Læknaneminn - 01.03.1974, Page 15
Ift’fcmrinn
Nú skulum við líta á lækninn. Hann hefur að baki
Wgt nám og reynslu, sem er mismikil. Þetta má
flokka saman sem tœknilega kunnáttu. Út frá fyrri
reynslu sinni af sjúklingnum mun hann geta gert sér
Ookkra hugmynd um ástand sjúklingsins. I námi
°g starfi hefur hann tamið sér ákveðið hegðunar-
Htynstur gagnvart sjúklingnum. Hegðun þessa við-
hefur hann ýmist vegna samvisku sinnar eða aðhalds
frá kollegum. Þetta hegðunarmynstur má nefna
kzknasiðfrœði.
Vegna stöðu sinnar í jDjóðfélaginu hefur læknir-
lnn ávallt ýmissa fj árhagslegra og faglegra hags-
muna að gæta. Hugsanlegt er að þetta móti að
nokkru hugmyndir hans um það, hvað sé sjúklingn-
u>n „fyrir bestu“.
Eins og áður greindi koma læknirinn og sjúkling-
urinn oft úr gjörólíku umhverfi. I danskri rannsókn
kom í ljós, að þriðjungur þarlendra lækna var af
Eáskólamenntuðum foreldrum og allt að helmingur
lækna var ættaður úr efstu 3% þjóðfélagsstigans.
Fróðlegt væri að gera hliðstæða rannsókn hérlendis.
Svona gífurlegur munur á uppruna sjúklings og
læknis hlýtur að vera afdrifaríkur í samskiptum
þeirra. Læknirinn á erfitt með að setja sig inn í
félagslegar aðstæður sjúklingsins, svo og þýðingu
þeirra fyrir hann og sjúkdóminn. Hann veit oftast
Etið um vinnustað sjúklings, aðhúnað á heimili o. s.
frv. Er þess þá að vænta að læknirinn fái fullan
skilning á lífsskilyrðum sjúklingsins og gjörðum?
Einnig má spyrja: Hvert telur læknirinn takmark
meðferðarinnar? Stendur læknirinn með sjúklingn-
urn eða kerfinu? Hvaða læknir vill aðlaga atvinnu-
kfið þörfum sjúklinga en ekki öfugt.
&réun sjúhlingshlutverlisins
Eins og áöur var lýst skiptir margt fleira máli í
astandi sjúklings en sársauki og óþægindi, þ. e. a. s.
5jlöggildingarþörfin“, áhyggjur, tilfinnanlegt ójafn-
vægi, óvissa um framtíðina, efnahagsörðugleikar o.
fk Hvað gerist nú þegar hann hittir lækninn, sem
einnig kemur með sínar forsendur, aðallega læknis-
fræðilegar?
Samband (communication) milli sjúklings og
læknis fer aðallega fram með tvennum hætti:
1) Sjúklingurinn lýsir ástandi sínu frá eigin sjón-
arhóli. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hlut-
verk læknisins og leggur áherzlu á eða sleppir ýms-
um atriðum í samræmi við þær. A hinn bóginn vel-
ur læknirinn samkvæmt sínum forsendum úr Jrær
staðreyndir, er hann telur sig þurfa til að meðhöndla
sjúklinginn. Sennilega ber enn meira á þessu vali
læknisins Jregar notuð er hin aðferðin,
2) að læknirinn spyr sjúklinginn heinna spurn-
inga um það er hann telur sig þurfa að vita.
Einkennandi fyrir Jressi samskipli er gagnkvæmi
af sérstakri tegund: Svar læknisins við greinargerð
sjúklings er meðhöndlun, fólgin í ordínasjónum, fyr-
irmælum til sjúklings etc. Yfirleitt er ekki rætt um
hvers vegna læknirinn hafi valið þessa meðferð.
Þeir sem hlut eiga að máli reikna með að læknirinn
haíi yfir að ráða faglegri þekkingu á háu stigi, sem
haíin sé yfir allar umræður. Færir því læknirinn
sjaldnast rök fyrir meðferðinni. En eins og áður var
rætt getur ýmislegt spilað inn í, svo sem hugmyndir
læknis um sjúkling og hvað sé honum „fyrir bestu“.
Og þó svo að til ósamkomulags um meðferðina kæmi
myndi það ekki breyta henni.
Til þess að sjúklingur nái aftur heilsu verður
hann að hlýðnast fyrirmælum læknisins. Samvinnu
er því þörf, en hún stjórnast þó algjörlega af vilja
læknisins og Jsankagangi. Þessi ójöfnuður getur að-
eins viðhaldist vegna Jress að læknarnir eru hómógen
hópur án marktækrar samkeppni og þess að sjúkling-
urinn er ekki í neinni aðstöðu til að dæma um hæfni
læknisins eða veita honum aðhald. Læknirinn er
mun hetur settur, þar eð hann getur einfaldlega neit-
að meðhöndla sjúkling sem óhlýðnast fyrirmælun-
um.
Það er því einkum þrennt sem máli skiptir varð-
andi það hve sjúklingur er háður lækni sínum:
1) Upphafleg vanmáttarkennd sjúklings
2) Sjúklingur viðurkennir að hann þarfnist hjálpar
og leitar læknis
læicnaneminn
9