Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 6

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 6
Pétur H. ]. Jakobsson Fceddur 13. nóv. 1905 - Dóinn 8. marz 1975 Pétur H. j. Jakobsson fæddisl á Húsavík 13. nóv- ember 1905, sonur hjónanna Jóns Armanns Jakobs- sonar kaupmanns og Valgerðar Pétursdóttur. Hann lauk kandidatsprófi frá Háskóla Islands í febrúar 1933 og hélt um vorið utan til framhaldsnáms, aðal- lega í Danmörku en einmg í Þýzkalandi og Frakk- landi. í árslok 1939 kom Pétur heim til íslands og starfaði hér óslitið til dauðadags. Á árunum 1940- 1948 stundaði hann almennar lækningar í Reykja- vík en starfaði jafnframt af og til á handlækninga- deild og röntgendeild Landspítalans. Á þessum árum hóf hann að annast mæðravernd í Reykjavík, sem nú fór í fyrsta sinn fram með skipulegum hætti. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum 1945 og í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1948. Þegar fæðingardeild Landspítalans var sett á stofn 1948 varð hann forstöðumaður hennar. 1949 varð hann skólastjóri Lj ósmæðraskóla Islands og sama ár kennari í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við Læknadeild, dósent í sömu grein 1957 og prófessor nokkrum árum síðar. Þessum störfum gegndi hann til dauðadags. Við sem þessar línur ritum kynntumst Pétri næsta lítið. Þegar hann féll frá um miðjan vetur síðast- liðinn, hafði aðeins hluli okkar notið handleiðslu hans í verklegu námi, auk þess sem allir læknar fæðingardeildar áttu nú hlut að kennslunni, sem Pétur hafði áður annazt einn að mestu. En það þurfti ekki langan tíma til að finna, að Pétur bjó yfir fágætri þekkingu í grein sinni. Lögðust þar á eilt óvenjulöng starfsreynsla og mikill fræðilegur áhugi. Það hvarflar líklega að mörgum læknanemum i dag, að okkar kynslóð muni ekki sjá á sínu skeiði breytingar og framfarir í læknisfræði hliðstæðar þeim, sem orðið hafa í tíð þeirrar kynslóðar, sem nú er að ljúka sínum starfsdegi. Um það verður heldur engu spáð. En víst er um það, að þá mun okkur skila lengst á leið, ef reynslan verður okkur stöðug hvöt til að leita nýrrar þekkingar. I þeim anda virtist okkur Pétur Jakobsson hafa starfað sí- ungur til hinztu stundar. Við þökkum honum stutt en ánægjuleg og lær- dómsrík kynni. Aðstandendum hans og vinum vott- um við hluttekningu oklcar. J. T. - J. S. 4 LÆICNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.