Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Page 86

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 86
70 LÆKN ANEMINN stuttum tíma, gefur tvöfalda til þre- falda fyrri uppskeru, er þolnara fyrir regni og vindi, en það þarf mikla reglu- bundna umönnun og mikinn áburð, og það hefur aðeins reynzt á færi ríkustu landeigenda að gera „græna byltingu", og í kjölfar margfaldrar uppskeru hef- ur fylgt stóraukin vélvæðing, sem gerir marga landbúnaðarverkamenn óþai'fa. Þannig hefur „græna byltingin" viða valdið stórfelldu atvinnuleysi og upp- flosnun fólks úr sveitum í fátækra- hverfi stórborganna, nöturlegt dæmi um rangsnúna þróun og vitahringi, sem svo fjölmörg dæmi eru um í þriðja heimin- um og höfundur nefnir mörg dæmi af. Áratugurinn 1961-1970 nefndist þró- unaráratugurinn á vegum Sþ. Mark- miðið var að vinna gegn hungri (sbr. áður), sjúkdómum, atvinnuleysi, arð- ráni og ójöfnuði, koma á raunhæfri skólaskyldu barna í vanþróuðum lönd- um, en höfundur segir, að ólæsu fólki fjölgi í heiminum, hungur hrjái yfir helming jarðarbúa, atvinnuleysi sé land- lægt og ójöfnuður mikill ....eftir 10 ára „hjálparstarf". . .“, kjör þorra fólks í þessum löndum séu álíka kröpp og í upphafi áratugsins, en lífskjör ibúa þró- uðu landanna hafi farið batnandi, tekj- ur á íbúa jukust um 50 til 100 dollara á ári að meðaltali I þróuðu löndunum, en t.d. í Brasilíu eða Indlandi jukust þær aðeins um 1 til 2 dollara á ári skv. niðurstöðum bandarisku alþjóðastofnun- arinnar A.I.D. Og nú er að hefjast nýr þróunaráratugur, 1971-1980, undir stjórn Nóbelsverðlaunahafans Jan Tin- bergens. Hvers mega vanþróaðar þjóðir vænta þá! Þótt meðaltekjur á ibúa í vanþróuð- um löndum séu lágar, segir það ekki allt. Tekjuskiptingin er hvergi eins ó- jöfn ög þar, og höfundur vitnar i skýrslu gerða á vegum Alþjóðabankans (Pear- sonskýrsluna), þar sem segir, að í mörg- um löndum hafi tekjuaukningin „aðeins komið tiltölulega fáum einstaklingum til góða“. Þessir einstaklingar eru tald- ir einn mesti dragbítur á framfarir og bætt kjör almúgans í flestum vanþró- uðum löndum, þeir eru valdastéttin í þriðja heiminum. Höfundur víkur nánar að þjóðfélagsþróuninni í þessum lönd- um, en mörg þeirra voru fyrrum ný- lendur (Afríka, Asía). Á nýlendutíma- bilinu myndaðist ekki borgarastétt í þessum löndum, valdatöku hennar hurfti ekki að óttast við frelsun þessara þjóða gagnstætt þróuninni í Evrópu. Valdið færðist því æði oft aðeins yfir til nýrrar mjög fámennrar yfirstéttar, nú innlendrar að vísu, en oft fyrrum leppa nýlenduherranna, sem hún stundar nú verzlun og útflutning í nánum tengsl- um við. Reyndar eiga gömlu auðfélög- in enn víða stærstu ræktunarlendurnar, námur og aðrar auðlindir eða hafa ein- okunarrétt til þess að nýta þær (S.- Ameríka), en lög og réttur er óspart notað til þess að varðveita hömlulaus völd og fríðindi þessara stétta. Dæmi um þetta tekur höfundur frá S.-Ameriku, sem gjarnan hefur verið nefnd „gullnáma" Bandaríkjanna. Á ár- unum 1950—1965 fjárfestu Bandaríkja- menn 3,8 milljarða dala, í S.-Ameríku, en fluttu samtímis út þaðan hagnað, sem nam 11,3 milljörðum dala, þannig að nettódollaraflæðið var 7,5 milljarðir dala þette, tímabil a.uk eignaaukn- ingarinnar. „Hver hjálpar hverjum?“ spyr svo höfundur og nefnir, að í sum- um héruðum S.-Ameríku deyi eitt af hverjum tveimur börnum fyrir eins árs aldur ög helmingur íbúanna sé ólæs. Það er oft predikað og ríkjandi skoð- un víða, m.a. á Vesturlöndum, að grund- vallarorsök fátæktar hjá þessum þjóð- um sé offjölgunin, grundvallarbjargráð- ið sé að stemma stigu við fjölguninni. Niðurstaða höfundar er önnur: „Grund- vallarorsök vanþróunar (og hungurs) er ekki fjölgunin, eins og svo oft er haldið fram, heldur arðrán ríkra þjóða í fátækum löndum og ójöfnuður milli stétta í fátækum löndum." (Barn, Barn, Bam. . ., bls. 5). Höfundi er vel ljós nauðsynin að draga úr fjölguninni í mörgum þessara landa, en segir, að við- ast leysi hún ein engan vanda og hefur reyndar ekki trú á, að takmörkun barn- eigna verði á undan bættum lífskjörum, frekar sé að vænta takmörkunar barn- eigna sem afleiðingar bættra kjara, líkt og höfundur telur, að þróunin hafi orðið í V.-Evrópu á síðustu öld. Aukiö heil- brigði, aukin lýðréttindi og sá háttur, að böm hættu að vera tekjulind for- eldra sinna, en urðu i þess stað fjár- hagsleg byrði þeirra í þeirri þröngu merkingu, að sjá þurfti þeim fyrir æ dýrara uppeldi, skólavist og heilsuvernd, er að áliti höfundar meginörsök lækk- unar fæðingartölu í þróuðum löndum og um leið hægari f jölgunar, því dánar- tala hefur haldizt lítt breytt eða lækkað. 1 vanþróuðum löndum hefur til þessa annað skeð. Pæðingartalan þar er víð- ast um og yfir 40%„, en er 20%c og þar undir í flestum þróuðum löndum. Þessi fæðingartala í vanþróuðu löndunum hef-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.