Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 69

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 69
Það eina, sem hægt er að ráðleggja læknanemum er, að taka „fíluna“ strax í vetur eða næsta haust, þ. e. áður en námið í henni verður þyngt. AF TAKMÖRKUNARMÁLUM: í byrjun nóvem- ber kom fyrir deildarráðsfund bréf frá L. I. þar sem hvatt var til að takmörkunum yrði komið á í læknadeild. Þetta varð tii þess að ýmsir töldu tíma til kominn að skella á „numerus clausus“. Stjórn F. L. tók þegar í stað þá ákvörðun að þola þetta ekki, enda nú þegar lil staðar ,,takmörkun“ í formi janúarprófa. Þar sem aðalástæða, sem deildarráðs- fulltrúar höfðu fyrir takmörkun, var yfirvofandi offjölgun í læknastétt, skrifaði stjórnin deildarfor- seta bréf, þar sem bent var á að vafasamt væri, að deildin hefði heimild til takmörkunar á þessum for- sendum. Einnig var rektor sagt frá þessum draumi meirihluta deildarráðs. Ekkert hefur frétzt meir af þessu máli þegar þetta er ritað og er það von stjórnar, að „numerus clau- sus“-draugurinn sé að nýju lagstur í dvala. E. t. v. finnst einhverjum ég ekki hafa gert sumum málum nægilega góð skil, enda er slíkt erfitt í stuttri grein. Sé svo, vil ég benda mönnum á að auðvelt á að vera að ná sambandi við einhvern úr stjórninni, sem ætti að geta útskýrt málið nánar. Réttmæt gagnrýni hefur komið á stjórnina vegna lélegs sambands milli hennar og læknanema varð- andi upplýsingaflæði um ýmis mál, sem eru efst á baugi í deildinni. Stjórnin hyggst reyna að bæta úr þessu með tíðari útgáfu á Meinvörpum og er vonast til að með því fáist nauðsynlegt flæði upplýsinga. I nóvember 1975, Halldór Jónsson. Um mœlieiningar Framhald af bls. 30. eru kvantitatifar, eins og t. d. flokkulasjón og mæl- mgar á þvagi af því tagi, sem sykursýkissjúklingar gera sjálfir í heimahúsum. Af öðrum gildum, sem ekki verða mæld í S1 einingum má nefna t. d. taldar stærðir (t. d. frumu- fjölda), og þegar ein stærð er gefin sem hlutfall af annarri. En hverjir eru þá helstu annmarkarnir á að taka S1 kerfið upp í klíniskum mælingum? Greinilegt er, að kostnaðurinn yrði mestur hjá þeim rannsóknarstofum, sem beita tölvum að veru- legu leyti við úrvinnslu gagna. Útskrift á SI mæli- einingum krefst þess, að vélin geti prentað veldis- vísa, lítinn og stóran staf og nokkra af grísku stöf- unum. Venjulega geta tölvur þetta ekki, og breyting í þá átt yrði allkostnaðarsöm. En mikið skal til mikils vinna og breyting frá nú- verandi ástandi í átt að samræmdu kerfi mæliein- inga, sem notað er um allan heim og í öllum grein- um vísinda, er óneitanlega skynsamleg. HEIMILDIR: 1. Baron, D. N„ Brit. Med. J, 1974, Vol. 4, p. 509. 2. Baron, D. N. et al., J Clin. Path, 1974, 27, p. 590. 3. Leading article, Brit. Med. .1, 1974, Vol. 4, p. 490. 4. Young, D. S., New Eng. J Med., 1974, Vol. 290. p. 368. 5. R Coll Path, J Clin. Path, 1970, 23, p. 818. Um ensím ... Framhald af bls. 45. Sjaldgæft fyrirbæri, macroamylasemia veldur hækk- un amylasa þar sem ensímið er í Jteim lilvikum Jrað stórt að það skilst ekki út um nýru. Ymislegt getur valdið falskri hækkun amylasa. Morfín dregur saman sphincter Oddi og eykur þann- ig þrýsting innan brisins sem aftur leiðir til aukins flæðis ensímsins út í blóðrás. F-5" jónin og CU“ jónin verka sem „activatorar“ á ensímið og auka virkni þess. Annað sem valdið getur hækkun amylasa án þess að vitað sé um ástæðu þess er sterameðferð eða ACTH meðferð svo og lyfið Indomethacin. HEIMILDIR: Cecil-Loeb: Textbook of Medicine, Saunders Co. Phila- delphia 1971. Hanger F. M.: Med. Clin. of N. Am. may 1960. Herner B.: Klinisk Laboratorie Diagnostik, CWK Gleerup Bokförlag, Lund 1966. Kachman, J. F.: Enzymes, Fundamentals of Clinical Chem- istry, Saunders Co. Philadelphia, 1970. Netter, F. H.: The CIBA Collection of Medical Illustrations, Vol. 3, part III Colorpress, N. Y. 1964. Zimmerman H. .].: Serum Enzyme Determination as an Aid to Diagnosis, Todd-Sanford’s Clinical Diagnosis, Saunders Co. Philadelphia, 1969. LÆKNANEMINN 57

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.