Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Side 85

Læknaneminn - 01.10.1971, Side 85
LÆKNANEMINN 69 „Þriðji heimurinn“ HUNGUR: Rvík, 1970, Bókaútg. Þing. FriSrik Páll Jónsson. BARN, BARN, BARN . . .: Rvík, 1971, Bókaútgáfan Þing. Friðrik Páll Jónsson. Það eru mannréttindi að fá að borða; Hungur og einstaklingar; Hungur og þjóðfélagið; Baráttan gegn hungri, er efnisskipting fyrri bókarinnar, HUNG- UR. Það eru margar athyglisverðar yfirlýsingar, sem höfundur hefur dreg- ið saman í þessar bækur úr fjöl- mörgum nýjum frönskum ritum um hagþróun vanþróaðra þjóða, sem oft eru nefndar þriðji heimurinn. Snemma í fyrri bókinni er bent á, að rösk- ur helmingur jarðarbúa svelti og næringarskortur sé algengasta dánar- orsök á jörðinni. Stuttu seinna stend- ur þetta: „Höfum hugfast, að jörðin getur brauðfætt alla íbúa sína og þótt þeir væru margfalt fleiri. Nóg er til af ræktanlegu landi og nóg þekking, en efnahagslögmál og ýmiss konar fé- lagslegar orsakir koma í veg fyrir þau sjálfsögðu mannréttindi að fá að borða.“ „Viðskipti við hungraða menn g'eta ekki talizt gróðavænleg, því að þeir eiga ekkert fémætt. Hjá þeim er því engin eftirspurn í hagfræðilegum skilningi og breytir þar engu um, hvort þeir eru að verða hungurmorða eða ekki.“ — Sþ hafa lengi haft afskipti af matvæla- skortinum, og skýrir höfundur frá áæti- un FAO um að útrýma hungri úr heim- inum fyrir árið 1985 með aðstoð allra þjóða, en jafnframt er getið, að til þessa hafi árangur verið lítill, og búizt sé við, að matvælaframleiðslan á næstu árum muni rétt halda í við aukningu mannfjöldans, og sumir sérfræðingar sjái fram á versnandi ástand, sem enn eigi eftir að veikja stöðu vannærðra þjóða, hungurþjóða, gegn stórveldun- um, sem muni þá „bætast ný tegund yfirráða, mataryfirráð", og þeirra gæti reyndar þegar. Rætt er um hungur frá mörgum sjónarmiðum, þess getið, sem erfiðast er, proteinhungrið, en talið er, að nimlega 300 milljónir barna í þriðja heiminum þjáist af proteinskorti, sem oftast verður aldrei að fullu bættur hjá þessum bömum, hefur rýrt andlegt og líkamlegt atgervi þeirra ævilangt. Aðalfæða vanþróuðu þjóðanna er einhæf jurtafæða, sem inniheldur ekki nógu fjölbreytt protein eða of lítið af þeim gagnstætt fæðutegundum úr dýra- ríkinu, sem mest er neytt í auðugum þjóðfélögum. Þennan skort lífsnauðsyn- legra proteina hefur verið reynt að bæta á margan hátt, m.a. með blöndu af maísmjöli, sojamjöli og bómullarmjöli ásamt vítamínum og kalsíum, nefnt í Mið-Ameríku Incaparina og selst ódýrt, 500 g poki, vikuforði af proteinum handa 5 börnum, kostar í Kolumbíu hálf daglaun verkamanns. Erfiðleikar að laga þessa matartegund að venjum fólksins teljast byrjunarörðugleikar. I bókinni er minnst á vinnu við að gera fiskimjöl að manneldisvöru og protein- vinnslu BP úr jai'ðolíu með vissum ein- frumungum, en í ár og í fyrra hófu tilraunaverksmiðjur í Skotlandi og Frakklandi þessa proteinframleiðslu til skepnufóðurs, og sem dæmi um af- köstin er sagt, að 5 kg upplausn af einfrumungum geti á tveimur sólar- hringum gefið af sér 1280 kg af pro- teinauðugri upplausn úr olíunni. Járn- skortur er algengur í þriðja heiminum, I Kenya eru 80% íbúa taldir þjást af jámskorti, skortur á kalsíum, joði, natríum og vítamínum er einnig land- lægur víða. Höfundur skýrir frá þrem- ur leiðum til aukinnar fæðuöflunar, sem helzt séu bundnar vonir við næstu ár- in: aukin akuryrkja, auknar fiskveiðar og framleiðsla áður óþekktra fæðuteg- unda. Af föstu landi jarðar eru 30% talin ræktanleg, innan við 10% eru ræktuð, en fyrst um sinn er betri rækt- un lands, sem þegar er ræktað, talin arðvænlegri, einkum hefur ræktun þess með kynbættum jurtum gefið góðan árangur, og er talað um „grænu bylt- inguna" því viðvíkjandi. Hrísgrjónaaf- brigðið IR-8 er nefnt sem dæmigerður slíkur kynblendingur. Það þroskast á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.