Læknaneminn - 01.03.1974, Side 35

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 35
loftiS og halclið vestur. Þar tóku læknar staðarins þeir Úlfur Gunnarsson og Ólafur Ólafsson á móti flokknum með þeim orðum að matur stæði enn á borðum og færi hvað kólnandi. Eftiraðmatnumhafði verið gerð skil var litið yfir sjúkrahúsið með slíkum hraða að talið er að heimsmet hafi verið sett og vinn- ur félagið nú að staðfestingu á því. Síðan var haldið i boð bæjarstjórans að Hótel Mánakaffi. Eftir að fflenn höfðu skóflað í sig veitingum stóð bæjarstjór- inn, Bolli Gunnarsson upp og fræddi vísindamenn um áætlanir þeirra heimamanna um uppbyggingu heilbrigðismála og leist mönnum vel á. Færði hann félaginu að gjöf áætlanagerð þeirra og verður gerð nánari grein fyrir henni í sérstakri grein síðar. Eftir þetta góða boð skiptist hópurinn í tvennt. Vísindamennirnir, sem höfðu lokið grunnrannsókn- um héldu upp á loft hótelsins og snéru sér fullir á- huga að aðalverkefninu. Fréttir bárust síðar um það að einn hefði jafnvel hjólað í vísindagögnin. Hinn hópurinn og sá stærri hélt nú upp í skíðaskála og undu sér þar glaðir við sitt og þá sérlega einn sem gerðist brátt ofurkátur og reitti af sér slappstikkana og lifgaði þannig upp á hina. Um kvöldið hittust hóparnir aftur og farið var á dansleik í Alþýðuhúsinu og talið er að menn hafi skemmt sér vel, enda tóku heimamenn vel á móti og þá sérstaklega karlpening okkar, sumum hverjum a. m. k.. Ekki er hægt að greina öðru vísi frá nóttinni, en það að menn hafi dvalist víða. Morguninn eftir mátti sjá að heimamenn höfðu markað suma og veitt þeim Blow-up-fracturu, en þeir voru þó fáir sem bet- ur fer. Aðrir voru enn á hjólum. Eins og vænta mátti urðu veðurguðirnir mönnum hliðhollir og lofuðu okkur að vera einn daginn enn. Fannst nú skíðaskálamönnum ómögulegt að dvelja upp á reginfjöllum og fluttu sig niður í bæinn. Það sem eftir var dagsins sátu menn að spilum, eða skoðuðu sig um í bænum og sumir fóru aftur á spít- alann lil að fullkomna skoðunina. Um kvöldið kom- ust sumir á dansiball sem eitt af frystihúsum staðar- ins hélt starfsfólki sínu. Aðrir lentu í ryskingum við pólitíið vegna komu fyrsta breska togarans eftir upphaf þorskastríðsins svo eitthvað sé nefnt. Morgunin eftir hafði sljákkað það í veðri að flug- fært var og drifu menn sig því út á flugvöll og héldu heimleiðis hressir og kátir en kannski dálítið slappir. læknaneminn 25

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.