Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 95

Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 95
LÆKNANEMINN 77 læknisfræðilegs, sem gerir þau nærtæk viðfangsefni fyrir læknanema, eru reyk- ingar og fíknilyfjaneyzla. Reykingar eru nú taldar hafa meiri áhrif til hins verra á heilsu fleiri einstaklinga en nokkurt eitt atriði annað í lífsháttum vestrænna þjóða. Píknilyf janeyzla æpir á athygli og athöfn. - Að sjálfsögðu má haga fræði- legu andófi gegn þessum vandamálum með ýmsu móti, og þau krefjast mis- munandi vinnubragða. Lausleg hernað- aráætlun hefur verið gerð gegn reyk- ingum og miðar að því að fylkja liði og fara I gagnfræðaskólana með hlut- lægar áróðurslausar upplýsingar um meinafræði og eiturefnafræði reykinga. Efnislega mun slík upplýsingamiðlun skipulögð í samráði við sérfróða lækna. Að óreyndu virðist bein hlutlæg umræða í litlum hópi öðru fremur vænleg til árangurs, en tvenns þarf með til að hún sé framkvæmanleg: mannafla og þekk- ingar. Búa ekki læknanemar yfir hvoru tveggja? — Varðandi fíknilyfjaneyzlu er í athugun, að F.L. vinni sjónvarps- þátt I samráði við tæknimenn sjónvarps um cannabisneyzlu, þar sem leitazt verð- ur við að draga upp hlutlæga mynd af eðli vandamálsins, koma á framfæri þekkingu, sem aflað hefur verið með fordómalausri athugun á reynslu manna af neyzlu þessa tákns dagsins í dag. Úr cleiklarráði, af deildarfundum: Prá því aðalfundur P.L. var haldinn í marz s.l. hafa sjö deildarráðsfundir verið haldnir, einn löglegur deildarfundur og tveir ólöglegir. Af þeim vettvangi mun mestum tíðindum sæta tillaga frá kennslunefnd, sem nú vinnur að heild- arendurskoðun hinnar nýju reglugerðar. Tillagan felur í sér, að próf, tvö eða fleiri, teljist ekki lengur prófhluti vegna þess eins að vera tekinn samtímis. Af því leiðir, að lágmarkseinkunn 7 gildir fyr- ir hverja einstaka prófgrein, hvar sem er í náminu, en ekki lágmarkseinkunn 7 úr prófhluta eins 'og verið hefur. Nái stúdent ekki tilskilinni einkunn í ein- hverju prófi, má hann endurtaka það próf aftur að hausti eða að ári liðnu. Tillaga þessi var lögð fyrir deildarfund 7. júli s.l. Vegna mannfæðar var fund- urinn ólöglegur og því ekki hæfur til að afgreiða reglugerðarbreytingu, en þar eð örlög tillögunnar skiptu þá, sem féllu á upphafsprófum í vor, mjög miklu m.t.t. haustprófa, boðaði deildarforseti til annars deildarfundar þ. 14. júlí. Ekki tókst betur til en í fyrra skiptið og því til þrautar reynt, að ný reglugerðará- kvæði kæmu fyrsta árs mönnum til góða að þessu sinni. Á fundi háskólaráðs 10. júní ’71 voru samþykkt svohljóðandi á- kvæði um haustpróf: „Nái stúdent ekki tilskilinni einkunn 1 einhverju prófi eða prófhluta, má hann þreyta þann próf- hluta að hausti eða að ári liðnu, enda séu ákvæði um heildarnámstíma ekki til fyrirstööu . . . þessi ákvæði eiga ekki við um próf tekin á fyrsta ári, neina læknadeild ákveði annað.“ (Úr 43. grein reglugerðar H.I.). 1 krafti ofanskráðra ákvæða samþykkti deildarráð sam- kvæmt tillögu kennslunefndar að haida haustpróf fyrir fyrsta árs stúdenta þá, er féllu í vor, en gagnstætt þvl, sem fyrirhugað var í tillögum kennslunefnd- ar, verða þeir að þreyta öll prófin þrjú, þótt þeir hafi aðeins fallið á einu. Engu að síður gerast þau tíðindi nú I haust, að haustpróf eru þreytt í læknadeild. Loks skal þess getið, að vonir standa til, að mjög muni greiðast úr húsnæð- isvanda læknadeildar á komandi vetri. — Takmörkunarmál hefur ekki borið á góma. Sept. ’71 Guðmundur Þorgeirsson. I’IíA kennslumálanefnd Mestur hluti starfa Kennslumála- nefndar F.L. hefur að undanförnu farið fram innan vébanda Kennslunefndar deildarinnar, þar sem ýmis veigamikil mál hafa verið til umfjöllunar. Skal hér drepið á nokkur þeirra. Hin nýja reglu- gerð virðist ætla að verða erfið í fram- kvæmd svo sem marga grunaði. Er nú nokkurn veginn ljóst, að preklínísku námi er alltof þröngur stakkur sniðinn. Seinni hluta s.l. vetrar kom upp kurr í liði þáverandi 1. árs manna vegna óhóflegs námsefnisálags. Var þetta vandamál leyst, sumpart með niður- skurði, sérstaklega í efnafræði, en sum- part tilfærslu, þ.e. frestað var að taka fyrir tiltekin atriði anatómíu 'og eðlis- fræði þar til síðar. Kom sú skoðun í ljós þá þegar meðal 1. árs stúdenta, að réttast væri að velta pensúmshlass- inu svona á undan sér í 4 ár, og lengja þar með námið í 7 ára nám. 1 vetur mun verða bætt við kennslu í statistik og erfðafræði á 1. ári. Anatómíukennsl- an hefur nokkuð verið til umræðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.