Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 99

Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 99
LÆKNANEMINN 81 fríu, en vegna þess að gestina — alla hreint — langaði til að nota næsta morgun í ferð á Gullfoss og Geysi, var ákveðið að flytja morgunfund næsta dags yfir á þetta kvöld. Er kvöldfundur hófst, kom í ljós, að 3 fulltrúar voru fjarverandi, þ.e. áður- nefndir þremenningar, sem þegið höfðu matarheimboð íslenzku stúlknanna frá deginum áður. Var gert hálftima hlé til þess að síma í þá og gefa þeim kost á að mæta. En þar sem k'oma þeirra dróst, var gengið til atkvæða um vítur á þá þrjá, og voru þær samþykktar og færðar í fundargjörð. Fundur þessa kvölds var með ein- dæmum harður og fjörugur og mikill hiti í umræðum, enda búið að kynda vel undir um daginn. Hér ber, til að forðast misskilning, að taka fram, að 3 títtnefndir fulltrúar, eru með aktífari og ötulli meðlimum IFMSA, þótt þeim yrði það á í þetta sinn að falla fyrir íslenzku vífi. Að kvöldíundi loknum var fjölmennt í Glaumbæ. Höfgi mikil seig hins vegar á Högna formann, sennilega þreyta eftir strangt rútuferðalag dagsins, svo hann lagðist undir feld sinn og svaf þetta kvöid. Klukkan 7.30 næsta morgun — hreina satt — var lagt af stað í ferð að G. & G. Dæmdist það á undirritaðan og Har- ald Briem að meðríða hinum erlendu gestum. 1 niðamyrkri, 6 stiga frosti og roki var lagt af stað. Á leiðinni þing- uðu SCOME og SCHOH, unz birti af degi. Gædar Voru með frá Loftleiðum, en gestum fannst mun trúlegri og á- hrifameiri lýsingar okkar Haraldar, Halli reyndar búinn að vera aðalgæd þeirra i öllum fyrri ferðum. Að Gull- fossi komst hópurinn og horfði á foss- inn í grámórauðum klakaböndum, standandi á gilbrúninni í hávaða roki og 15 stiga gaddi. Slikt veður mun bezt við timburmönnum. Við Geysi var staldrað, nesti snætt og horft á nokk- ur hveragos. Haldið síðan í bæinn. Virt- ust allir hamingjusamir. Er í bæinn kom, var gengið til funda, en kl. 17 var lagt aftur af stað og nú að Höfða, þar sem Borgarstjórn Reykja- víkur hélt gestum boð. Var fyrst þegið kaffi Og bakkelsi en siðan skenkt í glös. Hafði Sigmundur ritstjóri orð á þvi, að heldur væru þær sporlatar með ölið gengilbeinur þær, er þar skenktu. Var það einungis margrómaðri hörku hinna íslenzku læknanema að þakka, að þeir náðu að kippa. Frá Höfða var svo farið aftur yfir á H.L., settur þar fundur og tekin fyrir síðustu mál á dagskrá. Að lokum tók svo James A. Dunbar, forseti, til máls. Þakkaði hann fundar- mönnum fyrir góðan og árangursríkan fund, og íslenzku undirbúningsnefndinni fyrir frábæra skipulagningu og aðbún- að allan. Sagði hann síðan þessu Vetr- arþingi I.F.M.S.A. á Islandi ’71, slitið. Var síðan gengið til kvöldmáltíðar mik- illar. Var þar glatt á hjalla, margar ræður fluttar og gjafir færðar F.L. Um kvöldið voru lokafundir i nokkr- um nefndum, en síðan rólegt samkvæmi á herbergjum og skrifstofu, og þá hver boð af öðrum. Að undanskilinni síðustu kvöldmáltíð- inni, svo og nýársmáltíðum, snæddu gestir á kaffiteríu H.L. Líkaði þeim yf- irieitt vel maturinn, og höfðu Júgóslav- arnir 2, ungfrú Ivanka og hr. Predrag, orð á því, að aldrei hefðu þau fyrr þekkt kokk, sem gefið gat sömu súp- unni svo mörg nöfn. 1 stórum dráttum hef ég rakið dag- skrá ráðstefnunnar og tínt til stærstu og fegurstu rósirnar. Af málum, sem á góma bar á þing- inu, má nefna: Yfirlit og skýrsla stjórn- ar um hag og rekstur félagsins. Kom fram hjá gjaldkera, að mikið fé ligg- ur í óseldum söngbókum félagsins, og er það furða, svo góð sem hún er. Undirbúningur að næsta G.A. félags- ins, er Ný-Sjálendingar (Ástralíu) ætl- uðu að halda, en ekki gat af orðið sök- um of mikils kostnaðar við að senda dela þangað. 1 staðinn verður sumar- þingið haldið í París, nú í ágúst ’71. Þá var og gerð grein fyrir nokkrum ráð- stefnum, um afmörkuð mál, sem halda á á þessu ári, þ. á m. í Skotlandi um mengun. Stækkun samtakanna. Staðið er í bréfasambandi við mörg lönd, um inngöngu þeirra í samtökin, m.a. USSR, Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlgariu og Kúbu. Hjálp við þróunarlöndin, og þá hugs- anleg samvinna við danska læknanema, sem eru að hefja hjálparstarf í Bots- wanalandi, svo og við Sameinuðu þjóð- irnar á þessu sviði. Vandamál hinna ýmsu aðildarríkja, bæði innanlands og utan, voru rædd og reynt að aðstoða lönlin við lausn þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.