Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 106

Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 106
86 LÆKNANEMINN grein fyrir, hvað utanaðkomandi fólki muni þykja áhugavert hér, og láist að kynna slíka hluti út á við sem skyldi. Við höfum hag af erlendum sambönd- um til hugmyndaöflunar, en getum einnig verið veitendur, ef betur er að gáð. Jörgen Nystrup hvatti til þess, að íslenzka „innritunarmálið'‘ yrði kynnt á ráðstefnu NFMIJ i Osló um inn- tökuskilyrði í læknadeildir, sem hald- in var nú í byrjun október. Þangað fóru tveir stúdentar og þrír prófessorar við Læknadeild H.I. Nýskipaður stjórnar- maður okkar í NMR, Ásbjörn Sigfús- son miðhlutastúdent, var þarna kjörinn annar tveggja stúdenta í sjö manna stjórn NFMU, en fyrir íslands hönd sit- ur þar einnig próf. Jóhann Axelsson. Kjör Ásbjörns ætti að tengja okkur bet- ur norrænum kollegum. Verður væntan- lega nánar fjallað um þessi fundahöld í Læknanemanum. Við birtum í þessu blaði grein eftir Jörgen Nystrup, sem hann skrifaði gagngert fyrir okkur, og vonum að málið bögglist ekki fyrir brjóstinu á neinum. Ráðningar síðasta hluta læknanema í launuð störf voru með mesta móti í sumar. Lengst af voru 10—15 kandi- dats- og aðstoðarlæknisstöður á Reykja- víkursvæðinu setnar stúdentum. Mikið var einnig sótzt eftir mönnum til vinnu og afleysinga út á land og til þjónustu á útihátíðum. Var ráðningastjóri oftast í mannahraki, svo undarlegt sem það kann nú að virðast. Eitthvað hiýtur að vera bogið við þetta heilbrigðiskerfi okkar, sem byggir á námsmönnum í föst störf í svo ríkum mæli, að þeir fara jafnvel hálf nauðugir í þau og truflast stundum í námi af þessum sök- um. Þó að þessi vinna sé okkur auð- vitað ómetanlegur styrkur á námstím- anum, getur hún gengið fram úr hófi. Sem áður verða stúdentar notaðir tölu- vert til kennslu í deildinni í vetur, eink- um í lífeðlis- og líffærafræði. Er það vel, meðan kennsluálag á hvern einstak- an stúdent helzt innan hóflegra marka. Nú lýkur enn einu ritstjórnartímabili Læknanemans með tilheyrandi kveðjum, þökkum og söknuði. Blaðamennskan hefur þennan tíma gengið fremur þung- lamalega, en út komust þrjú tölublöð með hjálp góðra manna. Fylgirit er nú með blaðinu, hið fyrsta um langt skeið. Er það verk Ólafs Gríms Björnssonar og fjallar um myndun læknisfræði- heita*). Skal hönum þakkað þetta verk og önnur ómetanleg störf í þágu frá- farandi ritstjórnar. Fjárhagur blaðsins hefur sízt batnað síðan við tókum við og er mikið og verðugt umhugsunarefni. Fjármála- spekingar telja, að stækka þurfi hlut- fallið auglýsingar/lesefni, gefa þurfi út fleiri og minni blöð. Seint verður nógu rík áherzla á það lögð, að gjaldkeri blaðsins og auglýsingasafnarar úr hópi yngri félaga hafi allar klær úti við fjár- öflun. Með þvi stendur og fellur þessi merka útgáfa. Allir læknanemar eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar, greinar, skrýtlur, .vísur eða teikningar í vetur og reyna að lífga upp húmor blaðsins. Við, sem hverfum úr ritstjórn, ósk- um arftökunum allra heilla og vonum, að betur gangi. S. S. *) Hér er átt við: Hvernig eru Iæknisfræði- heiti mynduð? eftir Knut Kleve. Fylgirit Læknanemans í ágúst 1971. Telst það inni- falið í áskriftargjaldi. — hessu blaði til- heyrir einnig: FLORA MEDICORUM ET CHIRURGORUM, VOLUMEN I. Fylgirit Læknanemans í október 1971. Þetta er teikni- myndasafn Sigurðar V. Sigurjónssonar, cand. med. Verður það selt sérstaklega til þeirra, sem þess óska. Sjúkratilfelli Framh. af bls. 34 Sjúklingurinn telur sig vera orðna svo leiða á ástandi sínu, að hún krefst fullkomins bata og finnst læknar og meðferð þeirra hafa komið að litlu haldi á und- anförnum árum. Hún hefur engar ranghugmyndir, en persónuleika- próf hafa leitt í ljós, að hún á erfitt með að s.já raunhæft sam- hengi á milli hlutanna, og mat hennar á s.jálfri sér virðist vera í lökum raunhæfum tengslum. Til- finningar hennar virðast heldur grunnar, og hún virðist þola lítið ólag, og kennir hún aðstæðum og ytri kringumstæðum um. Hver er sjúkdómsgreining þessa sjúklings, og hvaða meðferð ætti hún að fá?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.