúningur og óvæntir erfiðleikar rýra gildi rannsóknarinnar mjög, og hún vekur raunar fleiri spurn- ingar en hún svarar. Fjöldi sjúkling- anna er of lítill til að hægt sé að draga víðtækar ályktanir eða fara út í ná- kvæma útreikninga. Spurningaformið var ekki rökrétt, því að þörf á meðferð og ástæða fyrir langri legu var ekki nógu vel aðgreint. Sömuleiðis hefði þurft nákvæmari upplýsingar um ástand sjúklingsins til að geta áætlað fjölda starfsliðs og skiptingu þess i faglært og ófaglært fólk á hinu hugsaða hæli fyrir langlegusjúklingana. Við yfirlit á sjúklingunum 60, sem töldust hæfir til slíkrar hælisvistar, sést þetta: Flestir eru nokkuð við aklur, flestir hafa sjúkdóma í miðtaugakerfi, lieinum eða liðum, og flestir þurfa sjúkraþjálfun. Þetta bendir til, að hið hugsaða hæli hljóti að líkjast Reykja- lundi. Sumir sjúklinganna þarfnast þó meíri hjúkrunar en hægt er að veita þar og þyrftu að fara á hæli, _sem lik- ist t.d. Vífilsstöðum. Daggjöld á sjúkrahúsunum voru þessi í marz 1971: Landspítalinn og Borgarspítalinn .............. 2850 kr. Landakotsspítalinn ........... 2100 — Vífilsstaðahæli .............. 1250 — Heilsuverndarstöðin .......... 1250 — Reykjalundur ................... 650 — Kristneshæli ................... 700 — Nú vaknar sú spurning, hvort mikill sparnaður yrði af því að legg'ja þessa sjúklinga og aðra, sem fullrannsakaðir eru, í ódýrari sjúkrarúm. Sem stendur ber nokkuð á því, að rannsóknir á sjúkl- ingum tefjist óhæfilega lengi vegna á- lags á rannsóknadeildirnar, einkum röntgendeild. Verði hægt að konra full- rannsökuðu fólki hindrunarlaust út af sjúkrahúsunum, yrðu rúmin í auknum mæli notuð handa tiltölulega frisku, jafnvel vinnufæru, fólki, sem lægi þarna óhæfilega lengi á meðan beðið væri eftir rannsóknum. Álagið á rannsóknadeild- irnar mundi aukast að mun og reksturs- kostnaður þeirra hækka. Álit mitt er, að mikil þörf sé á fleiri rúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga, en fjölgun þeirra muni ekki spara fé, nema aðstaða rannsóknadeildanna batni, sér- staklega ef hægt væri að gera fleiri rannsóknir á fólki utan sjúkrahúsanna. Pálmi Frímannsson „Ýmsir álita, að öllu sje borgið, þegar vér sjeum komin í hjóna- band. En það er víst ekki ofsagt, að margfalt meiri ósiðsemi sje framin innan hjónabands en utan þess.“ Henrik Lund: Heilræði Reykjavík Prentsmiðjan Gutenberg 1927
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.