Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Side 98

Læknaneminn - 01.10.1971, Side 98
80 LÆKNANEMINN ljúft niður við undirleik ýmissa beztu poppara nútímans. Að borðhaldi loknu sté fólk dans, en inn á milli skemmti Peter Cox, Englandi, gjaldkeri IFMSA, með söngvum úr söngbók IFMSA og fékk sér til fulltingis Sigurð Árnason, Islandi. Israelsmaðurinn Azriel Perel, form. SCOPE, hélt sýnikennslu í hand- sprengjukasti, og notaði til þess kúlur af jólatré staðarins. Gat Magni gjald- keri því á engan hátt nýtt sér afgang veizlunnar næsta dag. Úndir miðnætti var svo haldið aftur af stað í rútunni upp í Auðkúlu í áramótafagnað stú- denta, með viðkomu þó á nokkrum brennum fyrst. Halli Tómasar, stúdenta- skiptastjóri, kynnti þær fyrir gestum, og borgarbrennuna skírði hann Lord Maýor Fire. Einum Svía varð bumbult á leiðinni, enda hafði hann dyggilega séð til þess, að ekki þyrfti að skila víni aft- ur til ÁTVR. Var ekið með hann upp á Ösltjuhlíð, hvar hann hresstist. Nýársdagur rann upp í almennri þynnku, enda frí til hádegis, en eftir það hófust fundir og stóðu fram að miðnætti. Hér mun rétt að taka fram, að nefnd fundarhöld hvers dags, eru um almenn málefni samtakanna. Sitja þá allir ráð- stefnugestir og hafa allir fulltrúar mál- frelsi og tillögurétt. En utan skipu- lagðs fundartíma fóru fram umræður í hinum mörgu nefndum samtakanna, s.s. SCOME, SCOH, SCOP, SCOPE o.fl., hverja einungis ákveðnir kjörnir fulltrú- ar sitja. Eiga þá aðrir ráðstefnugestir frí, og á þann frítíma var raðað títt- nefndu sóciallífi. Vetrarþing IFMSÁ eru auk þessa aðalþing stúdentaskiptistjóra landanna, sem þinga sér. Mikill áhugi var þó hjá flestum fulltrúum um þátt- töku í skemmtidagskrá ráðstefnunnar, og voru framan-nefndir nefndarfundir haldnir á ótrúlegustu stöðum og tímum. Var það mál manna, að sjaldan hefði betri árangur né meiri afköst náðst af nokkru þingi en þessu. Þakka þeir það að sumu leyti pressunni frá þéttskip- aðri dagskrá, svo og kokkteilunum, sem virkuðu hvetjandi á umræður þær, sem eftir þeim fylgdu. Laugardaginn 2. jan. stóðu fundir til hádegis, en klukkan 3 var farið i „sight- seeing‘!‘ um borgina. Að henni lokinni var svo rennt niður í Ráðherrabústað, þar sem heilbrigðismálaráðherra, Eggert Þorsteinsson, hafði móttöku fyrir þátt- takendur, embættismenn F.L. og fleiri gesti. Sýndu hinir íslenzku læknanemar þar hagsýni og kunnáttu langt umfram kollega sína erlenda, þar eð þeir hentu sjaldan færri en 2—3 glös á lofti í senn. Þarna féllu og þrír ágætismenn, Peter Cox, Daniel Zindel, Sviss, f. forseti IFMSA, og Azriel Perel, fyrir íslenzkri kvenlegri fegurð, og átti það eftir að verða þeim örlagaríkt næsta dag. Eftir að ráðherra og forseti IFMSA höfðu skipzt á snjöllum ræðum (á ensku auðvitað) var haldið aftur út á H.L. Um kvöldið var þingað í ýmsum nefnd- um, en aðrir þátttakendur áttu frí. Hélt Magni sumum þeirra veizlu að heimili sínu. Þar skemmtu Högni form. og Ótt- arr Guðmundsson með íslenzkum forn- mannaleik. Sunnudaginn 3. jan. stóð almennur fundur fram til hádegis, en e.h. var farið með erlendu gestina — svo og þá ís- lenzku — út úr bænum. Var haldið sem leið liggur að dælustöð I-Iitaveitu Rvk., í Mosfellssveit og hún skoðuð. Gaf hita- veitustjóri þar stutta lýsingu á hita- veitumálum Islendinga, en bauð því næst upp á hitaveitu-púns. Að þegnum veig- um loknum, var ferð áfram haldið, allt að Laxnesi, hvar rekinn var til skamms tíma næturklúbbur ásamt hestaleigu. Stóð til að hleypa gestunum á bak, en af því gat ekki orðið. Sátu menn þess í stað í rólegheitum í klúbb-sölum við glas, en Executive board meeting IFMSA var haldinn þar á staðnum. — Seinna í jan., fengu nokkrir embættis- menn F.L. kvaðningu frá Sakadómi Hafnarfjarðar. Var þeim gefið að sök að hafa átt hagsmuna að gæta í um- ræddum klúbb, og dvalið þar allar næt- ur, með ráðstefnugesti sina (hafnfirzka lögreglan veit lengra nefi sínu). Voru felagar okkar þó sýknaðir um síðir. — Úr Laxnesi var síðan ekið beint í bæ- inn, fataskipti höfð, og haldið í móttöku hjá hinum íslenzku læknasamtökum. Hafði Arinbjörn Kolbeinsson læknir, form. félagsins, hana inni á heimili sínu. Voru hinir erlendu gestir afar hrifnir af þeirri tilhögun svo og einstakri gest- risnl þeirra hjóna. Á Læknafélagið mikl- ar þakkir skilið fyrir gott boð og rausn- arlegar veitingar. Dagskrá gerði ráð fyrir þessu kvöldi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.