Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 63

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 63
ViUögur til úrbóta Það er mjög erfitt að nefna einhverja töfraformúlu um það, hvernig tnegi bæta ástand læknadeildar H. I. Að mínum dómi væri skynsam- legast að fá hingað 3-5 manna nefnd erlendra sérfræðinga, sem allir kenna við viðurkennda háskóla til að gera úttekt á læknadeild, náms- efni, kennslu og klíníska náminu. Ef niðurstaða þessarar nefndar yrði sú, að lækadeild sé óhæf til að mennta lækna á nútíma vísu, yrði henni lokað um skeið. Síðan þyrfti að skipuleggja á ný allt námið í heild sinni og styðjast þá gjarnan við erlend prógröm, t. d. það sænska eða Tromsö-kerfið. Spítalakerfið verður að sníða að kennslu stúdenta. Stórt skref og nauðsynlegt í þá átt hlýtur að vera sameining allra spítalanna á Reykja- víkursvæðinu. Þá væri hægt að mynda ákveðnar deildir, sem nú eru ekki til. Dæmi: endokrinologisk deild, medisinsk meltingarsjúkdóma- deild, nýrnadeild o. s. frv. Einnig hlytu allir starfskraftar að nýtast betur þannig, svo og tækjabúnaður. Margir munu telja þetta óframkvæmanlegt vegna fjárskorts, en það er spurning, hvort borgar sig betur að framleiða fjöldann allan af lélegum læknum eða fáa velhæfa menn. Þetta er allt saman fjarlægur draumur. En þar til veruleg úrbót hefur fengist í þessa átt, munu ísl. læknar verða lítils metinn vinnukraftur, rneðal þeirra þjóða, sem þeir liafa leitað til fram að þessu. Þær þjóðir Wunu nýta sér aukið framboð af miklu hæfara fólki, sem kemur frá uetri skólum. íslendingar geta þá leitað til 3. heimsins, þar sem lækna- skorturinn er gífurlegur. Það er svo aftur deiluatriði, hvort ísl. ríkið hefur efni á því, að mennta svo stóran hóp manna til útflutnings til þróunarlandanna. Óltarr Guðmundsson. þ. e. mikroskópisku preparötun- um, krufningunum og svo úr te- oríu, bœði með aðalprófi og skyndiprófum. 6. önn: Farniakologia klinisk propcdeutik, klinisk kcmi, klinisk fgsiologi Farmakólógían var tekin frá 22/1—16/3, með fyrirlestrum, laborasjónum og seminörum. Fyr- irlestrar með demonstrasjónum voru f. h. dgl., en þá daga sem til- raunir voru, voru þœr frá kl. 13— 17. Nokk.ur dœmi um slíkar til- raunir eru hér nefnd til fróðleiks: Samanburður á mism. lyfjainn- gjöf (s. c. i. v. i. a.) á kanínu, preparasjónir, verkun SKF-525A á metabólisma enhexymals í kan- ínu, kompetitif inhibisjón (Ach. vs. tubocurare) verkun kurare á masseter-vöðvann í rottu o. fl, AUs voru þessar œfingar 10. Próf voru smá-skyndipróf og aðal- lokapróf. 1 klíniskri propedeutik var kennsla í ýmiss konar klíniskri vinnu, s. s. hlustun, sjúrnalaskrif- um, radiologi, socialmedisín, skoðun sjúkra o. fl. A þessu nám- skeiði voru stúdentar látnir taka ákveðið magn af œfingasjúrnöl- um, sem síðan voru lesnir og gagnrýndir. I klíniskri jysiologi var farið í ýmsar fysiologiskar rannsóknir og gildi þeirra, s. s. Ekg, Fkg, lungna- próf, central og perifer þrýstings- mœlingar, vinnufysiologi o. fl. Verklegar cefingar fylgdu með. I klíniskri kemiu var farið í ýmiss konar rannsóknir, teoret- iskt, og auk þess voru 40 tíma verklegar œfingar, með blóð, þvag, læknaneminn 45

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.