Læknaneminn - 01.10.1971, Side 94
76
LÆKNANEMINN
Leifur Bárðarson
Magnús R. Jónasson
Magnús Ólason
Óttarr Guðmundsson
Pétur Ragnarsson
Pétur Z. Skarphéðinsson
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Bjarklind Jónsson
Sigurður I. Sigurðsson
Stefán Þórarinsson
Þórir Þórhallsson
Upphafspróf:
a) undir eldri reglugerð:
alls náðu féllu
„Tissues" 22 20 2
Efnafræði 20 12 8
b) undir nýrri reglugerð:
alls náðu féliu
Efnafræði II 58 42 16
Líffærafræði I 55 46 9
Eðlisfræði II 54 53 1
Fáeinir stúdentar þreyta upphafspróf
eftir nýrri reglugerð nú í september.
FRA stjórn
FÉLAGS LÆKNANEMA
Af hrókræðum stjórnar: Innan stjórn-
ar Félags læknanema hafa í sumar far-
ið fram umræður um félagsleg við-
fangsefni byrjandi vetrar. Er þar enn
flest í deiglu. Samkvæmt lögum félags-
ins ber að halda kynningarfund í byrj-
un hvers haustmisseris, þar sem fram
fer kynning á lögum þess og starfsemi
svo og námi og kennsluháttum í deild-
inni. 1 júlí s.l. beitti kennslunefnd lækna-
deildar sér fyrir kynningarfundi fyrir
nýinnritaða stúdenta, þar sem ofan-
greind atriði voru m.a. á dagskrá. Er
því full ástæða til að breyta út af hefð-
bundnu formi kynningarfunda, og hafa
mál svo skipazt, að Jakob Jónasson,
læknir, mun koma til fundarins og ræða
um þagnarskyldu lækna, afstöðu þeirra
og umgengni við sjúklinga og ýmis
etisk atriði, sem hollt er að kynnast í
upphafi náms. Symposium að hefð-
bundnum hætti mun sigla í kjölfar kynn-
ingarfundar í október mánuði. I nóvem-
ber er fyrirhugað að halda „klínísk-
patólógískan“ fund á vegum stúdenta,
fyrirbæri, sem undirritaður þekkir
ekkert íslenzkt orð yfir. Hugmyndin er
óunnin ennþá, en í grófum dráttum fel-
ur hún í sér, að læknanemar bregði
sér í gervi sérfræðinga af fjölskrúðugu
tagi og rökræði eitt eða fleiri sjúkratil-
felli á grundvelli klínískra, meinaefna-
fræðilegra, blóðmeinafræðilegra og
vefjafræðilegra rannsókna. Revisorar úr
a.m.k. tveimur sérfræðigreinum verða
viðstaddir athöfnina.
Allir, sem reynt hafa, þekkja þá ein-
angrunarkennd, sem menn eru haldnir
á fyrsta ári i læknadeild ásamt efa-
semdum um, að þekking sú, sem þeir
á því stigi eru að afla sér, komi þeim
nokkurn tíma a.ð notum í daglegu starfi
sem læknar. Mönnum brenna á vörum
spurningar: hvers vegna læri ég efna-
fræði, eðlisfræði, líffærafræði o.s.frv. ?
Raunar er þetta alþjóðlegt vandamál,
og viða hafa læknanemasamtök lagt
sitt af mörkum til að veita svör við
þessum spurningum. Á einhverri góðri
stund í sumar fæddist sú hugmynd að
skipta fyrsta árs stúdentum í hópa og
fara með þá í kynnisferð á sjúkrahús,
þar sem þeim yrði sýnt svart á hvítu,
hvernig þekking í efnafræði er hagnýtt
við rannsóknir á sjúku fólki, hvernig
eðlisfræðileg lögmál grundvalla rann-
sóknartæki nútima læknisfræði, hvernig
skurðlæknirinn styðst við sinn Gray í
starfi. Hugmynd þessari hefur verið
komið á framfæri við kennslustjóra
læknadeildar, sem hét óðar að beita
sér fyrir framkvæmd hennar.
Kennsla sú í hjálp í viðlögum, sem
ráðgerð va.r í hinni nýju reglugerð, hef-
ur um sinn verið fórnað á altari tíma-
skorts. Slíkt rúm má ekki opið og ófullt
standa, og hyggst því F.L. beita sér
fyrir námskeiði í þessum lífsnauðsyn-
lega þætti í menntun hvers manns, sem
bendlaður er við læknisleg fræði. Nám-
skeiðið verður væntanlega í desember
og verður þannig uppbyggt, að komi
fyrsta árs stúdentum að fullum notum,
þótt væntanlega muni enginn, sem eldri
og reyndari er, biða tjón á sálu sinni
með þátttöku.
Þjóðfélagsleg aögerö: Eitt hlutverk
F.L. 'og e.t.v. það, sem mest hefur verið
vanrækt, er virkni i heilbrigðismálum
Islendinga, umræðum og athöfnum.
Læknanemar um víða veröld hafa vakn-
að til vitundar um, að þjóðfélagsfræði
sjúkdóma, víxlverkanir þjóðfélagsað-
stæðna og heilsufars þegnanna, séu van-
rækt svið læknisfræði og þeim beri
skylda til að hefjast handa á því sviði.
Tvö dæmi um vandamál, sem standa á
þeim landamærum þjóðfélags vanda og