Læknaneminn - 01.10.1971, Side 95
LÆKNANEMINN
77
læknisfræðilegs, sem gerir þau nærtæk
viðfangsefni fyrir læknanema, eru reyk-
ingar og fíknilyfjaneyzla. Reykingar eru
nú taldar hafa meiri áhrif til hins verra
á heilsu fleiri einstaklinga en nokkurt
eitt atriði annað í lífsháttum vestrænna
þjóða. Píknilyf janeyzla æpir á athygli og
athöfn. - Að sjálfsögðu má haga fræði-
legu andófi gegn þessum vandamálum
með ýmsu móti, og þau krefjast mis-
munandi vinnubragða. Lausleg hernað-
aráætlun hefur verið gerð gegn reyk-
ingum og miðar að því að fylkja liði
og fara I gagnfræðaskólana með hlut-
lægar áróðurslausar upplýsingar um
meinafræði og eiturefnafræði reykinga.
Efnislega mun slík upplýsingamiðlun
skipulögð í samráði við sérfróða lækna.
Að óreyndu virðist bein hlutlæg umræða
í litlum hópi öðru fremur vænleg til
árangurs, en tvenns þarf með til að hún
sé framkvæmanleg: mannafla og þekk-
ingar. Búa ekki læknanemar yfir hvoru
tveggja? — Varðandi fíknilyfjaneyzlu
er í athugun, að F.L. vinni sjónvarps-
þátt I samráði við tæknimenn sjónvarps
um cannabisneyzlu, þar sem leitazt verð-
ur við að draga upp hlutlæga mynd af
eðli vandamálsins, koma á framfæri
þekkingu, sem aflað hefur verið með
fordómalausri athugun á reynslu manna
af neyzlu þessa tákns dagsins í dag.
Úr cleiklarráði, af deildarfundum: Prá
því aðalfundur P.L. var haldinn í marz
s.l. hafa sjö deildarráðsfundir verið
haldnir, einn löglegur deildarfundur og
tveir ólöglegir. Af þeim vettvangi mun
mestum tíðindum sæta tillaga frá
kennslunefnd, sem nú vinnur að heild-
arendurskoðun hinnar nýju reglugerðar.
Tillagan felur í sér, að próf, tvö eða
fleiri, teljist ekki lengur prófhluti vegna
þess eins að vera tekinn samtímis. Af því
leiðir, að lágmarkseinkunn 7 gildir fyr-
ir hverja einstaka prófgrein, hvar sem
er í náminu, en ekki lágmarkseinkunn
7 úr prófhluta eins 'og verið hefur. Nái
stúdent ekki tilskilinni einkunn í ein-
hverju prófi, má hann endurtaka það
próf aftur að hausti eða að ári liðnu.
Tillaga þessi var lögð fyrir deildarfund
7. júli s.l. Vegna mannfæðar var fund-
urinn ólöglegur og því ekki hæfur til
að afgreiða reglugerðarbreytingu, en
þar eð örlög tillögunnar skiptu þá, sem
féllu á upphafsprófum í vor, mjög miklu
m.t.t. haustprófa, boðaði deildarforseti
til annars deildarfundar þ. 14. júlí. Ekki
tókst betur til en í fyrra skiptið og því
til þrautar reynt, að ný reglugerðará-
kvæði kæmu fyrsta árs mönnum til góða
að þessu sinni. Á fundi háskólaráðs 10.
júní ’71 voru samþykkt svohljóðandi á-
kvæði um haustpróf: „Nái stúdent ekki
tilskilinni einkunn 1 einhverju prófi eða
prófhluta, má hann þreyta þann próf-
hluta að hausti eða að ári liðnu, enda
séu ákvæði um heildarnámstíma ekki
til fyrirstööu . . . þessi ákvæði eiga ekki
við um próf tekin á fyrsta ári, neina
læknadeild ákveði annað.“ (Úr 43. grein
reglugerðar H.I.). 1 krafti ofanskráðra
ákvæða samþykkti deildarráð sam-
kvæmt tillögu kennslunefndar að haida
haustpróf fyrir fyrsta árs stúdenta þá,
er féllu í vor, en gagnstætt þvl, sem
fyrirhugað var í tillögum kennslunefnd-
ar, verða þeir að þreyta öll prófin þrjú,
þótt þeir hafi aðeins fallið á einu. Engu
að síður gerast þau tíðindi nú I haust,
að haustpróf eru þreytt í læknadeild.
Loks skal þess getið, að vonir standa
til, að mjög muni greiðast úr húsnæð-
isvanda læknadeildar á komandi vetri.
— Takmörkunarmál hefur ekki borið
á góma.
Sept. ’71
Guðmundur Þorgeirsson.
I’IíA kennslumálanefnd
Mestur hluti starfa Kennslumála-
nefndar F.L. hefur að undanförnu farið
fram innan vébanda Kennslunefndar
deildarinnar, þar sem ýmis veigamikil
mál hafa verið til umfjöllunar. Skal hér
drepið á nokkur þeirra. Hin nýja reglu-
gerð virðist ætla að verða erfið í fram-
kvæmd svo sem marga grunaði. Er nú
nokkurn veginn ljóst, að preklínísku
námi er alltof þröngur stakkur sniðinn.
Seinni hluta s.l. vetrar kom upp kurr
í liði þáverandi 1. árs manna vegna
óhóflegs námsefnisálags. Var þetta
vandamál leyst, sumpart með niður-
skurði, sérstaklega í efnafræði, en sum-
part tilfærslu, þ.e. frestað var að taka
fyrir tiltekin atriði anatómíu 'og eðlis-
fræði þar til síðar. Kom sú skoðun í
ljós þá þegar meðal 1. árs stúdenta,
að réttast væri að velta pensúmshlass-
inu svona á undan sér í 4 ár, og lengja
þar með námið í 7 ára nám. 1 vetur
mun verða bætt við kennslu í statistik
og erfðafræði á 1. ári. Anatómíukennsl-
an hefur nokkuð verið til umræðu.