Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 84
68
LÆKNANEMINN
Aðalsjúktlómagreiniiig var þannig:
Miðtaugakerfi ............ 29
Hjarta- og æðakerfi...... 7
Meltingarfæri ............. 1
Þvagfæri .................. 3
Kynfæri.................... 0
Bein og liðir ............ 11
Blóð ...................... 0
Annað ..................... 4
Ótilgreint ................ 5
NIÐURSTAÐA
Óvandaður undirbúningur og óvæntir
erfiðleikar rýra gildi rannsóknarinnar
mjög, og hún vekur raunar fleiri spurn-
ingar en hún svarar. Fjöldi sjúkling-
anna er of lítill til að hægt sé að draga
víðtækar ályktanir eða fara út í ná-
kvæma útreikninga. Spurningaformið
var ekki rökrétt, því að þörf á meðferð
og ástæða fyrir langri legu var ekki
nógu vel aðgreint. Sömuleiðis hefði
þurft nákvæmari upplýsingar um ástand
sjúklingsins til að geta áætlað fjölda
starfsliðs og skiptingu þess i faglært
og ófaglært fólk á hinu hugsaða hæli
fyrir langlegusjúklingana.
Við yfirlit á sjúklingunum 60, sem
töldust hæfir til slíkrar hælisvistar, sést
þetta: Flestir eru nokkuð við aklur,
flestir hafa sjúkdóma í miðtaugakerfi,
lieinum eða liðum, og flestir þurfa
sjúkraþjálfun. Þetta bendir til, að hið
hugsaða hæli hljóti að líkjast Reykja-
lundi. Sumir sjúklinganna þarfnast þó
meíri hjúkrunar en hægt er að veita
þar og þyrftu að fara á hæli, _sem lik-
ist t.d. Vífilsstöðum.
Daggjöld á sjúkrahúsunum voru þessi
í marz 1971:
Landspítalinn og
Borgarspítalinn .............. 2850 kr.
Landakotsspítalinn ........... 2100 —
Vífilsstaðahæli .............. 1250 —
Heilsuverndarstöðin .......... 1250 —
Reykjalundur ................... 650 —
Kristneshæli ................... 700 —
Nú vaknar sú spurning, hvort mikill
sparnaður yrði af því að legg'ja þessa
sjúklinga og aðra, sem fullrannsakaðir
eru, í ódýrari sjúkrarúm. Sem stendur
ber nokkuð á því, að rannsóknir á sjúkl-
ingum tefjist óhæfilega lengi vegna á-
lags á rannsóknadeildirnar, einkum
röntgendeild. Verði hægt að konra full-
rannsökuðu fólki hindrunarlaust út af
sjúkrahúsunum, yrðu rúmin í auknum
mæli notuð handa tiltölulega frisku,
jafnvel vinnufæru, fólki, sem lægi þarna
óhæfilega lengi á meðan beðið væri eftir
rannsóknum. Álagið á rannsóknadeild-
irnar mundi aukast að mun og reksturs-
kostnaður þeirra hækka.
Álit mitt er, að mikil þörf sé á fleiri
rúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga, en
fjölgun þeirra muni ekki spara fé, nema
aðstaða rannsóknadeildanna batni, sér-
staklega ef hægt væri að gera fleiri
rannsóknir á fólki utan sjúkrahúsanna.
Pálmi Frímannsson
„Ýmsir álita, að öllu sje borgið, þegar vér sjeum komin í hjóna-
band. En það er víst ekki ofsagt, að margfalt meiri ósiðsemi sje
framin innan hjónabands en utan þess.“
Henrik Lund: Heilræði
Reykjavík
Prentsmiðjan Gutenberg
1927