Læknaneminn - 01.03.1974, Síða 51
stokka (splenic sinuses), sem tæmast í bláæöakerfi
ffliltans. Milli blóðstokkanna eru vef j astrengir
(splenic cords), sem eru myndaðir úr einkjarna
gleypifrumum og netfrumum. Netfrumurnar senda
frá sér þræði, sem kvíslast milli blóðstokkanna og
fflynda þétt riðið net, sem blóðið sitrar gegnum. I
netstrengjum þessum er mikið um einkjarna gleypi-
frumur, bæði fastar og lausar, og sjá þær um blóð-
ht'einsun þá, sem fram fer í miltanu.
Grákvikurnar (sjá 5. mynd) eru slíður, sem urn-
lykja slagæðlinga rauðkvikuhólfanna. Þessi slíður
eru ur eitilvef og leggjast utan um slagæðlingana
jafnskjótt og þeir yfirgefa bandvefsskiptin og stefna
lnn að miðju hólfanna. Eitilvefskápa þessi er þynnst
næst bandvefsskiptunum og þykknar þegar nær dreg-
ur miðju rauðkvikuhólfanna. Tímgilsvæði grákvik-
unnar liggur næst æðinni (periarterial lymphatic
sheath), og eru þar flestar eitilfrumur af T-gerð. í
utjöðrum tímgilsvæðanna eru eitilfrumubú svipuð
þeim, sem finnast í eitlum. Eitilfrumur búanna og
ytri hluta grákvikuslíðranna eru flestar af B-gerð.
Slagæðlingar rauðkvikunnar senda frá sér grein-
ar, sem liggja þvert gegnum grákvikuslíðrin út í að-
hggjandi rauðkvikustrengi. Er talið, að eitilfrumurn-
ar smjúgi út úr æðunum í þann mund, sem þær yfir-
gefa grákvikuna (marginal zone). B-frumurnar leita
lnn í eitilfrumubúin, en T-frumurnar skríða inn á
timgilsvæðin í grákvikumiðjunni. Þaðan berast þær
aftur inn í blóðrásina gegnum blóðstokka rauðkvik-
unnar.
Eitilvefur miltans virðist í ýmsu tilliti vera ólíkur
eðrum eitilvef líkamans. Þannig myndast þar meira
af M-mótefnum (IgM) en í öðrum vefjum líkamans.
Ennfremur benda líkur til, að T-eitilfrumur, sem
fara um miltiseitlinga, séu frábrugðnar T-eitilfrum-
um eitla.
Eitilvefur meltingarfœra
Meltingargangurinn er gróðrarstía fyrir margvís-
fegar bakteríur, og þangað berast sífellt alls kyns
sýklar með fæðu. Yfirborðslag (slíma) garnanna er
a hinn bóginn fremur þunnt enda þurfa næringar-
efni að komast þar í gegnum. Einnig myndast gjarna
sma rof í þessa þekju við núning frá hörðum fæðu-
°gnum. Meltingarvegurinn er því sá staður, þar sem
yfirborðsvarnir líkamans eru veikastar. Rannsóknir
á heilbrigðum dýrum hafa sýnt, að fjöldi baktería
berst inn í blóð- og vessaæðar garnanna.
Líkaminn þarf sérstakar varnarráðstafanir til þess
að mæta þeirri hættu sem þetta býður heim. Hafa
þannig þróast miklar eitilvefsbreiður undir yfir-
borðsþekju meltingargangsins. Ennfremur eru mik-
ið um eitla í hengiskinu (mesenterinum) garnanna.
Loks er lifrin stórvirk sýklasía eins og síðar verður
lýst.
Helztu þættir eitilvefskerfis meltingargangsins eru
kverkeitlur (tonsillae palatina), tungueitlur (tons-
illae lingualis), kokeitlur (tonsillae pharyngea), stak-
eitlingar og eitilvefsflákar mjógirnis (Peyer’s path-
ces) og botnlanga. Eitilfrumur þessa kerfis eru flestar
af B-gerð, og virðist vera lítið um tímgilsvæði í eitil-
vef meltingarvegarins. Ber þar mest á eitilfrumubú-
um, og hefur verið talið, að sérhæfing B-eitilfrumna
í spendýrum fari að verulegu leyti fram í þessum bú-
um (bursa equivalent). Nýlegar dýratilraunir hafa
þó veikt þessa tilgátu. Mótefni þau, sem þessar eitil-
frumur mynda, eru mestmegnis af A-gerð (Ig A).
Berst talsvert af þessum mótefnum gegnum yfirborðs-
jrekjuna inn í meltingarganginn. Er talið, að þau
verndi slímhúð meltingarvegarins gegn ágangi sýkla
og geri óvirk eiturefni, sem þeir framleiða.
Lifmr
Mestur hluti þess blóðs, sem kemur frá görnum,
rennur gegnum lifur. Yeggir æðastokka (sinusoids)
lifrableðlanna eru þétt setnir af einkjarna gleypi-
frumum í Kuffer’s cells), sem eyða sýklum, er berast
blóðleiðina frá görnum. Hins vegar er fremur lítið
um eitilfrumur í heilbrigðri lifur.
Mótefnaglóbúlín aukast verulega í blóði sjúklinga
með svæsna lifrarbilun. Er talið, að það orsakist af
áreitni frá óeðlilega miklu sýklamagni í líkama slíkra
sj úklinga, þar sem lifur þeirra er ekki lengur fær um
að útrýma sýklum frá meltingarveginum.
Ferð Uvítra blóffhorna um líhamann
Kleyfkj arna átfrumur hafa stutta viðdvöl í blóð-
inu. Þær eru skammlífar og eyðast fljótlega eftir að
þær fara út úr æðakerfinu inn í vefi líkamans. Stöðv-
un á framleiðslu þeirra í beinmerg leiðir því skjótt
til minnkaðs sýkingarviðnáms.
Einkjarna gleypifrumur dveljast líka stutt í blóð-
LÆKNANEMINN
37