Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 97
LÆKNANEMINN
79
Arnar Haulisson, læknanemi:
Vetrarþing I.F.M.S.A. haldið í Reykjavík
áramótin 1970 ■— ’71
Á síðasta, allsherjarþingi (G.A.) Inter-
national Federation of Medical Student
Associations (I.F.M.S.A.) í Berlín vorið
’70, var ákveðið að halda næsta vetrar-
þing samtakanna á Islandi. Þar sem
þetta yrði fyrsta þing samtakanna á Is-
landi, va.r stjórn F.L, mjög í mun, að
framkvæmd þess færi hið bezta fram og
yrði félagi okkar til sóma.
Strax um haustið hóf undirbúnings-
nefnd stjórnarinnar störf undir hand-
leiðslu Högna formanns. Náðust hag-
stæðir samningar við Loftleiðir um hýs-
ingu og flutning þátttakenda, svo og um
brúk fundarsala. Voru þar gerð sann-
kölluð reyfarakaup. Var ákveðið, með
samþykki stjórnar IFMSA, að þingað
skyldi 31. des. ’70 til 5. jan. ’71, þ.e.
yfir áramótin. Hinn 13. nóv. voru boðs-
bréf síðan send út.
1 upphafi var ekki búizt við nema um
20 þátttakendum. Kom þar til bæði
reynsla af fyrri vetrarþingum, tiltölu-
lega stuttur timi að „deadline of appli-
cation“, svo og hnattstaða oklcar. Þó
góð kjör byðust hjá Loftleiðum, þá er
samt allmiklu dýrara að senda dela
(delegates) hingað í flugi heldur en til
ýmissa borga á meginlandi Evrópu.
Reyndin varð þó önnur. 30. des., komu-
dag, mættu hingað 42 þátttakendur og
3 bættust við seinna, svo að í allt
urðu þetta 45 gestir frá 20 þjóðlönd-
um. Er það með endemum.
Til þess að svona ráðstefna megi
ganga snurðulaust fyrir sig, skal ýmis-
legt til. Undirbúningsnefnd F.L. reyndi
að huga að sem flestu. Svíta var fengin
— endurgjaldslaust — á Hótel Loftleið-
um (H.L.) og rekin skrifstofa þar. Var
hún opin allan sólarhringinn, meðan á
ráðstefnunni stóð, og annaðist upplýs-
ingadreifingu, vélritunar- og fjölritun-
arstarfsemi, ásamt mícró-sósiallífi.
Til þess að gera mönnum dvölina hér
ánægjulegri, var ákveðið að reyna að
blanda saman — í hófi þó — funda- og
skemmtanahaldi. Það verk var unnið
af svo einstaklega mikilli útsjónarsemi,
að fyrir þessa 5 ráðstefnudaga tókst
að kría út 4 kokkteilboð. Komudag not-
aði stjórn IFMSA og undirbúningsnefnd-
in til þess a.ð gera allt klárt fyrir setn-
ingu ráðstefnunnar næsta dag. Að öðru
leyti var dagurinn laus gestum til ráð-
stöfunar. Gaf skrifstofa út fréttablað
með upplýsingum um Rvík, skemmtana-
og kúltúrlíf í borginni o.fl. Var slíkt
blað gefið út alla daga ráðstefnunnar
og vakti lukku.
Gamlársdag, 31. des., kl. 8.30 að
morgni, hófst svo ráðstefnan. Forseti
IFMSA, James A. Dunbar, Skotlandi,
setti hana. Byrjaði hann á því að lýsa
ánægju sinni með aðbúnað allan svo og
undirbúning. Kvaðst hann aðeins geta
sett út á tvennt við dagskrána, svona
við fyrstu kynni, hversu árla væri ætl-
að að risa úr rekkju og heavy sósial-
prógramm. Næst tók Högni formaður
til máls. Bauð hann gesti velkomna og
gerði stutta grein fyrir sósialprógrammi
næstu daga. Þvínæst rakti James A.
Dunbar verkefni fundarins og helztu
málefnaliði, en gerði síðan tillögu um
efnismeðferð. Var hann hinn röggsam-
asti og fundarstjórn hans örugg og á-
kveðin. Leyfði hann engar vífilengjur,
en tók umsvifalaust orðið af hverjum
þeim, sem ekki hélt sér við efnið. Urðu
umræður því gagnorðari en almennt
gerist og gengu fljótt fyrir sig.
Að inngangi loknum var gengið til
dagskrár. Stutt hlé var gert um há-
degið, en fundi síðan fram haldið til
19.00.
Við undirbúning höfðu margar tillög-
ur fram komið, um hvað hægt væri að
gera af útlendingunum okkar þetta
kvöld. Varð það ofaná, að fengin voru
húsakynni og keypt út „kalt borð“ og
þeim boðið í Gamlárskvöldveizlu. Léttvín
voru höfð á boðstólum fyrir þá er vildu
kaupa. Var nú ekið í rútu með prúðbú-
inn hópinn frá H.L. að SlS á Kirkju-
sandi. Varð þarna fögnuður mikill. En
þar sem gleymzt hafði að fá dinner-
músík, brá Högni formaður skjótt við
og sótti fón og plötur. Runnu veigar