Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 44
Nánar inn eitilfruniur
Eitilfrumur eru á stöðugu flakki um vefi líkamans.
Þær hafa hæfileika til að greina framandi lífefna-
sambönd frá efnakerfum þess líkama, sem þær til-
heyra. Hefur þeim verið líkt við lögreglusveit á stöð-
ugri eftirlitsferð. Jafnskjótt og þær verða varar við
eitthvað annarlegt gera þær aðvart. Aðrar frumur af
jimsum gerðum koma þá á vettvang, og hinum af-
brigðilegu efnasamböndum er útrýmt með samstilltu
átaki allra frumnanna. (Sjá síðar).
Greiningarhæfni eitilfrumna byggist á viðtökum
(receptors), sem sitja í yfirborðshimnu þeirra.
Greiningin er í því fólgin, að viðtak með ákveðnu
þrívíddarmunstri getur einungis bundið efnasam-
eind, sem hefur nákvæmlega samsvarandi öreinda-
munstur (complementary structure). Þegar ákveðinn
lágmarksfjöldi framandi sameinda smýgur inn í við-
tök eitilfrumu, vaknar hún til starfs, og breytir þá
jafnframt útliti eins og síðar verður lýst. B-eitilfrum-
ur taka að mynda mótefni, en T-eitilfrumur byrja að
framleiða efni, er m. a. kalla á vettvang einkjarna
gleypifrumur. Hver eitilfruma virðist einungis hafa
viðtök fyrir eina gerð sameinda. I heilbrigðum ein-
staklingum eru engar virkar eitilfrumur með við-
tökum, sem binda öreindamunstur, er tilheyra þeirra
eigin líkama. Á hinn bóginn virðist líkaminn hafa
yfir að ráða eitilfrumum, sem hafa eða geta myndað
viðtök fyrir flestar aðrar lífefnasameindir, er geta
orðið á vegi hans.
í fyrsta skipti, sem líkaminn kemst í tæri við á-
kveðið lífefnasamband (t. d. yfirborðsmunstur sýk-
ils) eru mjög fáar eitilfrumur til staðar, sem hafa
viðtök, er samsvara hinu framandi efnamunstri.
Þetta fyrsta áreiti leiðir hins vegar til þess, að slík-
um frumum fjölgar, og verða þær því fleiri þeim
mun oftar sem þetta sama efnasamband berst inn í
líkamann. Af þessu leiðir, að fyrsta svar ónæmiskerf-
isins gegn ákveðinni sýklategund er tiltölulega sein-
virkt og veikt (primary response). Við endurtekið
áreili sama sýkils verða varnarviðbrögðin hins veg-
ar skjótari og árangursríkari (secondary response).
Fyrirbærið kallast ónæmisminni (immunological
memory) og er hagnýtt til bólusetninga.
Nánar um átfrumur
Átfrumur eru ríkar af efnakljúfum, senr geta brot-
ið niður lífrænar efnaeiningar. Efnakljúfarnir mynd-
ast í ríbósómum átfrumunnar. Þaðan berast þeir
gegnum frymið lil Golgi-kerfisins, þar sem þeim er
raðað og þjappað saman í hnykla. Efnakljúfahnykl-
ar þessir, sem eru aðskildir frá fryminu af þunnri
himnu, kallast meltikorn (lysosomes). Þegar átfruma
gleypir sýkil, er hann fyrst í stað umluktur hluta af
yfirborðshimnu átfrumunnar. Má á þessu stigi greina
bráðina sem afmarkaða örðu (phagosome) í frynu
átfrumunnar. Fljótlega koma meltikorn aðvífandi og
leggjast upp að ætisörðunni. Flimnurnar milli þeirra
sameinast og rofna, þannig að ætisarða og meltikorn
renna saman í eina heild, gleypi-meltikorn (phago-
lysosome). Efnakljúfar meltikornsins geta nú óhindr-
að komizt að sýklinum og leyst hann upp í frum-
parta sína, sem fruman getur hagnýtt sér til viður-
væris eða losað sig við. Átfrumur eru mjög fljótar
að ganga frá bráðinni, tekur það venjulega ekki
nema nokkra klukkutíma.
Beinmergur og sérhæfing hvítra
hlóðkorna
Beinmergurinn, sem hýsir flestar stofnfrumur
blóðkorna, sendir sífellt frá sér nýjar eitil- og átfrum-
ur í stað þeirra, sem ganga sér til liúðar. Ekki hefur
ennþá verið úr því skorið, hvort hinar ýmsu tegund-
ir hvítra blóðkorna æxlast úr frá fleiri en einni gerð
stofnfrunma, eftir að fósturskeiði lýkur. Einnig er
lítið vitað um þau stjórnkerfi, sem ráða myndunar-
hraða og sérhæfingu blóðkornanna. Þegar út úr
mergnum kemur, er talið, að sérhæfing hverrar
frumu sé það langt gengin, að endanlega sé ákveðið,
hvort hún verður eitilfruma, einkjarna gleypifruma
eða kleyfkjarna átfruma. Sérhæfingin er fólgin í bæl-
ingu á flestum erfðastofnum frumunnar samtímis
því, að aðrar erfðaeiningar eru leystar úr læðingi-
Því sérhæfðari sem fruma er þeim mun fleiri af
erfðastofnum hennar eru óstaríhæfir. Flinir útvöldu
erfðastofnar fá þannig einokunaraðstöðu í frumunni
og móta gerð hennar eftir starfsþörfum sínum. Ekki
er vitað á hvern hátt bessi sérhæfing gerist, en lík-
legast er talið, að henni sé að nokkru leyti stjórnað
af sérhæfingarvökum (differentiating hormones).
Kleyfkjarna átfrumur hafa stutta viðdvöl í blóð-
rásinni (meðal æviskeið 12-24 klst.) og eru orðnar
32
LÆKNANEMINN