Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Side 16

Læknaneminn - 01.10.1975, Side 16
þau í þessa átt. Fibrinogen hefur óreglulegasta form venj ulegra plasmapróteina og verkar mest. Ffins veg- ar hefur albumin, sem er býsna reglulegt, ekki áhrif og dregur jafnvel úr sökki. Aukning a- og y- globulina getur haft áhrif. Ástand í blóðinu, sem hindrar á einhvern hátt rúllumyndun, hægir á sökki. I sigðfrumuhlóðleysi (elliptocytosis) er þessi myndun ómöguleg, og jafn- vel þótt jákvæðir þættir fyrir auknu sökki séu til staðar, eykst það ekki. Anisocytosis, spherocytosis og hypochromia verka einnig oft hindrandi á sökk, sem annars yrði við sams konar skilyrði í eðlilegu blóði. Það er með þessa kenningu sem aðrar, að ekki eru allir á einu máli. Þótti mér kenning G. Ruhen- stroth-Bauers (2) býsna forvitnileg. Vil ég reyna að gera henni einhver skil. Hann heldur því fram, að neikvæð hleðsla blóðkorna breytist ekki við sökkaukningu.* Ekki vill hann heldur meina, að allt- af verði marktæk breyting á hlutfalli plasmapróteina. Hækkim fibrinogens og annarra próteina er ekki or- sök aukins sökks, heldur einungis tilfallandi með því. Svo mikla þéttni þarf af fibrinogeni í blóði til þess að það eitt auki sökk, að slíkt þekkist varla. Onnur efni eru ekki lil í heilbrigðu plasma, sem auka sökk. - Sérstök serum prótein, sem ekki eru í normal plasma, auka sökk, en verka mörg í auknum mæli sé fibrinogen í návist þeirra. Köllum þau „agglomerin". Enn önnur efni geta hindrað agglo- merinin í verkun sinni, jafnvel þótt þau séu í afar litlu magni í plasma, og þannig dregið úr sökki (mynd 1.), (2). Þetta eru oftast lipoprótein með háa mólikúlþyngd. Verka þau hindrandi á sökk með því að bindast rauðu blk. mun fastar en agglomer- inin. (Eru hvött af „plasma lipolytic enzymi" við 37°C). Þetta hindrandi kerfi virðist verka meira á sökk í bólgusjúkdómum en í illkynja sjúkdómum. - Nær öll andbólguefni hefta agglomerinin vel. Þar má nefna salicylöt, phenylbutazon o. fl. Einnig verka sterar á þau, en minna. — Flvernig myndast þá þessi dularfullu prótein, agglomerinin? Ruhenstroth-Bau- er og fél. (2-a) fundu út, að þar sem frumur brotna * Oft er talað unt sökkhækkun. „Sökk“ er útlegging á „ery- throcyte-sedimentation rate“. I daglegu niáli er rætt um aukningu liraða, en ekki hækkun og telst því eðlilegt að brúka orðið sökkaukning fremur en sökkhækkun. Mynd 1. Tilgáta Ruhenstroth-Bauers varðandi það, hvernig sökk r.blóðk. verður. Sérstakt yfirborð r.blk. eða þættir á því falla saman við eitthvað á yfirborði agglomerina (A). P = „proinhibitor“, oftast lipo- prótein (sjá texta), sem breytt er í inhibitor með „specifískum lipasa“. Keppir hann við agglomerinin um yfirborð r.blk. 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.