Læknaneminn - 01.10.1971, Page 100

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 100
LÆKN ANEMINN Útgáfustarfsemi var tekin fyrir, þ.e. möguleikar á útgáfu fréttablaðs, sem vaari fjárhagslega sjálfstætt og því sent ókeypis til allra læknanema innan IFMSA. Á þetta blað að vera með öðru og léttara sniði heldur en tímarit það, sem félagið gefur nú út. Mörg fleiri mál voru rædd, s.s. meng- un, heilbrigðismál o.fl., auk þess sem nefndir félagsins þinguðu alla dagana, en niðurstöður þeirra umræðna koma ekki í ljós fyrr en á G.A. i París. Stúdentaskiptistjórar endurskoSuðu lög sín og reglur, upplýsingar 'og skipti- skilyrði. Þetta er aðeins brot af þeim aragrúa málefna, sem tekin voru fyrir. Þeim, sem nánari upplýsinga æskja, skal vísað á möppu niðri í fundarherbergi með ýmsum þinggögnum og plöggum. Mikið annríki var á skrifstoíunni úti á H.L., þó hlé væri gert á kokkteiltím- um. Voru fjölrituð 60—70 þingskjöl u. þ.b. 15000 bls., auk fjölda annarra starfa. Er sumt þessa í fyrrnefndri möppu. Luku ráðstefnugestir upp einum rórni, að þessi hefði verið bezt undirbúna og skipulagða ráðstefna, sem IFMSA hefði staðið fyrir á undanförnum árum og færðu þeim, sem að henni unnu, undir ágætri forystu Högna Óskarssonar, for- manns, miklar þakkir. Það liggur í augum uppi, að ráðstefnu sem slíkri fylgir mikill kostnaður. Hann er greiddur að hluta með framlagi frá IFMSA og Félagsstofnun stúdenta, en að hluta með fé, sem F.L. aflaði með betli. Voru hinar ýmsu lyfjabúðir og lyfjainnflutningsfyrirtæki sótt heim 'og beðtin um fjárstyrk, 2000 kr. hvert. Tóku þau því yfirleitt vel, og er þeirra sem gáfu, getið annars staðar hér í blað- inu. I.F.M.S.A. eru stór samtök. Innan þess er félag okkar, F.L., einn minnsti aðilinn. Hér eru læknanemar allir I ein- um skóla, um 250 að tölu. Önnur lönd með fjölda háskóla — t.d. Frakkland með læknadeildir við 22 skóla — og þúsundir læknanema, hafa því langtum færri fulltrúa hlutfallslega heldur en við. Þá er eining þeim erfiðari. Við stöndum því talsvert vel að vígi í slík- um samtökum, að ekki sé talað um ef við fylgjum vel eftir því góða áliti, sem þetta þing færði okkur, en hingað til höfum við verið hálf skeytingarlausir um samtökin yfirleitt og lítt hirt að færa okkur í nyt þá fjölmörgu mögu- leika, sem aðild okkar þar býður upp á, okkur til framfara. Að lokum skal — til gamans — gerð úttekt á samkomugestum. 45 mættu til leiks, 31 male, 14 female, 42 hvítir, 3 svartir. Þessi lönd áttu fulltrúa, fjöldi þeirra í sviga: Austurríki (1), Ástralía (1), Bret- land, þ.e. England (2) og Skotland (4), Júgóslavía (2), Danmörk (2), Finnland (3), Frakkland (4), Þýzkaland (2), Hol- land (2), Israel (1), Italía (4), Líbanon (1) , Noregur (3), Pólland (1), Spánn (2) , Svíþjóð (3), Sviss (2), Tanzanía (1), USA (4). Óviðráðanlegar afturkallanir bárust frá 4 öðrum löndum. Líbanski fulltrú- inn (female), átti lengsta leið hingað, næst á eftir þeim ástralska, Hún fór vélavillt í London og flaug vítt og breitt um Evrópu i 3 daga, áður en hún loks rataði á rétta vél hingað, næst síðasta ráðstefnudaginn. 5. janúar flugu síðan ráðstefnugestir á braut, en eftir stóðu hinir Islenzku, þunnir á vanga eftir erfiða ráðstefnu og óvenjuhressilega kokkteildrykkju. Breiðholti, 5.8. ’71, Arnar Hauksson. Á röntgendeild í tvo mánuði: Læknanemar hafa gjarnan verið ráðnir á Röntgendeild Landspitalans yfir sumartímann, og undirritaður er einn þeirra. Oftast eru þeir tveir á deild- inni í senn, tvo mánuði i einu, einkum til röntgenskoðunar (röntgenskyggn- ingar) á meltingarfærum, ég á við koki, vélindi, maga, skeifugörn og öðru smágirni (smágirnispassage), ristli og endaþarmi (colonpassage, loftcolon) og myndatöku þessara líffæra eftir þörfum. En margt annað fellur þeim til, t.d. skyggning eftir steinum í gallblöðrum við cholecystografiu, aðstoð við mynda- tökur í bronchografium eða myelografi- um, af því að þessar rannsóknir eru oftast gerðar í sama tæki og áðurnefnd- ar meltingarfærarannsóknir. Stúdentar skipta og með sér morgninum, því á meðan annar skoðar og tekur myndir, hjálpar hinn til við að dæma myndir eins og hann er fær um, „frammi í fix-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.